Eru gæsir seinni í ár ?

Geir

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir félagar,

Hafið þið heyrt að gæsir séu seinni í ár hvað varðar fleyga unga ? Er aðallega að spá í Heiðargæsina ?

mbkv Geir

Tags:
Skrifað þann 8 August 2015 kl 22:58
Sýnir 1 til 8 (Af 8)
7 Svör

Sveppagreifinn

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 11 August 2015

Re: Eru gæsir seinni í ár ?

Ég er nú búin að vera nokkuð á ferðinni á norðurlandi og hér fyrir sunnan og almennt séð hafa andfuglar (endur/gæsir) verið með mjög litla unga og allt varp virðist vera mikið seinna á ferð fyrir utan að andastofnin í heild eiga erfitt með að koma þeim upp þar sem lítið æti virðist vera fyrir ungana. Sem dæmi um þetta að þá tók ég þessa ljósmynd fyrir rétt rúmum 2 vikum við Þingvallavatn þar sem þessi önd ásamt ungum gerðist nokkuð aðgangshörð að fá hjá okkur brauð á meðan við vorum í kaffi. Elti hún okkur um og var aldrei langt undan þar sem við vorum að veiða og iðulega þegar við fórum og fengum okkur kaffi að þá var hún komin og át hún úr lófanum á mér. Er það í fyrsta sinn sem nokkur önd gerir það sem mér þykir til marks um að almennt sé ekki mikið æti og þetta er tekið við Þingvallavatn sem er á suðvesturhorninu þar sem veturinn var á engan hátt þungur fyrir utan að hann var hundleiðinlegur. En ég hef engar fréttir af heiðargæsinu en vildi bara sýna með þessari mynd að ungarnir eru smáir á undirlendinu

Viðhengi:

Skrifað þann 11 August 2015 kl 10:37

Collie

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 4 September 2013

Re: Eru gæsir seinni í ár ?

'A norður og austurlandi eru gæsir og endur örugglega eitthvað seinni á ferðinni en á venjulegu ári, á vesturlandi er góð vika síðan ég fór að sjá grágæsir á flugi og í túnum og það hefur bara aukist síðustu daga. Myndi halda að væri sama upp á tenignum hjá heiðargæsinni.
Hvað endurnar varðar sem Sveppagreifinn bendir á er ekkert sem segir að þetta sé ekki varp nr 2 hjá þessari önd á þingvallavatni, ég er búin að rekast á andarunga sem eru að detta í að verða fleygir og svo er ég líka búin að vera sjá algjöra hnoðra.

Svo kemur þetta allt í ljós eftir 9 daga með heiðargæsina, segir sig sjálft ef enginn flug koma þá eru þær eitthvað seinni á ferðinni.

Skrifað þann 11 August 2015 kl 18:00

Sveppagreifinn

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 11 August 2015

Re: Eru gæsir seinni í ár ?

Án þess að ég sé sérfræðingur, að þá held ég að það sé mjög útbreiddur misskilningur á meðal íslenskra veiðimann að anda og gæsategundir verpi 2 á varptímanum. Við veiðimenn höfum mjög gjarnan gripið til þeirrar skýringar en skv. öllum þeim náttúrulífssíðum sem ég hef fundið og lesið mér til um hegðun andfugla að þá verpa villtir andfuglar bara 1x á ári og stafar það af því að fengitími þeirra er bara 1x á ári. Ef við skoðum dæmið að þá gengur þetta bara ekki upp. Meðallengd meðgöngu frá varpi á fyrsta eggi til þess að fyrstu ungar klekkjist út er að meðaltali 50-60 dagar. Ef önd leggst á hreiður um miðjan maí og á 8 egg, að þá tekur það hana einn dag að verpa hverju eggi eða 8 daga, það er fyrir utan meðgöngu. Tökum þetta fræga meðaltal og miðað við betri skilyrði og 50 daga meðgöngu þar til fyrsti ungi kemur úr hreiðri, að þá erum við að tala um að fyrstu ungar sjá ljósið í byrjun júlí. Það segir sig sjálft að það er engin önd sem er í bullandi lífsbaráttu að koma þeim á legg og afla þeim æti að fara að eignast unga að öðru sinni að 60 dögum liðnum, þ.e. í lok ágúst... Þá erum við að gefa okkur að hún losni við hina ungana strax og þeir koma úr hreiðri sem við vitum að gerist ekki. Líffræðilega gengur þetta ekki upp fyrir utan að kvenöndin tapar um það bil helming af líkamsþyngd sinni við að klekja eggjum út og vinnur hörðum höndum að því að bæta á sig þyngd áður en hún flýgur í vetrarstöður sem margar gera. Líklegast værum við skotveiðimenn heldur ekki með heimild til að hefja veiðar 1 september ár hvert ef þetta væri raunin.

Ef við setjum þettaí samhengi við gæsir að þá ættum við að sjá unga sem eru ófleygir í október/nóvember ef um seinna varp væri að ræða en ég hef ekki séð slíkt ennþá.

Það er annað með andfugla sem eru í haldi manna og eru á fæði (alifugla). Þeir verpa allt árið þar sem þeir eru búnir að tapa tímaskyninu á hvenær fengitíminn er og þurfa ekki að berjast um fæðu.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta betur er bent á bækur og síður, Hér er ein sem er alltaf vinsæl: http://en.wikipedia.org/wiki/Mallard... og http://wildliferehabber.com/content/duck-information...

Skrifað þann 13 August 2015 kl 13:42

RJ

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru gæsir seinni í ár ?

Saell, thad gerist oft ad varp misferst fyrst a vorin vegna kulda,floda eda af voldum vargs og ta hefur Gaesin/ondin tima til ad verpa aftur.

Skrifað þann 13 August 2015 kl 20:08

Sveppagreifinn

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 11 August 2015

Re: Eru gæsir seinni í ár ?

Það er annað að verpa aftur þegar að varp misferst en það gerist þá yfirleitt snemma á ferlinum, þ.e. á vorin en ekki í júlí eða ágúst. Yfir tugþúsundir unga hafa drepist á Mývatni í sumar, afhverju hefur þá öndin ekki verpt aftur? Hugsið aðeins út fyrir boxið piltar. Oftast þegar við erum að tala um fuglar verpi aftur er þegar það verði fúlegg, þ.e. þegar fuglin þarf að fara óviljug af hreiðri vegna ótíðar eins og t.d. snjóa. Það þýðir að fullur meðgöngutími hefur ekki átt sér stað og fuglinn sér fram á að ný meðganga og útungun geti átt sér stað. En nú er mjög skýrt dæmi á Mývatni þar sem nýliðun er nánast engin á þessu ári. Ahverju hefur þá öndin ekki verpt aftur? Skýringin er mjög einföld, sá gluggi sem hún hafði til hefja meðgöngu að nýju er liðin og þegar ungar eru komnir á legg að þá fer andfuglinn ekki aftur í meðgönguferlið því eina hugsun tegundarinnar er að halda núverandi afkvæmum á lífi. Það sama á sér stað hjá kríunni en þið hafið líklegast heyrt að varpið hjá henni hafi misfarist í mörg ár vegna fæðurskorts. Það sama á við lundann sem stefnir í að verða alfriðaður við Ísland á næstu árum vegna engrar nýliðunnar síðustu ár. Meðgöngutími kríunnar er mun styttri en andfugla. Varptíminn er bara 1x á ári. Ef fengitíminn væri opin, afhverju er þá krían að leggja það á sig að fljúga alla þessa leið til Íslands til að verpa en verpir ekki þarna suðurfrá á heitari svæði, sérstaklega ef varpið bregst hér norður frá? Svarið er mjög einfalt, fengitíminn er 1x á ári og krían kemur hingað sökum ætis. landrýmis og færri meindýra (vargs). Ætið hefur brugðist og því er léleg nýliðun sem veldur því að sérfræðingar tala um að jaðri við hrun í stofninum síðustu ár. Blesgæsin flýgur til Grænlands í þessum tilgangi.

Það er ekki að ástæðulausu að menn friða fugl eins og lundann þar sem líftími þeirra er ekki langur og ef nýliðun er sama og engin að þá geta ekki liðið mörg ár áður en hann verður komin á lista yfir fugla í útrýmingahættu sem hann er á góðri leið með að lenda á

Skrifað þann 13 August 2015 kl 22:28

RJ

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru gæsir seinni í ár ?

Thetta er agaetur pistill hja ther, en eg held ad ad sa sem taladi um seinna varp hafi ekki att vid annad en eg sagdi, endurekid varp vegna afalla snemma vors. Tha er edlilega unginn fullthroskadur seinna sumars
Ekki tala nidur til manna.

Skrifað þann 13 August 2015 kl 23:43

Sveppagreifinn

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 11 August 2015

Re: Eru gæsir seinni í ár ?

Það var alls ekki meininginn og ef menn lesa það út úr þessum svörum mínum að þá bið ég menn afsökunnar.

Að lokum vill ég bara benda mönnum á að skoða t.d. aðra nytjastofna eins og t.d. fiska því það er nú ekki eins og fiskar ali upp sín seiði. Þar er mikið horft í nýliðun hjá t.d. þorsk, ýsu og loðnu. Ef hrygning misferst hjá þessum stofnum, að þá hrygnir hann ekkert aftur, heldur verður afraksturinn einfaldlega lélegur árgangur. Það á líka við laxfiska. Ástæðan er mjög einföld, því aðeins 1x á ári opnast sá gluggi að viðkomandi stofn telur að náttúrulegar aðstæður sé með þeim hætti að möguleiki afkvæma á að komast af séu hvað bestar og það er sá tími sem tegundinn veðjar á og leggur allt sitt undir. Það er ekkert að ástæðulausu sem við, menn, höfum áttað okkur á að villt dýr er takmörkuð auðlind og þarf að umgangast af ákveðni háttsemi að ekki verði skaði af.

Óska mönnum svo almennt hóflegrar en góðrar veiði í haust smiling

Skrifað þann 14 August 2015 kl 9:04