Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sæl öll sömul.

Nú er áramótinu lokið og höfum við fengið ákveðna reynslu af því fyrirkomulagi sem á því var.

Hver er ykkar skoðun á því fyrirkomulagi innanfélags móta að skjóta grúppur (eða score) á mismunandi færum þannig að menn geta skotið "any rifle, any rest, any scope" ?

Er það ekki heppilegra heldur en að búta þetta allt niður í þunga riffils, sjónaukastækkanir og kalíber eftir heimatilbúnum reglum sem enginn er sammála um hverjar eiga að vera ?

STÍ mót verða að sjálfsögðu haldin eftir þeim reglum og flokkaskiptingu sem kveðið er á um.

Tags:
Skrifað þann 10 January 2013 kl 14:44
Sýnir 1 til 20 (Af 85)
84 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

score mót á 200-300m eru fín með þessum reglum, en grúppumót á 100m og jafnvel score mót er tilgangslaust að taka þátt í með öðru en ppc/br

Skrifað þann 10 January 2013 kl 15:24

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Tilgangslaust með öðru en 6mm PPC/BR á 100 metrum ?

Hvernig þá ?

Skrifað þann 10 January 2013 kl 15:47

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Keppni snýst venjulega um að reyna að vinna, líkurnar á að venjulegur veiðiriffill geti unnið 100m unlimited grúppumót eru nákvæmlega engar, en þegar komið er á 300m aukast líkur veiði riffilsins verulega þar sem hann er með talsvert þyngri kúlur.

Af hverju ætti einhver með rössler í .243 að borga keppnisgjöld þegar hann veit að það eru engar líkur á verðlaunasæti ?

Skrifað þann 10 January 2013 kl 17:03

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

...hvar lastu þetta?

Kv. Hnulli

Skrifað þann 10 January 2013 kl 17:34

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

las hver hvað ?

Skrifað þann 10 January 2013 kl 17:49

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Hafa venjulegir veiðirifflar verið að vinna mikið af benchrest mótum á 200 og 300 metrum þá ?

Heldur þú sem sagt að allir þeir sem höfðu gaman af því að vera með á mótinu hafi reiknað fastlega með því að vinna og orðið vonsviknir yfir að hafa spanderað í mótsgjaldið þegar það gekk ekki eftir ?

Skrifað þann 10 January 2013 kl 17:53

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Á áramótinu var 6ppc í fyrsta og sjöunda sæti, 2-6 sæti voru ýmis algeng veiðikaliber

Helmingur þáttakenda voru með .308

Skrifað þann 10 January 2013 kl 18:36

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

mér fannst þetta fyrirkomulag alveg ágætt. þessar flokka skiptingar hafa alltaf verið frekar loðnar og erfiðar viðureignar.
persónulega var ég þarna til að keppa við sjálfan mig í góðum félagsskap. og ég man ekki betur en flestir ef ekki allir hafi skemmt sér vel.

en burt séð frá þessu, þá veit ég ekki betur en að það sé engum til fyrirstöðu að skipuleggja mót þar sem keppt er í flokkum.

Skrifað þann 10 January 2013 kl 19:00

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Ágætu félagar.

Af hverju þurfa umræður hér alltaf að þróast með þessum hætti?

Ég styð 200 - 300 m kepnnir ..opin flokkur...... ef við ætlum að reyna
að fjölga þeim sem áhuga hafa á að koma sér upp nákvæmari rifflum...
og, ekki síður, vegna hinna fjölmörgu sem vilja láta á það reyna hvað þeirra
uppáhalds riffill gerir!!
Að mínu mati hefur Daníel rétt fyrir sér hvað varðar 100 m keppnir.
Engin á raunhæfa möguleika á móti 6PPC/6BR eða .30 BR á því færi.
Þetta er bara staðreynd hvort heldur mönnum líkar hún betur eða verr.
Svo maður tali nú aðeins um það sem aldrei verður; hugsið ykkur ef
svæðið okkar byði uppá 600 m.....þá væri landslagið allt annað hvað
varðar sigurmöguleika í Score!!
Þér er ég hræddur um að 6.5mm / 7mm og .30 kalíberin myndu ráða ríkjum.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 10 January 2013 kl 20:30

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

...afsakið að ég hafi verið að blanda mér í þráðinn.. ég er ekki meðlimur SR, en hef þó áhuga áhuga á nákvæmnisskotfimi...

setti útá svarið hjá byssur áður í dag þar sem að mér fannst það hroki einsog hann talaði áðan..

(verður hann þó að afsaka ef mig hefur mismint um hvaða caliberum hann hefur yfir að ráða, eða hyggur á að nota í sumar).

þsð finnst mér kjánalegt að tala um að fólk myndi ekki mæta þó menn eða konur eiga ekki það kaliber sem hentar allra best á tiltekið færi. Mótsgjöld hafa mér aðvitandi ekki sett nokkurn á hliðina í skiptum fyrir dagsskemmtun, og þeir sem keppa ekki án þess telja sig örugga um að vinna eru aumir, og hafa þá oftast til vara afsökun um hvað fór úrskeiðis.

Mér þykir þetta góð hugmynd hjá þér Bergur, þ.e.gæti orðið skemmtileg blanda, og því fleiri mót því betra

kv.Hnulli

Skrifað þann 10 January 2013 kl 23:07

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Byssur , ég keppi alltaf með minn 30br í grúppu og er alltaf neðstur af br hv rifflunum
og hvað segir það....
Burtséð frá hvaða skotfélagi þið eruð í endilega komið með ykkar skoðanir.
Einn sem skítur sér til ánægju.
Siggi

Skrifað þann 11 January 2013 kl 10:27

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Ég skít bara til að fá ekki í magann..

Ég skýt hinsvegar mér ti ánægju...

Betra að hafa málfræðina á hreinu ;)

Skrifað þann 11 January 2013 kl 11:47

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Veistu nema að ég hafi gert nokkra málvillu ?
Ef þetta fékk einhvern til að brosa að þá var tilganginum náðsmiling

Skrifað þann 11 January 2013 kl 16:08

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Ágætu félagar!

Til hvers að slá sig til riddara vegna þess að
einhver besti félagi okkar gerði ritvillu!!??
Virðum heldur þennan ágæata félaga sem þann
sem gerði ykkur kleift að halda síðbúið Áramót!!

Takk ..ágæti vinur Sigurður Hallgrímsson!!
Það er vegna manna eins og þín að hlutirnir
ganga hjá SR....takk ágæti vinur!!

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 11 January 2013 kl 22:37

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

það verður nú líka að vera hægt að brosa og gera grín að svona þekktum villum.. þessvegna tala golfarar bara um að slá.. svo þeir séu ekki gripnir við að skíta á greenið ;)

Skrifað þann 12 January 2013 kl 14:14

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Þá er það fullreynt að reyna að setja hér inn eitthvað sem hugsanlega gæti verið vit í.

Já maður bara spyr Sig hvert þetta spjallborð er farið.

Skrifað þann 12 January 2013 kl 14:21

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Sæll Bergur

Ég skal gera tilraun til þess að ná þessum þræði upp úr skítunum aftur, því raunverulega er upphaflega innleggið ágætt, þó ég efist um að það þjóni tilgangi fyrir mig að tjá mína skoðun á málefninu þar sem ég hef lítið með það að gera.

Ég hef áður skrifað langa ritgerð um það sem mér finnst um þetta mál og skoðun mín hefur ekki mikið breyst. Ég vil þrjá flokka fyrir svona mót.

Veiðirifflar -> Rifflar sem eru bara beint úr boxinu, ekki má bedda eða skipta um gikk eða hlaup eða bara yfir höfuð gera nokkuð við.

Custom & Tactical -> Tactical rifflar segir sig sjálft, SAKO TRG, SigSauer STR200/SSG3000, Jalonen og allir rifflar í þeim flokki ásamt þeim sem búið er að eiga eitthvað við, skiptir þá ekki máli hvað lítið, innan skynsemismarka þó. Það myndi t.d. ekki kallast Custom að kaupa sér nýtt SAKO hlaup á Sakoinn sinn, en ef það væri Krieger, Hart, Lilja eða eitthvað annað Match hlaup þá er það breittur riffill því við verðum að draga mörkin eitthverstaðar.

Benchrest -> Allir þessir fínu rifflar sem eru með svona flötu forskepti, gerðir til þess að skjóta free recoil eða hvað þetta er nú kallað.

Þetta finnst mér skynsamlegasta leiðin til þess að flokka riffla, en fæ ekki neinar undirtektir við þetta og því hef ég ekki nennt að halda þessari umræðu á lofti.

Þetta mál er mér líka að mestu leiti óviðkomandi þar sem ég hef ekki með nein mót með stórum rifflum að gera, svona fyrir utan Tófumótið hjá SFK, sem mér finnst eitt skemmtilegasta keppnis fyrirkomulagið af þeim mótum sem í boði eru fyrir stóra riffla. En það helgast af því að ég er aðalega veiðimaður þegar kemur að stórum rifflum og hef ekki mikinn áhuga á 0.0XX tommum, ég fæ allt sem ég þarf út úr því að skjóta 60 skot liggjandi hvað markskytterí varðar, þó stefnan sé tekin á að lengja það í 300 metra næsta sumar.

Vona að þetta útskýri að eitthverju leiti fyrir þér mína afstöðu til þessara móta. Ég tek það þó fram að mér er algjörlega að meinalausu að keppa í mótum í opnum flokki við BR menn og ég geri það örugglega ef ég hef tíma til í framtíðinni.

Yfirleitt nenni ég líka ekki að ræða svona hluti hér, vegna þess að þetta fer oftast fljótlega út í svona vitleysu eins og í öðrum, þriðja og fjórða pósti þessarar þráðar. Þar sem Daníel kemur með eitthvað komment sem kemur þræðinum og umræðuni ekkert við og þú (ásamt fleirum) getur ekki á þér setið krefja hann ferkari skíringa, svona eins og til þess að reka hann út í horn... þangað til hann segir eitthvað heimskulegt svo það sé hægt að hrauna yfir hann.

Þú mættir stundum bara leiða vitleysuna hjá þér og bíða eftir vitrænu svari, það kæmi umræðuni líklega á hærra plan.

Skrifað þann 12 January 2013 kl 18:18

Kevin West

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Ég hef sama álit á þessu mótafyrirkomulagi og Stebbi Sniper, þannig fyrirkomulag eða flokkaskipting ætti að draga menn að.

Skrifað þann 12 January 2013 kl 22:26

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Opin félagsmót SR á árinu 2013 í riffil skotfimi.

Stebbi Sniper,,,eða Stefán leyniskytta ?!
Ég heiti að vísu ekki Bergur...

Benchrest -> Allir þessir fínu rifflar sem eru með svona flötu forskepti, gerðir til þess að skjóta free recoil eða hvað þetta er nú kallað.

Hvaða boðskapur er þetta ?
Ef þú heldur að það sé nóg að vera með flatt forskepti
og skjóta free recoil eða hvað þetta er nú kallað.....??

ertu á villigötum...svo vægt sé til orða tekið!
Nú veit ég auðvitað ekkert hver þú ert vegna þess
að þú kýst að nota dulnefni....??
Af hverju setur þú þig ekki í samband við okkur þessa
undarlegu BR menn og við skulum, með glöðu geði,
kynna fyrir þér það sem við erum að gera....
hvað þarf til að ná árangri ef markmiðið er að bæta
tæki sín og ekki síður sjálfan sig!!
Þú ert innilega velkominn!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 13 January 2013 kl 20:40
« Previous12345Next »