.22 Magnum caliber í veiði

Cowri

Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Þið sem hafið verið að veiða með þessu kaliberi, hvernig kúlur hafið þið verið að nota. Eina sem ég sé til sölu hérna heima er annað hvort FMJ eða HP, er eitthvað annað í boði hérna?

Ég var líka að hugsa hvort það væri ekki brútalt að nota HP kúlur á litla bráð, eins og Rjúpu og önd (jafnvel gæs)?

mbk, Cowri

Tags:
Skrifað þann 17 December 2012 kl 8:11
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .22 Magnum caliber í veiði

Það er nú fátt annað en fuglar sem þú veiðir með þessu, FMJ hentar mjög vel til þess ef þú ert þokkaleg skytta.

Skrifað þann 17 December 2012 kl 8:15

Cowri

Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .22 Magnum caliber í veiði

já takk.

hafði ekki hugsað mér að veiða neitt annað en fugla með þessum - spurningin sneri aðallega að kúlunni. FMJ skal það vera.

Skrifað þann 17 December 2012 kl 9:01

sækópat

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .22 Magnum caliber í veiði

Ég mæli með HP á gæsina, FMJ rennur í gegnum hana eins og heitur hnífur gegnum smjör, endar í besta falli með að elta fuglinn lengri leiðir. Þegar ég var að byrja með riffil bringuskaut ég gæs með FMJ í .222 og hún flaug ansi langt þangað til loks hún hneig niður. Óþarfa píning og labb.

Gættu bara vel að færum, hafðu þau styttri en hitt, gæsin er skothörð.

Kv. Stefán Jökull

Skrifað þann 17 December 2012 kl 9:07