1000m keppni

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

þar sem þónokkrir eru farnir að skjóta á lengri færum þá legg ég til að haldin verði long range keppni næsta sumar.

sunnudaginn 9. júní td, á eftir að ræða við formenn þeirra skotfélaga sem hafa 1000m völl...

fyrirkomulag...

flokkun riffla samkvæmt IBS reglum fyrir Long range, tveir flokkar, undir 17 pundum og unlimited.

skotið á 600m, tvífótur og afturpúði leyfður, skotið prone (liggjandi)
skotið á 1000m, skotið af borði með rest og allann pakkann, railguns samt bannaðar.

skotið 3x 5 skota grúppur à hvoru færi.

sighterar teknir áður en keppni hefst á hvoru færi, engir sighterar à meðan verið er að skjóta þessum 15 skotum.


leyft að vera með 2 mismunandi riffla, einn fyrir hvort færi.

verðlaun 1-3 sæti á hvoru færi og besta over all score.



hvernig líst mönnum à ?
hverjir myndu taka þátt ?

er að spà í þáttakendafjölda.. ef aðeins 2 vilja keppa er lítill tilgangur í að fara að safna verðlaunum oþh....

Tags:
Skrifað þann 8 December 2012 kl 16:09
Sýnir 1 til 20 (Af 65)
64 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Byssur info.

Ég hefði áhuga á 1000 m keppninni.
Er hér með hlaup (6mm 1-8 Shilen SM) sem nýtist ekkert
á 300 m vellinum á Álfsnesi.
Það er chamberað fyrir það sem ég kalla THOR........
svona í gríni...To Have Or Regrett.
Þessi skapnaður er nauðalíkur 6 Dasher.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 8 December 2012 kl 16:42

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Gæti allveg hugsað mér að taka þátt í svona keppni...

Væri þá með Breyttan Otterup Mauser í 6.5x55 með 27" hlaupi

Skrifað þann 8 December 2012 kl 17:05

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Eins gæti ég hugsað mér að koma, ef vel hentaði.

Kæmi þá með veiðiriffil, 7mm Rem Mag

Feldur

Skrifað þann 8 December 2012 kl 17:07

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Áætu félagar maggragg og Feldur.

Gaman að áhugi virðist vera fyrir hendi að gera eitthvað nýtt!
Þið erum aldeilis með fín caliber í verkið!
(afsakaðu Daníel....ég ekki að reyna ræna þræðinum þínum).

Með vinsemd.
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 8 December 2012 kl 17:46

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Jebb gott mál en samt ? - Er ekki rétt að skora vel á 100m til 300m áður en menn æða út á 1000m.
Hverjir eru að skjóta gott AGG á 1000m ?
Eigum við ekki að koma okkur niður á reit eitt - svona á skynsemis planið ?
Það er hægt að skjóta eina og eina grúppu á 1000m - en hvernig væri að gera góð mót - svona fyrst í stað á 100m til 300m.
Mér sýnist flestir eiga í vandræðum með vind ofl. á þessu færum.

Skrifað þann 8 December 2012 kl 18:02

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

hvað er að því að halda 1000m mót ?
skiptir engu þó menn nài varla að halda 10" grúppu à 1000m, keppnin er til að nà long range skyttum saman og hafa gaman af, takmarkið er ekki að setja einhver heimsmet.

þeir sem þegar hafa póstað eru fullfærir um að skjóta .25" grúppur á 100m og því ættu þeir að ráða við 5" eða minna á 1000m

mót á 1000m er að sjálfsögðu ekki staður til að prófa að skjóta á 1000m í fyrsta skipti, það er làgmark að menn taki nokkrar æfingar fyrir mót svo þeir nái allavegna að halda sér á eigin blaði...


að skjóta á 100-300m er bara ekkert challenge nema maður sé að eltast við einhver stór met, að skjóta .100 grúppu gerist bara of reglulega til að það sé merkilegt....

Skrifað þann 8 December 2012 kl 18:12

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Kjartan

Ég ætla að áskilja mér rétt til að taka þátt í þeim mótum sem mig langar, svo framarlega að riffillinn uppfylli reglur.

Ég er ekkert að gera mér grillur um að skjóta til sigurs með 80+ ára gömlum mauser lás og 40 ára gömlu S&L hlaupi, en ég treysti rifflinum vel til að hitta skífu á 1000 metrum og sjálfum mér einnig. Svona keppni er tilvalin til að sjá hvað maður og riffill gera, læra af öðrum og hafa gaman.

Magnús Ragnarsson

Skrifað þann 8 December 2012 kl 18:30

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

að skjóta .100 grúppu gerist bara of reglulega til að það sé merkilegt....


eins skota grúppur teljast ekki með

Skrifað þann 8 December 2012 kl 18:47

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Það hafa allir rétt á - öllu eða flestu - sem betur fer - ekki ætla ég að skipta mér af því !

En - þetta snýst svolítið um að skapa skotíþróttini áveðin sess í þessu þjóðfélagi og hjá íþróttafréttamönum, ÍSÍ og almennings-álitinu - sem við þurfum að bæta og rækta.

Hví ekki að stunda þær greinar sem eru samþykktar innan ÍSÍ ?

Skrifað þann 8 December 2012 kl 19:04

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

stundum verða menn að fá að leika sér, þetta er àhugamàl hjá mér, ég er ekki atvinnu íþróttamaður og hef engan áhuga að keppa erlendis og enn minni àhuga á að kepp undir sambandi sem viðurkennir ekki bestu íþróttamenn landsins sem íþróttamenn bara afþví að þeir borga ekki til sambandsins...

það eru engar long range keppnir innan STÍ svo við verðum bara að haldaþær keppnir sjàlfir.

það eru ekki allir sem hafa àhuga à 100-300m benchrest keppnum.

og það er akkúrat svona hugarfar og talsmáti sem heldur skotíþróttinni niðri hér á landi, í staðinn fyrir að tala niður möguleg mót þá eigum við að sjàlfsögðu að hvetja fólk til að taka þátt, því fleirri smámót sem haldin eru því meiri líkur eru á að keppendum fjölgi í stærri mótum.

ég hef verið í stjórn sérsambands innan íSÍ, aldrei datt okkur í hug að tala niður félagsmót oþh. og segja félögum að halda bara sambanndsmót undir merkjum ÍSÍ....

Skrifað þann 8 December 2012 kl 19:19

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Líst vel á þetta Daníel. Ef ég verð í landi verð ég með

Skrifað þann 8 December 2012 kl 19:25

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ágæti Gísli Snær og allir hinir!!

Ég var að rifja upp með sjálfum mér að þrátt fyrir að hafa verið
heillaður af riffilskotfimi síðan 6. júní 1958 þá skaut ég ekki á
1000 yd. fyrr en 1979!!
Það gerðist norður á ströndum þar sem heitit Kaldbaksvík.
Til verksins notaði ég Remington 40X riffil í 6mm Remington.
Hleðslan var 40.5 grain IMR 4064 (af öllu heimsins púðri) og
kúlan var 70 greina keppniskúla (Detch) frá USA.
Þennan dag setti ég hvert heimsmetið af öðru...eða þannig!!!!!
Lang besta 10 skota grúppan mín var 24 tommur!!...en ég var alsæll.
Loksins gerði maður eitthvað nýtt.
Vonast til að hitta þig, og ykkur hina, þegar við reynum okkur á 1000!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 8 December 2012 kl 20:01

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ef menn vilja ekki stunda þær íþróttir sem eru innan Stí og ÍSÍ, þá það - og ekki að ég hafi áhyggjur af því !
Ég virði áhugasvið manna í skotíþróttum eins og öðrum hliðargreinum íþrótta !
Sem betur fer er þetta enn frjálst land og menn velja það sem menn vilja stunda - það bara hjálpar ekki við að koma íþróttinni á blað !
Gangi ykkur vel og hafið góða skemmtun af þessu öllu saman !

Skrifað þann 8 December 2012 kl 20:35

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ágæti vinur Kjartan Friðriksson.

Aldrei hefi ég, eitt augnablik, efast um vilja þinn til að láta
gott af þér leiða þegar skotíþróttin er annars vegar. Aldrei!
En í þessu tilfelli erum við bara nokkrir kallar sem langar að
sjá hvort við hittum yfirleitt battan á 1000 metrum!
Við skemmum ekki orðspor neins skotíþróttamanns með því.
Þetta er bara athyglisverð hugmynd sem
ef til vil verður að veruleika. Hver veit?
Af hverju kemurðu ekki með í þessa ferð...þér yrði tekið
fagnandi. Og þegar við skoðum skífurnar okkar eigum við eftir
veltast um úr hlátri!!!''

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s Allavega ætla ég að njóta þess að hlægja af mínum skífum!!!

Skrifað þann 8 December 2012 kl 21:03

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Hefði ekki getað orðað þetta betur Magnús

ps.

Ekki Gísli Snær - heldur Gísli Snæ - stytting á Gísli Snæbjörnsson

Skrifað þann 8 December 2012 kl 21:09

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ágæti Gísli Snæ!!

Byðst afsökunnar á mistökunum!

Góðar kveðjur til þín og þinna.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
sem líklega ætti að hætta að nota gleraugu +1.5....
og huga að slíkum búnaði í +2.5!!!

Skrifað þann 8 December 2012 kl 21:25

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Strákar - alveg klárlega gama að skjóta á "sunnudögum" á 1000y eða metrum !
Við þurfum á þessum tímum að skjóta stoðum undir þær greinar sem skipta máli - þá fyrst getum við farið að skjóta sunnudagsgreinar með rifflum og skammbyssum - sem nú á að banna !
Spáið í það - hve við stöndu höllum fæti gagnvart frumvarpinu um ný skotvopnalög - bara vegna þess hve við erum sundraðir........
Og hvað gæti svo sem verið meira gaman en að hitta battan á 1000m ?

Bara mitt álit,

Bestu kveðjur..........

Skrifað þann 8 December 2012 kl 21:27

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 1000m keppni

Ágæti vinum Kjartan Friðriksson!

Þú þekkir skoðanir mínar í þessum efnum.
Og þar ber STÍ mesta ábyrgð!
En eins og ég sagði í fyrri pósti þá erum við þessir
karlskröggar bara að finna upp á leið til að hafa gaman
af lífinu. Við ætlum ekki að sundra neinu eða skemma,
bara að sjá hvernig okkur gengur að hitta á 1000 m.
Minn kæri, ég bara get ekki skilið hvernig við erum að
skaða íþróttaskotfimi í landinu?
En eins og alltaf er ég opin fyrir ábendingum.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s Nú fara barnabörnin að halla sér og því verður
líkast til fátt um svör úr þessari átt.

Skrifað þann 8 December 2012 kl 21:37

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: 1000m keppni

Ég skil ekki alveg rökin hjá þér Kjartan þótt ég skilji hvað þú meinar. Ef menn hafa haft fyrir því að koma upp 1000m völlum hví þá ekki að nota aðstöðuna til æfinga og keppni? Hvernig skemmir það fyrir íþróttinni?
Ef ég æfi og keppi í skeet en skýst stundum og reyni fyrir mér í Trap er ég þá að vinna Skeet sem íþrótt mein? Eða eru ofur langhlauparar sem hlaupa tvöfalt maraþon að skemma fyrir maraþon og millivegalengdarhlaupurum? held ekki.
Hitt er allt annað mál Kjartan að skotveiðimenn, skotáhugamenn og áhugamenn um skotvopn eru ótrúlega furðulegir fýrar, skiptast í fámenna vinahópa en allir aðrir eru ekki pappírsins virði og Guð forði hverjum þeim sem stunda ekki sömu undirgrein skotflórunnar og þeir. Það verður að laga.

Ég mun ekki mæta á 1000m mót því ég hef ekki færnina, enn sem komið er en þeir sem telja sig geta þetta, endilega mætið og hafið gaman af.

Með kveðju
Silfurrefurinn

Skrifað þann 8 December 2012 kl 21:48
« Previous1234Next »