Af hverju er þetta spjallborð í vandræðum?

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu skotmenn.

Ég er að velta fyrir mér hvers vegna þetta ágæta spjallborð er í vandræðum???
Má ég leyfa mér að spyrja ykkur hvers vegna?

Með beztu kveðjum ,
Magnús Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 9 September 2015 kl 22:54
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

ÁrniL

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Af hverju er þetta spjallborð í vandræðum?

Góð spurning Magnús.
Ég verð að segja fyrir mig að mér þótti mjög gaman að fylgjast með og taka þátt í spjallinu áður en þetta hrundi.

Á hverjum degi rigndi inn góðum spurningum og enn betri svörum um hleðslur, kúlur og byssur. Síðan komu snillingar með ýmsar skemmtilegar gátur og misedrú séní sendu inn ljóð og myndir. Það sem eyðilagði þetta voru leiðindapúkar sem kunna ekki að njóta þess sem þeim þótti gaman að lesa og sleppa hinu.

Það eru sandkassamórals týpurnar og uber besserwisserarnir sem vildu bara rífast og vera með töffara stæla. Ég er ekki að tala um þá sem rífast endalaust um hvort sé betra Benelli eða Beretta eða hvort haglaskotin frá Hlað séu gölluð o.sfrv. því það er bara gaman að karpa um slíkt, nei það voru hálfvitarnir sem voru með persónulegt níð og skítkast út í náungann. Þetta drap spjallið held ég því menn nenntu ekki að send hér inn efni eigandi á hættu að vera kallaður fábjáni af því maður skaut hreindýr með .308.

Mín 2 cent.

ÁrniL

Skrifað þann 10 September 2015 kl 12:01

ÁrniL

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Af hverju er þetta spjallborð í vandræðum?

Góð spurning Magnús.
Ég verð að segja fyrir mig að mér þótti mjög gaman að fylgjast með og taka þátt í spjallinu áður en þetta hrundi.

Á hverjum degi rigndi inn góðum spurningum og enn betri svörum um hleðslur, kúlur og byssur. Síðan komu snillingar með ýmsar skemmtilegar gátur og misedrú séní sendu inn ljóð og myndir. Það sem eyðilagði þetta voru leiðindapúkar sem kunna ekki að njóta þess sem þeim þótti gaman að lesa og sleppa hinu.

Það eru sandkassamórals týpurnar og uber besserwisserarnir sem vildu bara rífast og vera með töffara stæla. Ég er ekki að tala um þá sem rífast endalaust um hvort sé betra Benelli eða Beretta eða hvort haglaskotin frá Hlað séu gölluð o.sfrv. því það er bara gaman að karpa um slíkt, nei það voru hálfvitarnir sem voru með persónulegt níð og skítkast út í náungann. Þetta drap spjallið held ég því menn nenntu ekki að send hér inn efni eigandi á hættu að vera kallaður fábjáni af því maður skaut hreindýr með .308.

Mín 2 cent.

ÁrniL

Skrifað þann 10 September 2015 kl 12:07

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Af hverju er þetta spjallborð í vandræðum?

Ágæti Hlaðvefsfélagi ÁrniL!

Takk fyrir svarið...og bráð skemmtilegan texta!!
Ég held að þú hafir mikið til þíns máls....því miður.
Á einhverjun tímapúnkti fór að halla undan fæti, menn sem,
afsakaðu stóryrðin, lítið sem ekkert vit hafa á efninu geystust
fram á ritvöllinn með alls kyns furðulegar staðhæfingar sem eiga
sér enga stoð í raunverulaikanum. Hér er ég að tala um riffla og
sjónauka. Hef ekki meira vit á þeim ágætu tækjum haglabyssum
en þokkalega skarpur smalahundur.
En hvað getum við gert til að bæta ástandið?
Það eru að vísu til önnur spjallborð..en þetta er mér kærast.
Annaðhvort Kjartan Friðriksson eða Guðmundur Gíslason frá SR,
stærsta skotíþróttafélagi landsins, sagði mér að ekki stæði til að opna
spjalborð á síðu félagsins. Ég hefði haldið að þar væri góður vettvangur
til tjáskipta skotmanna. En þetta er ákvörðun stjórnar SR og við bara
virðum hana.

Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Ps. Þessi athugasemd þín varðandi .308 Win. er fjandi góð.....og gott dæmi um
það sem ég skrifaði hér að ofan um kappa sem setja fram allskyns fullyrðingar
....án nokkurs rökstuðnings.

Skrifað þann 10 September 2015 kl 13:59

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Af hverju er þetta spjallborð í vandræðum?

Stutt og einfalt svar: Facebook

Þetta vandamál á alls ekki bara við um hlaðspjallið heldur margar aðrar spjallsíður

Nú eru orðnar til nokkrar íslenskar grúbbur á facebook sem tengjast byssum/skotveiðum og þar er bara nokkuð líflegt þar.... svo er skítauðvelt að tengjast erlendum grúbbum sem stækkar umræðuvettvanginn ennþá meira! sér grúbbur fyrir endurhleðslur, ákveðin kaliber eða veiði.

Ein af mínum uppáhalds facebook grúbbum er "Reloading Central" þar eru hvorki meira né minna en 21780 notendur og mikið um að vera. Síðan er tvær 22 hornet síður en ég á einmitt einn riffil í því kaliberi. Ein sem heitir bara því einfalda nafni "22 Hornet" er með 264 notendur og hin "22 Hornet Hunting" með 344 notendur. Þar eru mest bretar og ástralir sem keppast við að pósta myndum og reynslu af veiðum, rifflum, græjum, hleðslum og töfrabrögðum sem tengjast 22 hornet. Ein önnur síða sem er í uppáhaldi hjá mér heitir "6.5x55 Swedsh Shooters" með 488 notendur sem deila reynslu sinni að alskonar 6,5x55 rifflum en ég á einmitt einn slíka riffil líka.... þannig að þarna hef ég aðgang að síðum/grúbbum með ýmist nokkur hundruð eða tug þúsundum notenda þar sem umræðan er um akkurat mitt áhugamál. Sandkassaleikir eru fátíðir og illa séðir. Þarna eru margir með mikkla reynslu viljugir til að deila með okkur hinum!

Kv.
Óskar Andri

Skrifað þann 10 September 2015 kl 15:48

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Af hverju er þetta spjallborð í vandræðum?

Ágæti Haglari...Óskar Andri.

Þetta finnst mér mjög skynsamleg skýring!
Ég er ekki Fecbook notandi og þekki þessvegna lítið til í þeim heimum.
En ég á 13 ára gamlan son sem reynir hvað hann getur til þess að koma
karlfólinu inní 21. öldinasmiling
Takk fyrir þitt málefnalega framlag!

Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 10 September 2015 kl 16:54

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Af hverju er þetta spjallborð í vandræðum?

Svo ég nefni aðrar síðu með nafni, spjall.skyttur.is. Sú síða er að mörgu leyti mjög góð. Þess er krafist að menn komi fram undir nafni. Eitthvað hef ég párað þar. Þótt þar sé heldur meira líf en hér þá hefur hún samt dalað í vinsældum. Facebook er ágætt og sennilega sá vettvangur sem mun lifa af.

C47

Skrifað þann 14 September 2015 kl 20:40