Eru rifflamót að hverfa ??

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu Hlaðvefsfélagar.

Á heimasíðu Skotfélags Reykjavíkur er greint frá einkar öflugu og árangursríku starfi
þeirra sem standa að framgangi hagglabyssuskotfimi SR og eiga viðkomandi
beztu þakkir skyldar!!
En hvað, ef eitthvað, er að gerast hvað stærri riffla varðar???
Hverjir eru meðlimir útirifflanefndar? Er sú nefnfnd yfirleitt til?
Ég varpa þessum hugleiðingum fram hér á Hlaðvefnum þar sem tilgangslaust er að
eiga við síðu SR ,líklega leiðinlegustu síðu á netinu..þar sem óþægilegum athugasemdum er aldrei svarað.

Mbk,
Magnús Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 3 September 2015 kl 12:14
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

dell

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru rifflamót að hverfa ??

Er aðal ástæðan ekki hvernig rifflakarlarnir setja sig á svo háan hest gagnvart hvor öðrum að það er ótrúlegt að horfa uppá. Og ef saklausum byrjanda verður það á að reyna leita leiðsagnar þá fær hann svoleiðis ræðurnar um hversu vitlausir allir aðrir séu (nema sá sem hann leitaði ráða hjá) þegar þeirri ræðui er lokið þá hefst upptalning á einhverjum andskotans hleðslutölum og falli á kúlu og þunga og dæjum og ég veit ekki hvað og hvað, og ekkert af þessu kostar undir tveimur handleggjum. . Þegar upphaflega spurningin var "hvernig rifil á ég að fá mér til að fella hrein´dýr". Nú er ég kannski að mála skrattan sótsvartan á vegginn, en umræðuborðin og hvernig riflamenn tala við hvorn annan er til háborinnar skammar og hvernig svörin koma frá þeim til nýgræðinga eru hörmung. Þú Magnús ert einn af þeim fáum sem sýnir fulla kurteisi og ert alltaf boðinn og búinn að leiðbeina mönnum en það á ekki við margar aðra. Haglabyssumönnum er skítsama hvort þú sért með Berettu Benelli eða Remma hvað þá Rússa smiling En þú færð alltaf sömu leiðbeiningarnar frá þeim flestum.

Skrifað þann 6 September 2015 kl 8:02

B61

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru rifflamót að hverfa ??

Sæll Magnús

Þetta er réttmæt spurning hjá þér Magnús. Það er ekki mikið um mót hjá SR hvorki fyrir 22cal eða stærri riffla sem eru auglýst. Það virðist vera aðeins eitt mót á ári þ.e. áramótið. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt ef þú berð saman mótagleðina hjá Skaust og SR. Þetta getur ekki annað en farið batnandi hjá SR smiling

Skrifað þann 6 September 2015 kl 10:12

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru rifflamót að hverfa ??

Sælir.
Ekki verð ég var við það hér norðan heiða. 5 mót hér á Króknum, ca 10 á Akureyri, Ólafsfjörður. Húsavík, Austanmenn með öll sín mót. Svo eru það Snæfellsnesið, Ísafjörður, og svo Suðurnesin og Suðurlandið.
Alveg fullt af mótum og meir en maður kemst í með góðu 1-2 mót í hverri viku í það minnsta. Hef ekki mætt öðru en kurteisi og hjálpsemi í hópi okkar riffilmanna hér norðan heiða, menn jafnvel lánandi riffla og búnað hægri/vinstri til að sem flestir geti tekið þátt, og keppendur jafnvel aðstoðandi mótshaldara óumbeðnir og ungmennafélags andinn svífandi yfir vötnunum.
Stundum vinnur maður og stundum tapar maður (oftar hehe) en þegar upp er staðið þá er þetta alltaf jafn helv..... gamann annars væri maður ekki að standa í þessu.
Hvað þessi spjallborð varðar, þá var nú fljótgert að sigta úr þá sem vit var í þegar maður var að byrja og margir góðir sem voru hér á þessu spjalli í þá daga og hjálpuðu mér alla vega mikið og vel, en þeir eru flestir horfnir héðann annað hvort á önnur spjöll eða alveg af netinu, sem er miður.
kv.
Jón Kristjánsson

Skrifað þann 6 September 2015 kl 19:45

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru rifflamót að hverfa ??

Ágætu félagar dell,B61 og Aflabrestur (Jón Kristjánsson)

Takk fyrir að svara og lýsa skoðunum ykkar.
Dell..sárt að heyra hver þín uppllifun af rifflagenginu er....en það
er að mínu mati sannleikskorn í því sem þú segir. Ég hef heyrt nýliða
sem spurði einfaldrar spurningar tekin fyrir Nesið af gífurlegu yfirlæti og dónaskap.
En það undarlega er að það eru þeir sem raunverulega ekkert vit hafa á hlutunum
sem koma svona fram við aðra byrjendur! Þessu þarf að breyta!
Hvað mitt gamla félag, Skotfélag Reykjavíku,r varðar þá var ávalt kosið á aðalfundi
úti rifflanefnd sem í völdust menn sem voru þess megnugir og viljugir að leiðbeina
þeim sem styttra voru komnir.
Þetta heyrir því miður fortíðinni til.

Mbk, Magnús Sigurðsson... hver hóf að starfa með SR 1969.

Skrifað þann 7 September 2015 kl 11:33

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Eru rifflamót að hverfa ??

Það hefur verið nægt framboð af yfirlýsingarglöðum vanvitum á hinum ýmsu spjallborðum, mönnum sem pikkuðu meira á lyklaborð en að skjóta úr byssu. Jafnvel þótt skoðun eins manns sé hugsanlega rétt þá er skoðun annars aðila ekki endilega röng. Þar stendur hnífurinn oft í kúnni. Sumum virðist sárna að þeirra eigin ríkisskoðun sé ekki endilega halelújuð upp í rass og aftur tilbaka. Dæmi um þetta er ég hugðist halda til hreindýraveiða í fyrra. Ég valdi eða réttara sagt Hlað valdi fyrir mig accubond kúlu. Margir óspurðir bentu mér á að þessi kúla væri óhæf til veiða. Ef hún myndi hitta á bein þá væri ferðin allt að því ónýt. (Af hverju skyldi ég skjóta í bein, það er ekki eins og kill zone sé á stærð við hagamús)? Til að bæta gráu ofan á svart þá hafði ég hugsað mér að nota cal .308
Einhver orð voru látin falla um að 308 væri óhæft til veiða sökum mikils falls og vindreks. Breytti þá litlu þótt ég svaraði fyrir byssuna og benti á að hún hefði 9 tarfa á samviskunni. Fleiri dráp en margar aðrar byssur Allir tarfarnir skotnir af mönnum með innan við 100 skota reynslu, flestir innan við 30 skot á sínni ferilskrá, færin frá 30-350m
Hvað varðar accubond kúluna þá lét tarfurinn hana sér vel líka og datt niður dauður síðan verkaður og snæddur. Ef Guð og góðir menn lofa þá kemst ég kannski á hreindýraveiðar á næsta ári. 308 verður brúkað og kannski accubond líka eða bara einhver önnur kúla. Ég er nefnilega ekki trúaður á að verkfæri séu mönnum fremri en nú er ég kominn á leið út fyrir það sem um var spurt. Happy hunting everyone smiling

Skrifað þann 7 September 2015 kl 20:14

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Eru rifflamót að hverfa ??

Ágætu félagar.

Þessi þráður hefur tekið óvænta stefnu ....en allt í fínu lagi hvað mig varðar.
Ágæti félagi C47..Ég hef aldrei skilið gagnrýni manna á .308 Win.
Ekki þannig af þetta kalíber sé fullkomið....en það fer að mínu mati fjandi nálægt
því að vera svo!
Ég hef aldrei skotið hreyndýr, þrátt fyrir ótal boð til slíks (fyrir núverandi og ég held
sanngjarnar reglur) hef einfaldlega ekki áhuga á þessum veiðum.
Ágætur félagi minn, sem fellt hefur fjölda hreindýra, segir mér eftirfarandi:
80% dýra eru felld innan við 100m
90% dýra eru felld innan við 200m
99% dýra eru felld innan við 300m

Ef þessi greining félaga míns er rétt þá er .308 Win mikið ágætis hreindýrakalíber.

Skrifað þann 8 September 2015 kl 11:26