Kynning á Bogveiðifélagi Íslands 29 október

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Haldin verður kynning á Bogveiðifélagi Íslands, starfsemi þess og Bogveiði.
Fimmtudagskvöldið 29 október. Kl.20.00-22.00
Hjá Bogfimisetrinu Dugguvogi 2, Gengið inn frá Sæbraut.

Hvetjum alla sem áhuga hafa að kíkja við.

Tags:
Skrifað þann 27 October 2015 kl 0:04
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kynning á Bogveiðifélagi Íslands 29 október

Ágæti félagi Atec.

Afsakaðu fáfræðina...en sá spyr sem ekkert veit!
Eruð þið, ágæta bogfimifólk, að vekja áhuga
landsmanna á íþróttaiðkun eða veiði?
Nú spyr sá sem ekkert veit aftur..má stunda veiðar
með boga og örvum á Íslandi...engir fordómar bara
fullkomið þekkingarleysi!

Meðvinsend,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 27 October 2015 kl 19:33

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Kynning á Bogveiðifélagi Íslands 29 október

Eins og er þá er bogveiði bönnuð hér á landi en margir íslendingar sem veiða erlendis með boga.
Hèr á landi er hægt að stunda 3D bogfimi þar sem skotið er á frauðplast dýr í fullri stærð oft í skógi eða öðrum stöðum sem eru náttúrulegt umhverfi dýranna.

Það er í vinnslu að fá bogveiðar leyfðar hér á landi en tekur sennilega nokkur ár í viðbót

Skrifað þann 27 October 2015 kl 22:31

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kynning á Bogveiðifélagi Íslands 29 október

Sæll Magnús.

Eruð þið, ágæta bogfimifólk, að vekja áhuga
landsmanna á íþróttaiðkun eða veiði?
Nú spyr sá sem ekkert veit aftur..má stunda veiðar
með boga og örvum á Íslandi...engir fordómar bara
fullkomið þekkingarleysi!


Til að svara þér með þínar pælingar.

Bogveiðar á Íslandi eru ekki leyfðar, en er í skoðun.
Við hjá Bogveiðifélaginu eru ekki bara félag um veiði við erum líka með bogfimi og erum að kynna hana líka sem slíkt. Við erum aðilar að IFAA sem er eitt stærsta bogfimisambandið á heimsvísu þegar kemur að fjölda iðkenda. En WA og IFAA eru stærst
Það form af bogfimi 3D sem við erum hvað mest að kynna er eitt vinsælasta formið. Að auki þá viðurkennir World Archery IFAA á jafns við sig er kemur að bogfimi.

Þar sem að í grunnin þá er þetta allt. eins, bara spurning hvað ætlarðu að gera!!
Þér finnst kannski skrítið að afhverju við erum með bogfimi en það er í mörgum löndum þar sem IFAA er partur af t.d eins og hjá okkur Bogveiðifélögum en 3d og field byrjaði enmitt þar.. Svo eru mörg lönd þar sem allt er undir sama hatti. ólympíupartur, IFAA og veiði allir góðir vinir og þannig segi ég að það þyrfti að vera. Við í bogfimidæminu hér á landinu við erum ekki mörg sem erum að berjast í þessu. ég t.d er líka í bogfiminefnd ísí og markmið okkar allra er að vinna að því að aukahróður bogfimi í hvaða formi semer óháð útfærslum eða öðru. og líka stuðla að einingu um bogaeign óháð notkun. ekki vera hver uppi á móti hvor öðrum eins og virðist vera með annað sport hér á landi og allir benda á hvorn annann.

Vona að þetta svari einhverju.

Ef eitthvað er ekki alveg ljóst endilega vertu í bandi og ég skal glaður spjalla. smiling
Kv
Indriði
s:825-4627

Skrifað þann 23 November 2015 kl 11:24