Deyjandi spjallborð

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sæl verið þið

Það er held ég orðið nokkuð augljóst að svona spjallsíður eru í dag í besta falli minnisvarði um það sem áður var. Eins og hér var nú líflegt einusinni eru spjallborð eins og þessi nánast með öllu fallinn í skuggan á facebook. Efstu tvær umræðurnar hérna eru frá því í apríl á þessu ári. Við þetta eru kostir og gallar. Facebook er auðvelt og aðgengilegt í notkun. Maður fær tilkynningar, nær til mikklu, mikklu stærri hóp af fólki og jafnvel sérhæfðari umræðuhópa um allan heim..... það er jafnvel hægt að finna umræðuhóp um tiltekin kaliber eða sérhæfðan hluta af skotfimi. En gallinn við facebook finnst mér að það er leiðinlegt og erfitt að leyta af eldri umræðum. Það er hægt að leyta inni í grúbbum en mér finnst það ekki vera neitt sérstakleg skilvirkt. Gamlar spjallsíður eins og þessar eru aftur á móti nánast eins og gagnagrunnur sem nær langt aftur í tíman. Ef manni langar að forvitnast um einhver kaliber, vopn, hleðslur, veiðistaði eða aðferðið þá er hægt að nota leitarvélarnar fyrir nýju og gömlu síðuna og það virkar mjög vel. Núna hinsvegar bætist ekkert nýtt við og þessi gagnagrunnur mun með tímanum úreldast.... sem er pínu svekkjandi. Þessi þróun á við um allar spjallsíður t.d. skyttuspjallið, jeppaspjall, ljosmyndakeppni, 4x4 og ein síða verður lögð niður núna í september en það er islenskljosmyndun.is

Svona er það nú.... þetta er bara svona vangaveltur á miðvikudagsmorgni smiling

Kv.
Óskar Andri

Tags:
Skrifað þann 24 August 2016 kl 10:54
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Deyjandi spjallborð

Jebb, þetta er búið.
Allavega á ísalandi.
Og sennilega USA líka. Síður sem ég sæki eru að verða máttlausari með hverjum deginum.
All anal. com, electric start in the bed.com. , me and my dog in bed.
Allt að verða dautt.

Skrifað þann 2 September 2016 kl 19:14

Sveinbjörn

Svör samtals: 49
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Deyjandi spjallborð

Kæri Örn.
Hefur þú íhugað gefa anal, hundum og rafmagni frí og snúa þér að Vinnstri Grænum, Pírötum og Vegan.

Skrifað þann 8 September 2016 kl 19:52

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Deyjandi spjallborð

Njjjaahhh, er það eitthvað að gera sig?

Skrifað þann 30 September 2016 kl 17:46

Hræfinnur

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Deyjandi spjallborð

Spjallborð Hlaðs festi snöruna upp þegar Hjalli ákvað að útiloka þá menn frá spjallborðinu sem mesta umræðu kveiktu og mesta tilfinnningarótinu ollu. Það var heimskuleg ákvörðun. Þó ég hafi ákveðna samúð með þessarri ákvörðun hans, sem byggð var á ótta um minkandi viðskipti og neikvæða ímynd, þá var hún röng þegar allar breytur eru settar inn.

Skrifað þann 15 November 2018 kl 13:48

Hræfinnur

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Deyjandi spjallborð

Vissulega er þetta rétt, öndin er að skreppa úr þessu samskiptaformi. Þó Hjalli hafi ákveðið að kyrkja vin minn Nykur, þá var það einungis á þessu spjalli. Nykur lifir. Ég er Hjalla þakklátur fyrir það að á þessu spjallborði kynntist ég Nykur og nýt þess enn, hann gefur mér t.d. rjúpur, ég gef honum pening, wiský, vindla og annað góðgæti. Þó ég sé enn á móti morðum á þessum fallegu fuglum þykir mér hold þeirra nokkuð gott til átu, sé það rétt meðhöndlað.

Skrifað þann 25 August 2020 kl 18:41