Hjálp með Riflasjónauka

spindel

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir allir nú leita eg til ykkar með smá þannig er mál með veksti að það kom móða inn á gamla Tasko sjónaukan minn sem var á sako 222 þannig að mig vantar nýjan aðallega er eg að nota þennan rifil á gæs og önd á svona 60 til 120 metra max og mig langar í einhvað gott sem eg get treist en ekki sem kostar 200 -300 þúsund eg er að fara til USA um páskana og var að spá að versla þar en þá kemur stóra spurningin ef þið væruð í mínum sporum hvað mynduð þið kaupa sem hentar við þessar aðstæður og líka að láta eftir ykkur svo þið væruð sáttir. með fyrirfram þökkum

Halldór

(ps mer þætti vænt um að fá allvöru svör hjá fólki sem vita um hvað þeir tala)

Tags:
Skrifað þann 3 January 2017 kl 22:47
Sýnir 1 til 8 (Af 8)
7 Svör

Sveinbjörn

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hjálp með Riflasjónauka

Gaman að sjá að hér er en þá lífsmark. Varðandi sjónauka í USA þá er oft ágæt úrval af Leupold sjónaukum í þessum stóru búðun eins og Cabellas og BassPro. Svo er oft hægt að fá Bushnell sem kosta lítið og enda oftar en ekki flótlega í ruslafötu.

Sjálfur er ég búinn að nota 222 rem í fjölda ára og byrjaði með sjónauka sem stækkaði 3-9x40. Það var ágætt þar til ég kynnist öðru betra. Ég sé að Hlað er með Meopta sem fer í 18x stækkun og er undir 100þús. Það tel ég vera góðan kost og færðu mikið fyrir aurinn þar.

En það er alltaf gaman að fara til USA og hafir þú tíma skaltu endilega skella þér í veiðibúðir. EN ef þú vilt gera virkilega góð kaup þá ferðu í Walmart og kaupir gallabuxur. Þar færðu svona ómerkilegar eins og Wrangler á 1500kr og flottu merkin á 3000kr.

Bestu kveðjur
Sveinbjörn

Skrifað þann 4 January 2017 kl 9:07

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hjálp með Riflasjónauka

sælir, er með Minox z5 4x20-50 verulega sáttur við þann grip,hef skotið 14-1500 skotum með honum á 270 win. og ekki feilpúst. veit þó ekkert hvað þeir kosta úti í ameríkunni en mæli með honum ef verðið er innan marka.
bkv:Karl

Skrifað þann 5 January 2017 kl 20:21

bjarni

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 4 March 2014

Re: Hjálp með Riflasjónauka

Sæll,

Ef það er ekkert verið að skjóta lengra en 120m þá er ekki þörf á mikilli stækkun, sjónauki með max 9x stækkun er nóg. Þannig að ef það er málið þá er betra að taka minni stækkun og betra gler í staðinn, stækkun kostar nefnilega og betra gler skilar sér í lélegum birtu skilyrðum. Ég myndi mæla með einhverju eins og Leupold VX-3i 3,5-10x50. Hann kostar líklega á milli 50 og 60 þúsund í USA. Ef menn vilja aðeins meira stækkun þá er Leupold VX-3i 4,5-14x50 fínn kostur, líklega ca. 10 þúsund krónum dýrari.
Ég á bæði Bushnell og Leupold í svipuðum verðflokki og mér finnst Leupoldinn betri, bjartari og ræður mun betur við þegar það skín mikil sól á móti og er bjartari í rökkri. Bushenllinn er reyndar með svokallað Rainguard sem á virka vel í rigningu, ég hef bara enn ekki látið reyna á þann fídus á honum þannig að ég get ekki sagt til um hversu vel hann virkar.

Skrifað þann 7 January 2017 kl 14:10

spindel

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hjálp með Riflasjónauka

Takk kærlega fyrir svörin nú hef ég smá hugmynd að fara eftir
kv Halldór

Skrifað þann 9 January 2017 kl 14:19

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hjálp með Riflasjónauka

Sæll ég mundi skoða td Vortex, Minox, leica ef þú ert að spá í ekkert of dýra sjónauka!!
Vortex eru virkilega góð gler sem stamda vel í mun dyrari merkjum, og eru með frábæra ábyrgð ef maður lendir í að skemma þá!! googlaðu þá og Minox!!

Skrifað þann 10 January 2017 kl 2:09

spindel

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hjálp með Riflasjónauka

Takk ísmaðurinn eg skoða þetta

Skrifað þann 10 January 2017 kl 23:43

spindel

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hjálp með Riflasjónauka

ég held að það verði mjög gaman næsta vertíð með nýjan sjónauka og alles get varla beðið
takk kærlega fyrir svörinn allir =-)

Skrifað þann 10 January 2017 kl 23:44