Horfið eftir heiðagæsum

Gaesamalefni

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 August 2012

Sælt veri fólkið.

Nú um helgina, 17. og 16. október, verða heiðagæsir taldar á Bretlandi. Eins og áður er mikilvægt að vita hvort einhver verulegur fjöldi af heiðagæsum sé enn hér á landi svo unnt sé að taka það með í reikninginn. Því vil ég óska eftir því að veiðimenn og aðrir gæsaáhugamenn sem sjá til heiðagæsa um helgina eða verða varir við heiðagæsir á næstu dögum láti mig vita. Gott væri að vita hvar þið sáuð heiðagæsir, hvenær og hve margar þið teljið að þær hafi verið. Þá er einnig gott að fá að vita ef þið vissuð af svæðum þar sem var mikið af heiðagæs en hún nú horfin. Þá vitum við að svæðið er tekið með en vantaði ekki í athugunina.

Ég mun svo taka saman þær upplýsingar sem ég fæ og senda talningaraðilum á Bretlandi sem eru Wildfowl & Wetlands Trust. Þeir gefa svo niðurstöður út í skýrslum árlega og einnig fréttabréf sem heitir Goose news. Þetta er að finna á þessari vefslóð ef þið hafið áhuga: http://monitoring.wwt.org.uk/our-work/goose-swan-monitoring-program...


Upplýsingar um gæsir sem þið sjáið má senda á gaesafrettir@gmail.com eða ats@verkis.is, eða hafa samband í síma 8434924


Með fyrirfram þökk

Arnór Þ. Sigfússon

Tags:
Skrifað þann 16 October 2015 kl 16:25
Sýnir 1 til 1 (Af 1)
0 Svör