Heimsmeistamót í Benchrest - til upplýsingar....

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hér var fjallað um heimsmeistaramót fyrir nokkru - í Benchrest.

Kanski hafa menn verið að misskilja eitthvað, þar sem þetta umrædda mót var haldið í grein sem oftast er kölluð BR50. Það er grein í Benchrest sem er skotið með cal 22. Skotfélag Reykjavíkur fékk eitthvað bágt fyrir, eins og svo oft áður fyrir slaka umfjöllun, en því skal haldið til haga að þessi grein er því miður ekki komin á blað, sem komið er hjá félaginu. Meiningin er þó að koma starfi í gang í þessari frábæru og skemmtilegu grein, sem skotin er á 50 metra færi. Tilraun varð gerð fyrir nokkru með þessa grein hjá SR - og vonandi kemst hún í gang á næstunni.

Stí hefur þegar fengið sendar reglur frá Evrópusambandinu, sem hefur þessa grein á sínum snærum - og er meiningn að öll félögin æfi og keppi eftir þeim reglum í framtíðinni. Þetta málefni ætti að koma til umfjöllunar á næsta formannafundi félagana, sem haldin verður í næsta mánuði.

Hér fyrir neðan er linkur á Heimsmeistaramótið í BR50,

Upplýsingar um þetta mót er að finna m.a. á facebook-síðu Skotfélags Reykjavíkur.

http://www.wrabf.com/World%20Championships.html

bestu kveðjur....

Tags:
Skrifað þann 13 October 2015 kl 11:36
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Heimsmeistamót í Benchrest - til upplýsingar....

Félagi Kjartan Friðriksson.

Þakka þér fyrir ábendinguna.
Einhverra hluta vegna skrifaði ég að umrætt HM mót í Benchrest
hafi verið haldið í Ástralíu. það er ekki rétt. Og byðst ég afsökunar þar á.
Þetta árið var mótið haldið í USA / St. Louis nánar til tekið.

En það breytir engu um gagnrýni mína á hvers vegna
ekki er minnst á úrslit þessa HM móts á síðu SR eða STÍ.
Bæði SR og STÍ hafa þessa grein skotfimi á stefnuskrá sinni.
Hvað veldur því að BR, sem keppnisíþrótt, er horfin af mótaskrá SR og STÍ ...??
Ég hygg að engin núlifandi Íslendingur sé til þess betur fallin en þú að svara
einfaldri spurningu minni sem ég hef borið upp áður...án þess að fá svar...
Hverjir ( ef einhverjir) skipa útirifflanefnd Skotfélags Reykjavíkur?

Mbk,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 14 October 2015 kl 23:22

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Heimsmeistamót í Benchrest - til upplýsingar....

Mér kemur þetta mál auðvitað ekkert við. Ég er ekki félagi í SR og nota þeirra aðstöðu lítið og keppi aldrei.
Ég hins vegar velti fyrir mér Magnús hvort ekki sé jafnvel betra að skrifa beint til SR hafir þú athugasemdir varðandi það félag. Þessi vettvangur hér er ætlaður sem almennur spjallþráður um veiði og þess vegna riffil- og haglabyssuskotfimi líka. Hins vegar er þetta spjallsvæði sem og önnur hér á landi svo óvirk að ég efast um að gagnýni þín sem eflaust á fullan rétt á sér nái eyrum þeirra sem taka ættu til sín.

Með kveðju
C47

Skrifað þann 15 October 2015 kl 19:52