Magasín í gamlan Sako 22.LR

Fowler

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Mér var að áskotnast gamall (30-40 ára) gamall Sako 22.LR sem hefur nánast ekkert verið notaður og ekki verið skotið úr honum í yfir 10 ár. Hann var óskráður en ég er búinn að fá hann skráðan hjá Lögreglunni og prufaði hann áðan og hann svínvirkar ennþá. Ekkert magasín er á rifflinum og er það víst búið að vera týnt í 20 ár svo ég spyr ykkur sérfræðingar hvar fæ ég svoleiðis ? Passar magasín af nýjum sambærilegum riffli eða þarf að finna magasín úr sömu týpu og árgerð ?

Tags:
Skrifað þann 17 October 2013 kl 17:41
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Magasín í gamlan Sako 22.LR

Sæll, og til hamingju með gripinn.

Gætir tékkað á Svenna og Jóa í veiðideildinni hjá Ellingsen,þeir eru með umboðið og alveg
ágætis séns að það sé hægt að fá þetta þar.......
....ef ekki þá skal ég kaupa gripinn af þér á sanngjörnu verði smiling

kv.
Guðmann

Skrifað þann 17 October 2013 kl 17:44

Fowler

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Magasín í gamlan Sako 22.LR

Takk fyrir það, ég kíki á þá og athuga hvað þeir segja. En þessi verður ekki seldur þar sem ég erfði hann eftir afa minn og hann er búinn að vera í fjölskyldunni í öll þessi ár smiling

Önnur spurning, það er ekki kíkir á rifflinum og ég ætla að bæta úr því en þá er málið hvað á að kaupa. Er þessi ekki alveg nóghttp://www.vesturrost.is/?p=7870... eða mælið þið með einhverjum öðrum ?

Skrifað þann 17 October 2013 kl 17:55

Kiddi82

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 2 September 2013

Re: Magasín í gamlan Sako 22.LR

http://www.eurooptic.com/sako-quad-magazine-sqm22-17.aspx
er þetta ekki það sem þú ert að leita af.. líka til 10 skota magasín fyrir sama verð
hérnahttp://www.eurooptic.com/sako-quad-magazine-s5950367.aspx...
en sendingargjald er 50$ þannig þetta myndi kosta sirka 14.000 hingað komið.

Skrifað þann 17 October 2013 kl 18:08