308 Léttar kúlur.

Sveinbjörn

Svör samtals: 49
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir piltar.
Nú sé að að Hlað er að bjóða uppa mjög léttar kúlu í cal 30 og velti því fyrir mér hvort menn hafi verið að brúka slíkt? Sjálfur hef ég notað Lapua 123gr í fríhendisæfingar og uppgvötaði um leið að þessi kúla er mjög nákvæm. Þvert á allar kenningar þá skilaði hún ljómandi ákomu hvort heldur í 26 tommu hlaupi með 10" Tvist eða 20 tommu með 12" Tvist. Hér á árum áður læddust menn með veggjum ef þeir höfðu gaman af því að eiga og nota veiðibyssur í þessa ágæta caliber 308W. EN þar sem þessi vefur er svo gott sem sjálfdauður vill ég benda unnendum 308 á að hér er friðsæll vettvangur til þess að skiptast á upplýsingum.

Tags:
Skrifað þann 5 February 2017 kl 20:48
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

petrolhead

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 6 August 2012

Re: 308 Léttar kúlur.

Sæll Sveinbjörn.
Þessar kúlur voru hannaðar svo mögulegt væri að skjóta úr 308win svo öruggt gæti talist án þess að vera í stáltáar skóm grin
Að öllu gamni slepptu þá veit ég að menn hafa mikið verið að nota 115gn kúlur í 30BR og eru þar að setja hana eitthvað nálægt 3000 fps og ná mikilli nákvæmni. Nú þekki ég ekki marga sem eiga hið marg umrædda cal 308 win en það væri fróðlegt að heyra frá fleirum, ef einhverjir eru, sem hafa verið að skjóta svona léttum kúlum úr 308 og hvernig það hefur gengið og skora á þá að koma hér á þetta ágæta spjall og tjá sig um málið.
MBK
Gæi

Skrifað þann 6 February 2017 kl 8:20

Gulli

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 12 March 2017

Re: 308 Léttar kúlur.

Sælir
Ég hef verið að nota 125 gr sierra með mjög góðum árangri. Lika notað 125 gr nosler sem er ekkert síðri

Skrifað þann 12 March 2017 kl 22:59

willys

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 308 Léttar kúlur.

Sælir... mjög friðsælt hér, eins og að liggja uppí sófa með köttinn á bringuni.
þið hreyfðuð við mér, hef verið að nota 167gr kúlur, frekar hægfara en mjög nákvæmar en óþægilegt vindrek.
Fæ hlaupið í dag eða morgun með hljóðkútnum og hugmyndin er að fara í léttar kúlur, 125 til 135gr. stilla þær af með nýjum útbúnaði.

Væntanlega enda þær í tæplega 3000 ft hraða og má búast við að Gæsir tætist dáldið upp sem er miður þar sem 167gr kúlan fór vel með þær.

Kv.
Jón Sig.

Skrifað þann 16 March 2017 kl 9:45

willys

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 308 Léttar kúlur.

Skaust aðeins á völlinn að prufa kútinn góða með 167 gr. kúlum.
Fyrsta undarlega neðallega en stillti eftir 1 og 2 skot.

Bara kátur með kútinn.

Viðhengi:

Skrifað þann 21 March 2017 kl 19:29