Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir ágætu félagar.........og margir hverjir vinir til margra ára (tuga).
Hvað getum við gert til að halda þessum vef gangandi?
Um þennan Hlað vef má með sanni segja hið fornkveðna:
Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur...segir í gamalli en góðri bók.
Ef einhver ykkar,ágætu félagar, eru til þá er ég til í að stofna til einhverskonar
ritnefndar hvers vettvangur væri að halda uppi kurteislegri og fræðandi orðræðu
um allt sem snýr að okkar áhugamálum...skotveiðum.......markskotfimi....alllt sem
snýr að okkur sem eigendum skotvopna...
Ef einhver þarna úti er á sömu skoðun ..vinsamlegast hafðu samband smiling

Með beztu kveðjum,
Magnus Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 4 December 2015 kl 19:57
Sýnir 1 til 16 (Af 16)
15 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Ágætu félagar !!!

Ég held að þetta mál sé þess virði að veita athygli!!

Með beztu kveðjum ,

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 5 December 2015 kl 11:40

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Sammála þér Magnús.

Skrifað þann 5 December 2015 kl 12:00

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Sammála þér Magnús.

Skrifað þann 5 December 2015 kl 12:00

shadow

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Sæll Magnús endilega að halda þessum vef gangandi það er svo gott að geta sótt í viskubrunna reinslumanna og svo geta keift og selt lika Bara gott

Skrifað þann 5 December 2015 kl 18:45

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Sammála þér Magnús.

Skrifað þann 5 December 2015 kl 20:47

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Ágætu Hlaðvefsvinir!

Þakka viðbrögðin...ekki síst þín viðbrörgð "valdur"
Ég held að þú heitir Þorvaldur ...og ert íslennskufræðingur ???
Ef svo er.... gætir þú hjálpað okkur að koma okkar málstað á frammfæri
án kjánanlegra málvitleysa ,,,

Með beztu kveðjum ....

Magnus Sigurðsson

P.s. Af hverju gerum við þetta ekki....

Skrifað þann 5 December 2015 kl 22:44

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Ágætu vinir hér á Hlað vefnum!!

Ykkur mun kunnugt að mér er mjög í mun að halda þessum vef gangandi.
Þessi vefur er okkar titrandi strá útí þann heim sem engu eyrir.
Ágæti félagi Þorvaldur..vinsamlegast hjálpaðu okkur með málfarið!!!

Með beztu kveðjum til ykkar allra...
Magnus Sigurðsson
(sem skrifar z vegan þess að móðir mín kenndi mér það)

Skrifað þann 6 December 2015 kl 14:01

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

til hvers að reyna að halda lífi í vef sem enginn er að sinna ?

til að vefurinn lifi þarf að vera virk stjórn á honum, forritari sem er duglegur við að uppfæra vefinn og virk ritstjórn sem kemur í veg fyrir að þræðir endi í leiðindum.

þetta er gert á ljosmyndakeppni.is og þrátt fyrir þúsundir meðlima og mjög virka stjórn er vefurinn samt að berjast í bökkum, facebook er eiginlega búin að taka við hlutverki spjallborða, kosturinn við það er að þar koma nánast allir fram undir nafni og þar eru strangar reglur um hverju má pósta, persónuárásir er auðvelt að kæra til facebook sem lokar aðgöngum hiklaust.

einnig er mun auðveldra að deila myndum og myndböndum og það er mest öll þjóðin á facebook

Skrifað þann 6 December 2015 kl 23:34

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Ég hef mikið meira álitit á okkur skotáhugamönnum en sá sem kýs að hýrast
bakvið "nafnið" 2014...endalausar úrtölur. Maður gæti látið sér til hugar koma að þarna
færi Daníel Sigurðsson...eða einhver álíka mannvitsbrekka?
Ykkur hinum þakka ég góðar undirtektir...stöndum vörð um þetta ágæta spjallborð
....verum kurteisir og reynum að miðla þekkingu til þeirra sem sem eru að ganga fyrstu
skrefin í þessu áhugamáli okkar. !

Með beztu kveðjum,
Magnus Sigurðsson

Skrifað þann 7 December 2015 kl 0:00

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Magnús - þarna gerir þú þig sekan um hegðun sem er ein af ástæðunum að þetta spjallborð er smátt og smátt að deyja út. Hreytir ónotum í Daníel en segir síðan nokkrum setningum neðar " verum kurteisir". Þetta er allt of algeng hér - reyndar af mönnum sem gera þetta undir nafnleynd en ekki undir nafni eins og þú reyndar gerir.

En málið er að það sem Daníel er að segja er einfaldlega rétt. Spjallsvæði eins og þetta eiga mjög undir högg að sækja og það mætti í raun færa rök fyrir að þau séu að deyja út.

Það er bara miklu auðveldara að framkvæma þessa hluti sem spjallborð eins og hlad.is var inni á t.d. Facebook. Ég er meðlimur í nokkrum hópum þar, bæði innlendum og erlendum, og þar eru daglegar umræður um allt milli himins og jarðar sem viðkemur skotfimi og skotveiðum.

Að halda úti spjallborði í dag er pínulítið eins og að reka vídeóleigu - það er komin ný og betri tækin til að leysa þá þörf sem spjallborð/vídeóleigur sáu um áður.

Skrifað þann 7 December 2015 kl 3:32

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Heill og sæll Gísli Snæ

Þakka þér fyrir þarfa ábendingu.
En úrtölur árum saman eru þreytandi!
Skil ég þig rétt að þú sért að gera að tillögu þinni
að Hlað stofni til Facebook síðu í stað spjallborðs.?
Vissulega áhugaverð hugmynd.
Mér finnst myndlíking þín hvað varðar vídeóleigurnar fjandi góð!

Beztu kveðjur,
Magnus.

Skrifað þann 7 December 2015 kl 12:12

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Sæll

Nei ég er ekki að leggja það til. Hlað þarf ekki að gera neitt. Það er nú þegar búið að stofna þessar síður - sölu síður og veiðisíður þar sem menn eru að tala saman. Þess vegna er þetta spjallborð orðið dautt.

Hlað er með sína FB síðu og þar kynna þeir sína vöru og þjónustu - og það dugir frá þeim.

Skrifað þann 7 December 2015 kl 12:29

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Ágæti félagi Gísli Snæ.

Nú er það þannig að ég er meðlimur hinna ýmsu spjallborða víða um heim,
um hin ólíkustu áhugamál...
.bókmentir. málaralist, sagnfræði, uppeldismál, hjólreiðar, laxveiði, svifflug,
búddishma, gyðingdóm, hina Rússnesku rétttrúnaðarkirkju, labradorhunda,...
Ég kýs að hlýfa Hlaðverjum við lengri upptalningu.
Engin stjórnenda þessara (168) spjallborða virðist hafa notið visku þinnar um að þessi
háttur samskipta sé dauður?
Veist þú eitthvað sem þetta fólka veit ekki?

Mbk.
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 11 December 2015 kl 20:44

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Ég er nú bara að vísa í það hvernig þetta spjallsvæði hefur þróast undanfarin ár. Einnig fylgist ég mjög vel með spjallborðum t.d. í USA og þar var meðal annars eitt sem gekk í gegnum miklar breytingar í fyrra. Það hefur ekki náð sér eftir það.

Síðan er það bara deginum ljósara að svona samskipti eru bara að virka mikið betur á Facebook með þeim eiginleikum sem sá vefur hefur upp á að bjóða.

Ég held að við getum verið sammála um það að eftir að þetta spjallborð var "uppfært" þá hefur það ekki plummað sig. Það má jafnvel færa rök fyrir því að sú hnignun hafi byrjað fyrir "uppfærsluna".

Síðan er það þetta með að skrifa ekki undir nafni. Það viðgengst ekki á spjallborðinum hjá Skyttunum og ég held að það hafi hjálpað því spjallborði að ná smá flugi þegar að Hlað spjallborðið dalaði. Reyndar er líka orðið frekar rólegt þar undanfarna mánuði.

Skrifað þann 12 December 2015 kl 21:07

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ágætu félagar á Hlað vefnum.

Ágæti félagi Gísli Snæsmiling

Takk fyrir svarið og upplýsingarnar.

Með beztu kveðjum til þín og allra þinna.
Magnús.

Skrifað þann 13 December 2015 kl 10:24