Áramót SR í riffli

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Er þetta opið mót?
og ef svo er, hvar er hægt að finna upplýsingar um það?

Fréttin inná sr.is er ekki beinlínis yfirfull af upplýsingum.

Tags:
Skrifað þann 27 December 2013 kl 13:19
Sýnir 1 til 20 (Af 69)
68 Svör

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sæll, uppl um mótið eru komnar á síðu 2 á SR síðunni. Mánudagur, 16. desember 2013 12:54
Jú jú galopið smiling
kveðja siggi

Skrifað þann 27 December 2013 kl 13:39

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Áramót SR í riffli

Snillingur, þakka þetta

Skrifað þann 27 December 2013 kl 13:58

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Gleðilega Hátíð - Hér er fréttin á SR:

Áramót Skotfélags Reykjavíkur í riffilskotfimi verður haldið á skotsvæði félagsins Álfsnesi á gamlársdag þann 31. Desember. Mæting er kl 10:00 og verður byrjað strax og birta leyfir.

Keppt verður í 2 flokkum, með rest og afturpoka annars vegar og af tvífæti og án afturstuðnings hins vegar. Þáttaka er öllum frjáls en hlaupabremsur eru bannaðar.

Skotið verður á scoreskífur 5 skot á 100 metrum 5 skot á 200 metrum og 5 skot á 300 metrum ef tími gefst til. Mótsnefnd áskilur sér hins vegar rétt til breytinga ef fjöldi þáttakenda er meiri en svo að tími vinnist til eða vegna veðurs .

Farið verður nánar yfir reglurnar á staðnum.

Þáttökugjald er kr 1000 fyrir félagsmenn SR. en kr 2000 fyrir aðra. Þeir sem vilja taka þátt þurfa að skrá sig hjá SR: sr@sr.is.

Riffilnefnd Skotfélags Reykjavíkur.

Bestu kveðjur....

Skrifað þann 27 December 2013 kl 16:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Ágætu félagar.

Kjartan, skil ég þetta rétt... að það séu engin þyngdarmörk?
Það er ekkert minnst á þetta atriði svo mér finnst rétt að spyrja.

Bestu kveðjur,

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 27 December 2013 kl 18:31

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Skráningu í mótið hefur verið framlengd til 30. des - til kl 18:00...

Og engin þyngdarmörk á rifflum.

Mótið er opið öllum riffiláhugamönnum - félagsmenn greiða 1000kr og þeir sem ekki eru með greitt árgjald í SR greiða 2000kr.

Góða skemmtun.

bestu kveðjur.......

Skrifað þann 28 December 2013 kl 15:45

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Af hverju kostar meira fyrir aðra en félagsmenn í svona móti?
Finnst þetta mjög spes.

Feldur

Skrifað þann 28 December 2013 kl 18:18

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Ágætu félagar.

Takk fyrir svarið Kjartan!

Svo ég svari þér ágæti Feldur... þótt það sé nú ekki mitt nú um stundir:
Félagar í Skotfélagi Reykjavíkur hafa, margir, til áratuga greitt í sjóð félagsins
svo reisa mætti skotsvæði jafn veglegt og raun ber vitni.
Því í ósköpunum ættu þeir að greiða sama gjald og þeir sem
eiga leið hjá einu sinni á ári??

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
sem fyrst greiddi árgjald til SR í október 1969.

Skrifað þann 28 December 2013 kl 21:42

K-pax

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sælir Magnús og Feldur, tek undir með Feldinum. Ég held að allir þeir sem hafa gaman af keppnum sem þessum séu í skotfélagi og borgi þar af leiðandi gjald til síns félags þó það sé ekki endilega SR. Skaust hefur haldið ansi skemmtilegar keppnir og allir borga sama gjald. Utanbæjardúddum eins og mér finnst við jafnvel vera velkomnir. En það er þó virðingarvert að SR bjóði upp á opið mót. En eitt þúsund íslenskar grínkrónur er hinsvegar ekki mikill peningur. Sjálfur væri ég meira til í að eyða þeim aurum til skotæfinga. Ég held hinsvegar að þessi ákvörðun SR skipti ekki sköpum fyrir rekstur SR. Hvað mættu margir utanfélagsmenn á mótið í fyrra?
Gleðilega hátíð.

Skrifað þann 28 December 2013 kl 23:15

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sælir, ég skal svara þessu fyrir mína hönd.
Mér finnst sjálfsagt að borga meira sem utanfélags maður að mæta í opið
mót hjá öðrum félögum. Það að halda opið mót en ekki bara innanfélags mót
er aukið álag og ef það er ekki umbunað á einhvern hátt munum við fara sennilega í gamla farið !!
Ég vil fá að borga auka bara til að fá að vera með hjá öðrum félögum.

Sjálfur stend ég reglulega fyrir mótahaldi og oftast er það bæði vanþakklátt og tímafrekt fyrir
utan að geta ílla eða ekki tekið þátt í þeim sjálfur. Bæði á Akureyri og hjá Skaust
er mér bannað að koma nálægt mótshaldi því þar er ég gestur og kann ég því ákaflega vel
að fá að taka þátt í móti hjá öðrum og fá bara að keppa og hafa gaman að á eigin forsendum.
Kveðja Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 29 December 2013 kl 0:30

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Sé bara ekki að það sé eitthvað kostnaðarsama að taka saman stigin hjá mér eða SR félaga.

Hélt bara að flest skotfélög vildu fá sem flesta í keppnir (það gæti jú orðið til þess að menn gerðust kannski félagar) og ekki skemmir það fyrir mætingu ef menn borga það sama og allir hinir. Mér finnst (þar af leiðandi mín persónulega skoðun) að með því að borga meira en "aðrir" sé verið að flokka menn eitthvað niður.
Ekki get ég séð að mætingin sé svo svakaleg á þessi mót þarna á suðurlandinu, að álagið sé svo mikið á starfsfólkinu en kannski er það bara rugl í mér.

Ps. Sigurður, þú ert nú nokkuð duglegur að koma allavega árlega austur til okkar hjá Skaust og keppa en þar borga jú bara allir eitt gjald og finnst manni bara annað hálf furðulegt. Það er jú bara gaman að hitta sem flesta og hafa gaman, þetta snýst jú um það á endanum.

Kveðja að austan
Feldur (AKA Ingvar Ísfeld)

Ps. Vona að þeir taki þetta ekki upp hérna á þorrablótunum, að rukka þá sem fara sjaldan á ball, tvöfalt!

Skrifað þann 29 December 2013 kl 0:50

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Áramót SR í riffli

mismunur á mótsgjöldum fer ekki eftir kostnaði við að reikna stigin, þeir sem eru félagsmenn hjá SR borga 15000kr á ári fyrir aðgang að riffilskýlinu, utanfélagsmenn þurfa að greiða 1500kr minnir mig fyrir aðgang.

keppnisgjöldin eru 1000kr fyrir félagsmenn en 2000kr fyrir utanfélagsmenn, en ætti í raun að vera 2500kr þar sem lúgugjaldið ætti að bætast ofaná félagsgjaldið eins og gert er í .22lr mótunum.

það kostar að viðhalda böttum, kynda skýlið ofl. þannig að það er alveg sanngjarnt að allir sem nota aðstöðuna borga fyrir afnotin, annaðhvort með því að borga árgjald eða stakt gjald fyrir hverja notkun.

þeir sem eru ósáttir við að greiða fyrir aðstöðuna geta komið sér fyrir í fjörunni fyrir neðan og skotið þar ;)

Skrifað þann 30 December 2014 kl 16:09

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Það er nú tvennt ólíkt að borga gjald fyrir að fá að æfa sig eða taka þátt í móti þar sem þú skýtur nokkrum skotum en ef þú værir að æfa þig þá hefurðu væntanlega mun meiri tíma (og frið) til að skjóta eins og þig lystir.
Hef ekki enn séð góð rök fyrir þessari auka "skattlagningu".

Hvernig ætli þetta sé hjá golfklúbbunum þegar þeir halda mót, eru utanfélagsmenn þar rukkaðir meir þar sem þeir traðka á grasinu!

Ps. ég skil alveg að menn þurfi að borga sig þarna inn fyrir æfingar en að borga aukalega fyrir mót, það bara skil ég ekki.

Feldur

Skrifað þann 30 December 2014 kl 20:04

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Það kostar drjúgt verðlaunapeningar og dollur + og þeim er reddað í sjálfboðavinnu.
Og ef þetta er ekkert mál að halda skammlítið mót, af hverju fást þá ekki fleiri til
að bjóða krafta sína..
Ég bið menn að gera ekki lítið úr þessari vinnu.
kveðja siggi

Skrifað þann 30 December 2014 kl 20:47

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Siggi, ég veit alveg að þetta er unnið í sjálfboðavinnu og er alls ekki að gera lítið úr þeirri vinnu.
Skil bara ekki, af hverju utanfélagsmenn þurfi að borga helmingi meira fyrir það sama.

Ég er ekki að reyna að æsa neinn upp né stofna til einhverra illinda. Langaði bara að ræða þetta við ykkur.

F

Skrifað þann 30 December 2014 kl 20:51

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Takk feldur. Hér koma mínar hugleyðingar confused
Ég sé nokkrar hliðar á þessu máli og stutta svarið mitt er
að ég vil frekar sjá fleiri mót opin og umbuna þeim þá frekar með að
utanfélagsmenn borgi meira (svo eru ekki allir í skotfélögum).
Sjáum 50BR mótin hjá SR þar hefði hæglega verið hægt að hafa þau innanfélagsmót.....
en menn vildu hafa gaman og allt opið, skotskífan kostar það lítið að það dekkar ekki
verðlaunapeninga og hvað þá eithvað auka umstang.
Jú og eitt enn ef það væri bara eitt gjald til hvers þá að vera félagsmaður ?
Hér er ekkert eitt svar rétt shades
kveðja siggi

Skrifað þann 30 December 2014 kl 21:50

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Ef utanfélagsmenn greiddu sama gjald og félagsmenn væri lítil hvatning til að ganga í félag með tilheyrandi félagsgjöldum. Þeir sem greiða félagsgjöld sem ganga til uppbyggingar og rekstrar félagsaðstöðu eiga þar með hlut í aðstöðunni. Væri sá möguleiki fyrir hendi að utanaðkomandi nýtti sér aðstöðuna án þess að greiða sérstaklega fyrir það liggur fyrir að hvatinn til að vera félagslimur væri verulega minnkaður.
Aukagjaldtaka tíðkast afar víða. Á mínum vinnustað er starfsmannafélag. Í því eru þeir sem það vilja en aðrir ekki. Standi nú félagið fyrir viðburði, keiluferð, þorrablóti, eða öðru greiða utanfélagsmenn hærri upphæð, eða félagið greiðir gjaldið niður fyrir limi, og dettur engum í hug að amast við því.
En SR-ingum get ég gefið ráð. Til að forðast svona athugasemdir má setja dæmið svona upp:
Þátttökugjald í Áramótið er 2000 kall. Félagið greiðir gjald félagsmanna niður um 1000 kall, úr sínum digru sjóðum sem hafa upp safnast vegna fórnfýsi félagsmanna, þannig að þeir greiða 1000 kall en aðrir 2000.
Hljóta þá allir að geta tekið gleði sína.

Skrifað þann 30 December 2014 kl 22:04

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Valdur, hvatningin er auðvitað til staðar þar sem menn eru rukkaðir um 1500 kr fyrir hverja æfingu á svæðinu en árgjald er 15 þús.

Ég er bara að ræða um mót, ekki æfingar.


Finnst spaugilegt að SR þurfi að breyta gjaldskránni til að forðast athugasemdir...

F

Skrifað þann 30 December 2014 kl 22:20

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Áramót SR í riffli

feldur hver er munurinn á æfingu og keppni í notkun á skotsvæðinu ?

td. er venjuleg benchrest æfing 25-50 skot en mót getur farið í 100 skot sé skotið á 2 færum eins og td. íslandsmótið, reikna með að flestir sem þar tóku þátt hafi skotið nálægt 100 skotum.

ef ég fer með veiðiriffilinn á svæðið að æfa mig þá er ég að skjóta 15-25 skotum.

þetta mót á að vera 5 skot á hverju færi 100-200-300m sem gerir 15 skot, hvort það verði upphitun eða sighterar veit ég ekki en það getur tvöfaldað skotafjöldann og jafnvel þrefaldað hann.

slit á böttunum er í raun mun meira á mótum þar sem verið er að skjóta grúppum og menn vanda sig oftast meira en á æfingum, því skemmast battarnir meira og stærri göt myndast á þeim, einnig eru öll kaliber leyfð og því möguleiki á mörgum stórum kaliberum sem skemma enn meira.

við bætist kostnaður við mótið, verðlaun, starfsmenn, skífur ofl. og meirasegja kaffi og snúðar sem er yfirleitt í boði endurgjaldslaust en greitt niður með gjöldum félagsmanna.

ef þú ert ósáttur þá er tvennt í stöðunni, að þú gerist félagsmaður og greiðir 27.000kr fyrir félagsaðild og aðgang að riffilsvæði og greiðir svo bara þúsundkall fyrir að keppa eða hreinlega sleppir því að mæta því áramótið hefur hingað til snúist um að hittast og hafa gaman af, keppnin er bara afsökun til að hitta aðra og fá að skjóta einhverju öðru en flugeldum.. og sleppa jafnvel við heimilisþrifin og uppvaskið á meðan smiling

Skrifað þann 30 December 2014 kl 22:34

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramót SR í riffli

Ágætu félagar.

Er ekki alveg viss um að ég kunni að meta tónin í þeim sem kýs að
leynast bak við nafnið 2014!
...fara niður í fjöru og skjóta þar...hvað áttu við við?

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 30 December 2014 kl 22:42
« Previous1234Next »