agn fyrir ref

dralli

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

sælir hafa menn einhverja reynslu af því að leggja beljuhausa fyrir ref?? er það eitthvað verra en t.d. hesthausar??

Tags:
Skrifað þann 13 December 2012 kl 22:57
Sýnir 1 til 20 (Af 38)
37 Svör

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Rebbi gerir eingann mun á þessu legðu bara út og gefðu þessu smá tíma og farðu svo að fylgjast með.

Skrifað þann 13 December 2012 kl 23:26

dralli

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

já það var sem ég hélt takk fyrir þetta, prófa allavega

Skrifað þann 14 December 2012 kl 0:58

Pro-fin

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Oft er sagt að hann líti verr við beljum og stundum bara alls ekki, ef þú hefur tök á hesthaus þá væri öruggara að taka hann heldur en beljuna.

Skrifað þann 14 December 2012 kl 1:32

remi700

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

hef borið út kálf og rebbi leit ekki við honum

Skrifað þann 14 December 2012 kl 18:18

dralli

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

jæja ég prófa þetta samt, er allavega búinn að grafa hann þannig að við sjáum til.

Skrifað þann 14 December 2012 kl 18:28

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ágætu refaveiðimenn!

Ég hef ekki hundsvit á ykkar ágætu fræðum og spyr því...sem fullkominn byrjandi!
Veit einhver af hverju rebbi vill ekki beljur og kálfa en
hakkar í sig hesta og ýmislegt annað að mér skilst?
Mér, borgarbarninu, er þetta töluverð ráðgáta þar sem soltið villidýr á í hlut?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 14 December 2012 kl 22:39

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Sæll Magnús, refurinn hefur ekki gert upp á milli þess ætis sem ég hef borið út fyrir hann hvort heldur er fisikur eða kjöt af ýmsu tagi og þar á meðal beljuhausar. Þegar farið er að vetra og komin harka þá sækir hann í þetta alltsaman og er ótrúlega fljótur að finna og klára ef hann fær óáreittur að ganga í, en hann verðu þó að hafa smá tíma 4 - 5 daga án þess að maðurinn sé að ganga að ætinu. það verður þó að fylgjast með förum hvort hann er farinn að ganga í, ekki má láta hann eiga of greiðan aðgang að ætinu. Kv Vagn Ingólfsson

Skrifað þann 15 December 2012 kl 0:09

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Sæll Magnús minn kæri þú hefur verið óspar að fræða mig þegar kemur að þínum greinum svo nú skal ég glaður fræða þig á mínum velli.Byrjum bara frá byrjun
Rebbi er skynug skepna og tekur helst það sem hann þekkir.Það drepast fár kýr úti í nátúruni og ekkki fjarægðar til að rebbi þekki.Það eru fleyri hross sem falla og eru látin liggja eða ekki sint að urða eða ekki vitað um á heiðum.
Það þýðir ekkert að bjóða fjallarebba uppá sel meðan fjörurebbi fer varla frá selnum .
Svo aðalega snýst þetta um að setja út æti sem rebbi þekkir.
Undantekningarnar eru margar ef maður henfir sel nógu oft á fjall þá fer rebbi í hann og svo framvegisis en meigin reglan er að bjóða það sem hann þekkir.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Skrifað þann 15 December 2012 kl 0:57

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Fyrir það fyrsta, vertu ekki að henda út einhverju matarkyns fyrir rebba ef ekki á að sinna því almennilega.
Nóg er nú gert af þeirri fj.. vitleysunni út um allar trissur. Menn halda að þeir geti borið út og "skroppið" svo út í fallegu tunglskinsveðri og parkerað bílnum við hlið ætis og skotið rebba eins og ekkert væri. Nóg komið að þessum gengdarlausa útburði og honum ekkert sinnt..


Kv.

Kristján R. Arnarson
Húsavík

Skrifað þann 15 December 2012 kl 7:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ágætu félagar!
Vagn Íngólfsson
Þorsteinn Hafþórsson
Kristján R. Arnarson

Þakka ykkur innilega fyrir að gefa ykkur tíma til að fræða borgarbarnið!

Megi ykkur og öllu ykkar fólki vegna sem best!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 16 December 2012 kl 0:07

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ágæti vinur Þorsteinn Hafþórsson!!!

Sæll Magnús minn kæri þú hefur verið óspar að fræða mig þegar kemur að þínum greinum svo nú skal ég glaður fræða þig á mínum velli.Byrjum bara frá byrjun

Takk fyrir hlý orð í minn garð!
Og takk fyri ryrir að taka þér tíma til að svara kannski kjánalegum spurningum?
Takk ágæti félagi!

Með vinsemd,
og óskum til þín og allra þinna um gæfu hér á jörð!
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 16 December 2012 kl 0:15

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ég hef alltaf sett spurningarmerki við það þegar menn fara að óskapast yfir æti sem borið er út en lítið sinnt. Hvað ætli það séu margir sem gera það, sárafáir. Það er allavega ekki það sem er að stækka stofninn.
Þetta er eins og að halda því fram að rjúpnastofninn muni stækka ef við hættum að tína ber.

Skrifað þann 16 December 2012 kl 9:33

Kevin West

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Hr Hurðarbak, (Elli) kom með einn punkt sem ég tel að geti verið skýring á þessum áhuga refsins á hrossi umfram belju en hann sagði að hrossaspik héldist mjúkt í frosti.

Skrifað þann 16 December 2012 kl 9:55

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Sæll síldarauga sammála þér allavegana með berjatínsluna,þetta eru aðallega ljósálfarnir sem stunda
þetta, henda alskonar rusli í vegkanta og keira svo um neð hlaupið út um gluggan,en þeim er nú að fækka sem betur fer,en þetta er kanski eins og með minkin koma bara nýir inn á svæðið í
staðin fyrir þá sem maður er laus við.

Skrifað þann 16 December 2012 kl 11:37

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ágætu félagar...í þessu tilfelli refaskyttur!

Hafið þið skoðun (auðvitað) á því hvers vegna ref virðist vera að fjölga hér á landi?
Er það breytt veðurfar..... og þá hagstæðara rebba eða hvað?
Eins og ég hefi skýrt frá hér að framan er ég ein spurning þegar að þesum
fræðum kemur og er því að leita mér upplýsinga hjá mér (mikið) fróðari mönnum.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s. Takk fyrir að gefa ykkut tíma til að fræða malbiksbarnið!

Skrifað þann 16 December 2012 kl 22:35

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Sæll Magnús ég hef svakalegar skoðanir á þessu máli en stutta útgáfan er sambland af mörgum hagstæðum ástæðum rebba í hag en ég held að stofninn hanns sé komin að þolmörkum.
Aðalástæðurnar eru samt þessar.
Mörg svæði eru nú friðuð fyrir ref og eru það útungunarstöðvar sem ekki er hægt að snerta
eftir að ríkið hætti að styrkja veiðar eins og gert var minkaði veiði á ref töluvert því úthald í kofum oftast óupphituðum og kostnaður við að koma útburði fyrir og fjarlægja svo þegar veiðum það tímabil er hætt er ekki fyrir alla og ef ekkert er að hafa útúr því er lítill hvati fyrir flesta að stunda svoleiðis veiði.
Það var skorið mikið niður til grenjaskytna til að geta leitað að nýjum grenjum og þess háttar sumstaðar eru grenjaskyttunum hreinlega settur greiðslukvóti x dýr greidd ekkert umfram það.
Hæðarlína var lækkuð um 50 metra sem fékkst greytt fyrir unnið greni og við það til dæmis hér á Þverárfjalli friðuðust 11 greni við þessa aðgerð það eru 22 fullorðin dýr og ca 40 yrðlingar ég ætla ekki að fara í framreiknunina en þú sérð margfeldi áhrifin bara þarna.
Það hefur hingað til verið nóg fæðuframboð fyrir rebba en það er held ég komið að endastöð þar og þess vegna sagði ég að stofninn væri sennilega komin á þolmörk.
Þetta eru helstu ástæðu fjölgununinar að minu mati en þær eru fleyri en hafa ekki eins mikkla afgerandi áhrif.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Skrifað þann 16 December 2012 kl 23:00

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Sæll aftur Magnús. Á mínu svæði Ólafsvík þá er búið að koma hér upp friðlandi fyrir refinn sem heitir Snæfellsnes þjóðgarður þar eins og annarstaðar er öll meðferð skotvopna og þar af leiðandi öll grenjavinsla á stóru svæði bönnuð og klárlega um fjölgun að ræða þar.kv Vagn Ingólfsson

Skrifað þann 16 December 2012 kl 23:09

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Ágæti félagi Þorsteinn Hafþórsson!!

Ég hef fengið mörg svör við mörgum spurningum á netinu
gegnum tíðina...en þitt svar við þessari spurningu minni er
eithhvert það besta sem ég hef fengið!! Takk!!
Það er gott til þess að vita að menn með kollinn í lagi séu að
spekúlera í þessu lífríki okkar. Ekki eru stjórnmálamennirnir að því!
Svo mikið er víst!!!
Ágæti félagi ...takk fyrir þessa kennslustund!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s Takk fyrir svarið Ágæti félagi Vagn.

Skrifað þann 16 December 2012 kl 23:16

Pro-fin

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: agn fyrir ref

Maður getur svo sem ekki fullyrt um það en ég tel að stofninn geti enn stækkað mikið! Held líka að allur þessi fjöldi af rollum sem varð úti nú í haust hjálpi rebba líka mikið þennan veturinn.

Viðhengi:

Skrifað þann 17 December 2012 kl 0:47
« Previous12Next »