Die sett

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Ágæti Hlaðverji Mundi.

Má ég spyrja hvaða kaliber þú ert að mæla?
Eru kúlurnar í yfir eða undirmáli?
Þið eruð auðvitað að nota micrometer?

Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 29 June 2015 kl 10:32

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Ertu að meina svona?

http://www.sinclairintl.com/reloading-equipment/meplat-uniforming/j...

Skrifað þann 29 June 2015 kl 18:57

Mundi61

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 19 March 2014

Re: Die sett

Þetta er dai sem ég vissi ekki að væri til en er greinilega þarfaþing fyrir 308 cal hef bara mælt yfir stærð aldrei undir mál en flestar standast mál

Skrifað þann 29 June 2015 kl 22:20

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Ágæti Mundi 61.

Þú áttar þig á að hér er á ferðinni svokallaður Pointing Die.
Hlutverk þessarar græju er að laga og forma betur Hollow Point kúlur,
reyndar ekki kúluna heldur aðeins "oddin" . Snertir ekki búk kúlunnar
og hefur því engar breytingar í för með sér hvað mál kúlunar varðar.
Augljóst má vera að það hlítur að vera ávinningur að hafa kúlurnar
sem allra líkastar hver annari. Framleiðandi þessa dia talar um allt að
5% minna vindrek á 1000 yd. Það munar um minna.
Sumar skyttur ganga enn lengra en að laga oddin á kúlum sínum.
Eftir þá aðgerð trimma þeir kúlurnar allar í sömu lengd, sem getur ekki
verið nema til bóta.
Gísli Snæ hefur með svari sínu bent þér á góðan kost til að auka
getu þína til að sortera kúlurnar þínar.
Gangi þér vel.

Mbk.,
Magnús Sigurðsson
P.s Svo er auðvitað alltaf áhugavert að vigta og sortera upp úr pakkanum!

Skrifað þann 30 June 2015 kl 13:34

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Die sett

Ágæti Hlaðverji Finish.

Afsakið hvað ég er komin langt frá efni þessarar umræðu.
Þú skrifar:"(síðasta slys vegna endurhleðslu sem ég veit um var á svæði Skotf. Kef. þar sprakk riffill í cal. 300 RUM).
Geturðu sagt mér meira frá þessu atviki?
Ef þú kýst frekar þá er netfang mitt magnuss183@gmail.com

Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 4 July 2015 kl 13:42
« Previous12Next »