Námur og svæði í nágrenni RVK

rvk1

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 21 April 2013

Daginn

Hvar í nágrenni Reykjavíkur er mögulegt að dusta rykið af gripunum og óhætt að skjóta aðeins á mark án þess að vera öðrum til ama?

Tags:
Skrifað þann 21 April 2013 kl 15:16
Sýnir 1 til 20 (Af 48)
47 Svör

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

http://skotvellir.is/

Skrifað þann 21 April 2013 kl 16:14

P173006

Svör samtals: 34
Virk(ur) síðan: 29 July 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Geyma hann bara undir rykinu þangað til að þú hefur safnað þér nógu miklum pening til að getað notað aðstöðu skotfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú hefur ekki efni á að nota þessar fínu aðstöður sem þessi félög bjóða uppá, hefurðu ekkert að gera með að æfa þig fyrir veiði.
Það er ótrúlega mikið af fólki sem stundar útivist allstaðar á reykjanesskaganum, sem þarf ekki á því að halda að kreppuskyttur séu skjótandi allt í kringum þau.

Kv. Kristófer Ragnarsson

Skrifað þann 21 April 2013 kl 17:05

rvk1

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 21 April 2013

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Hefur ekkert með kreppu að gera. Borga mig reglulega inn á skotsvæðin hérna í kring. Þau eru bara ekki beint með hentugasta opnunartímann fyrir mig - og mig langaði að skreppa í gær afþví ég hafði lausan tíma og kastaði því fram pósti hérna.

Og ég nefndi nú einmitt námu afþví ég hef ekki minnsta áhuga á að vera að þvælast fyrir útivistafólki.

En takk fyrir svarið Kristófer. Þú ert fínn.

Skrifað þann 22 April 2013 kl 9:43

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Hvernig er með skotsvæðið við Hafnir. Er það ekki opið félagsmönnum á öllum tímum sólarhrings. Eða er það misskilningur hjá mér.

Skrifað þann 22 April 2013 kl 10:36

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

http://www.keflavik.is/skot/

ársgjald 8000kr
lyklagjald 2000kr

Og þú hefur aðgang að svæðinu þegar þér hentar.

Skrifað þann 22 April 2013 kl 11:45

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

eru skotveiðimenn semsagt ekki útivistar fólk ???? ég hef eitthvað misskilið þetta.
ég fer helst á fjöll til æfinga og ég man bara ekki eftir að hafa verið fyrir neinum hingað til enda nægt pláss fyrir allt útivistar fólk upp um allar heiðar.
kveðja Kalli klúbblausi

Skrifað þann 22 April 2013 kl 15:50

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Mig minnir (skal reyna finna reglugerð/lög sem segja það orðrétt) að þú megir ekki "æfa" þig nema á viðurkenndum æfingasvæðum.

Skrifað þann 22 April 2013 kl 16:28

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

dgs þú mátt reyna lengi til að fynna það
kveðja Kalli lagabókstafur

Skrifað þann 22 April 2013 kl 17:40

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Því miður fyrir þig Kalli lagabókstafur. Þá er þetta allt í vopnalögunum, þurfti ekki langa leit til:

Vopnalög 1998 nr. 16 25. mars

24. gr. Skotfélagi eða öðrum er óheimilt að efna til skotkeppni eða skotæfinga á öðru svæði en lögreglustjóri hefur leyft að notað verði til slíkrar starfsemi.

Kveðja
Björn

Skrifað þann 22 April 2013 kl 19:06

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

ekki bulla barn , það var engin að tala um skipulagðar keppnir eða æfingar fyrir þeim þarf sérstagt leyfi (sem klúbbarnir hafa)
þetta á ekki við um þann sem sem gengur um hálendið með sitt vopn og æfir sig nú og eða veiðir og auðvitað með próf og réttindi á það vopn sem hann ber.
kveðja .kalli mannréttinda

Skrifað þann 22 April 2013 kl 19:30

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Reglurnar tala ekkert um "skipulagðar" æfingar eins og þú. Einungis að það sé óheimilt að efna til æfinga. Sem segir sig eiginlega sjálft. Hvernig ætlar þú annars að tryggja öryggi annarra ef þú ert að æfa þig með riffli þar sem kill distance er 3 kílómetrar?
Hættu sjálfur þessu bulli

p.s langt er síðan einhver kallaði mig barn, ég þakka pent fyrir smiling

Skrifað þann 22 April 2013 kl 21:01

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Í guðanna bænum hættu nú að gera þig að fífli, veist ósköp vel að það má skjóta leirdúfur og dósir á mörgum stöðum.
Það má skjóta af byssu í nánast hvaða almenningi sem er og þó þú reynir að oftúlka reglurnar þá breytir það þeirri staðreynd ekki.

Prófaðu að bjalla í Snorra eða Jónas og gáðu hvort þeir gefi þér ekki leyfi til að fara með leirdúfukastara niðrí næstu fjöru eða upp á næstu heiði eða hvort þú þurfir að fara með hann á skotsvæði og nota hann þar. Eða eru kastararnir og leirdúfurnar sem hlað og allar aðrar verslanirnar eru að selja kannski ólöglegt líka?

En þú sem stofnaðir þráðinn, ef þú skilur eftir email hérna þá skal ég benda þér á nokkra staði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sem þú getur farið á óáreittur.

Skrifað þann 23 April 2013 kl 0:39

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

en annars mæli ég sterklega með að styrkja skotkef um 10kallinn, það er fátt skemmtilegra en að fara þar í miðnæturæfingar á sumrin, yfirleitt góður félagsskapur þar sem fylgir góða veðrinu

Skrifað þann 23 April 2013 kl 0:41

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Ég spurði lögregluna að þessu fyrir nokkru og fékk eftirfarandi svör

Sæll. Þetta er ansi góð spurning og sem iðkandi skotíþróttar sjálfur, þá getur þetta verið soldið snúið þar sem lögin segja í raun ekki almennilega hvar megi nota tækin, nema það sem fram kemur í grein 21 í lögunum. Sannarlega er alltaf öruggast að skjóta á skotsvæðum en utan þess má segja að utan þéttbýlis sé notkun heimil, en lögin segja að ekki megi skjóta á almannafæri eða þar sem hætta getur stafað af. sbr.21 gr.laganna. Þar er segir einnig að ekki megi skjóta á landi annars, án leyfis landeiganda. Þannig er það þannig að oftast er best að fara með reyndum mönnum og finna heppilegan stað til æfinga og muna sérstaklega vel eftir því að þrífa vel eftir sig.
Reglugerðina má finna hérna:
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/787-1998...
Lögin eru svo hérna:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1998016.html...

Nokkuð augljóst að þetta má ef menn hafa yfir að búa viti til þess að afla sér upplýsinga um landsvæði auk "dass" af almennri skynsemi smiling Málið útkljáð.

Kv. Tóti

Skrifað þann 23 April 2013 kl 1:02

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Tóti, fékku þetta frá Jónasi?

Skrifað þann 23 April 2013 kl 7:31

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Þá er þetta á hreinu

Skrifað þann 23 April 2013 kl 8:35

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Sælir aftur

dgs, nei. Ég fékk þessi svör beint frá lögreglunni.

C47, já. Þó lögin séu í raun frekar fámál/loðin um þetta þá held ég að þetta sýni að engin eigi að lenda í vandræðum þó hann fari út í almenning og skjóti, svo lengi sem það er ekki "á almannafæri". Eins asnalega og það hljómar.

Skrifað þann 23 April 2013 kl 9:31

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Sæll TotiOla

Mér dettur ekki til hugar að halda fram einhverju sem er rangt eða allavega hægt að túlka okkur í vil. Tek þetta á mitt breiða bak. Ég einfaldlega las svona í lögin smiling

Skrifað þann 23 April 2013 kl 10:27

Giorgio

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Námur og svæði í nágrenni RVK

Félagar, þó svo að 24.gr. laganna segi að ekki megi efna til æfinga annarsstaðar en þar sem lögregla hafi heimilað, getur verið gagnlegt að skoða skýringarnar við lögin. Merkilegt að Jónasi hafi ekki dottið í hug að skoða það sem fram kemur í skýringum við 24.gr.:

" Í þessari grein er ákvæði sem er í samræmi við 23. gr. gildandi laga þar sem mælt er fyrir um að óheimilt sé að efna til skotkeppni eða skotæfinga nema á svæði sem hlotið hefur viðurkenningu lögreglustjóra. Í því felst að skotfélögum er óheimilt að koma sér upp æfingaaðstöðu án þess að lögreglustjóri samþykki að svæðið sé notað fyrir slíka starfsemi. Með þessu er ekki ætlunin að koma í veg fyrir venjulega notkun skotvopna, svo sem prófun þeirra við eðlilegar aðstæður."

Greinin snýr því einmitt að skipulögðum æfingum skotfélaga, en EKKI að einstaklingum sem langar að viðra byssurnar sínar. Það MÁ því fara með byssuna sína út í móa og skjóta í mark svo framarlega sem öðrum reglum sé fylgt (fjarlægð frá vegi, almenningur osfrv.).

Skrifað þann 23 April 2013 kl 11:38
« Previous123Next »