Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ég er ákveðinn í að kaupa annaðhvort, vil hafa hreindýrs möguleikann inni. Hvoru myndu menn frekar mæla með og af hverju ? Verður notað í gæs og vonandi einhverjar tófur og annað sem er best dautt.

Tags:
Skrifað þann 25 August 2012 kl 10:52
Sýnir 1 til 20 (Af 36)
35 Svör

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Bæði góð 243 frábær í ref og fugl 6,5x55 kanski betri í hreindýrið,og líka góður í refinn.

Skrifað þann 25 August 2012 kl 11:15

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

tæki 6,5.X55. 243 er vargkaliber og er hvergi leyft á hjartarveiðar í evrópu nema hér á klakanum, og alveg spurning hversu lengi það verði leyft. miklu betur settur með 6,5X55 með 100-120gr kúlu sem þú getur notað í allt á Íslandi.

Skrifað þann 25 August 2012 kl 16:08

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Sammála nafna mínum með 6.5x55 frekar en .243 cal.

Er með T3 Varmint í 6.5x55 SE og er hel-sáttur með græjuna.

Skrifað þann 25 August 2012 kl 17:18

tobad

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Er einhver munur í nákvæmni á þessum kaliberum?

Skrifað þann 25 August 2012 kl 19:43

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Það er ágætt að styðjast við þetta ef að þú ert að spá í fallið og hraðann
http://www.sportsmansguide.com/Outdoors/resource/remington_charts/c...

Skrifað þann 25 August 2012 kl 20:07

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

enginn munur mundi ég halda, allavega í verksmiðjuriffli, getur alveg eins séð mun á nákvæmni í 2 samskonar rifflum í sama kaliberi.

Skrifað þann 25 August 2012 kl 20:46

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Miðað við mína litlu reynslu mundi ég halda (og nú vona ég að ég sé ekki alveg að tala út um rassgatið á mér) að 6.5x55 væri ívið nákvæmara kalíber, þó auðvitað sé rétt hjá tota sesar að þú getur séð sama mun á milli riffla í sama caliberi (you get what you pay for, í flestum tilfellum).

Hinsvegar mundi ég halda að .243 væri með þæginlegri feril, ef þú nennir ekki að læra mikið inn á fall og ætlar að fara að skjóta á lengri færum. T.d. +300 metrum.

Endilega, ef það eru einhverjir hérna með haldbæra reynslu af báðum kalíberum, leiðréttið mig ef ég er að fara með rangt mál.

P.s. rjupur. Ég get ekki opnað þetta skjal. Getur verið að linkurinn sé eitthvað bilaður? Eða eru aðrir hérna að ná að opna þetta?

Skrifað þann 25 August 2012 kl 21:02

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

prufaðu að copera þetta og oppna síðan í einhverjum browser t.d firefox eða explorer
http://www.sportsmansguide.com/Outdoors/resource/remington_charts/c...

Skrifað þann 25 August 2012 kl 21:09

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

það er líka pæling, ef þú ert að skjóta á 300metrum td, hvort kúlufallið sé 31 eða 37 cm? ef þú veist hvert fallið er, skiptir það þá máli? miðað við að riffilinn sé skotinn inn á 100m. annað er að þyngri kúkurnar í 6,5 eru miklu betri til að skjóta á 300m miðað við týbisku 70-80gr. kúlurnar í 243.
en auðvitað er hægt að skjóta á 300m með 243.

Skrifað þann 25 August 2012 kl 21:16

hallhalf

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Ef skjóta á gæsir myndi ég segja að miklu meiri hætta væri á kjötskemmdum ef þú notaðir .243. Ferill .243 er hins vegar mun flatari en mér finnst þetta kaliber reyna mest á brassið (patrónurnar) af þeim kaliberum sem ég hef hlaðið. Nákvæmni kaliberanna er svipuð, og miðað við þau færi sem hreindýr eru yfirleitt skotin á hér á landi, þá dugar 6,5 fínt.

Halldór, Molastöðum

Skrifað þann 26 August 2012 kl 10:11

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

http://ballistics.norma.cc/javapage_US2.asp?Lang=2

hér er hægt að bera saman skot frá norma í hinum ýmsu kaliberum, hægt að breyta innskotsfjarlægðum og fleiri breytum, ætti að gefa ágætishugmynd um mun á kaliberum og mismunandi kúluþyngdum. ekki mikill munur á milli kalibera fyrr en færið er orðið 250m+

velja bara hunting cartrigde.

athyglisvert að bera saman 243 með 80gr kúlu á móti 6,5 með 120 gr bt kúlu.

Skrifað þann 26 August 2012 kl 12:12

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Ok, en hvort haldið þið að myndi skemma gæs meira ? Eru ekki þyngri kúlur í 6.5x55 ?

Skrifað þann 27 August 2012 kl 11:35

Molinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Ég giska á að 243 skemmi meira vegna þess að það hefur meiri hraða.......ég mæli með að fleiri beri sama feril 80 gr. úr 243 við 120 gr. úr 6.5 og sjá að ferillinn á þeim er nánast eins. Það er orðum aukið að segja að 243 sé með mun flatari feril en 6.5x55......svo er einfaldlega ekki og 6.5 hefur hins vegar töluvert minna vindrek sem er mikill plús í veiði........Ég tæki tvímælalaust 6.5 kaliberið.

Skrifað þann 27 August 2012 kl 12:11

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Ágæta Síldarauga (hvað næst?).

toti sesar (?) skrifar:

243 er vargkaliber og er hvergi leyft á hjartarveiðar í evrópu nema hér á klakanum, og alveg spurning hversu lengi það verði leyft.

Warren K. Page höfundur .243 Win.( sem reyndar átti að verða Rem.) kynnti þetta drauma -
hylki sitt ávalt sem Dual Purpose caliber, það er að segja dádýra caliber sem hægt var að
nota til vargskotfimi utan veiðitíma.
Þess vegna er snúningurinn 1-10 twist standard í .243 til þess að skjóta 100 grain kúlu...
ekki 70 til 80 grain. Til þess myndu menn hafa valið 1-14 eða 1-12 twist.

Hvað skildi nú valda því að .243 Win. er eitt af tíu vinsælustu skothylkjum í heimi?

Hvað varðar þá fullyrðingu að .243 Win sé lítið notað við veiðar í Evrópu er rétt
að benda á eftirfarandi.
6mm hlaupvíddin hefur aldrei notið vinsælda í Gamla heiminum, enda hafa margar
þjóðir þess heimshluta reitt sig á hin ýmsu 6.5mm hylki til hernaðar og sagan sýnir
að kalíber sem notað er af hernum nýtur undantekningarlítið vinsælda til veiða.
Til glöggvunar skal bent á vinsældir .308 Wiin og .223 Rem í Bandaríkjunum.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 27 August 2012 kl 13:02

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Ef takmarkið er refur og gæs þá er 243 skemtilegt.
Ef hreindyr og refur eru í sigtinu líka þá 6,5-55.
Einfaldlega vegna þess að það fer betur með þyngri kúlur.
100 gr kúlan er oft leiðinleg í 243 og mín skoðun er að 243 sé svona í lágmarkinu á hreindýr.
Dugar alveg eins og allt ef kúlan endar á réttum stað.

Svo hitt að 243 er helst fyrir þá sem eru of feimnir til að ganga í pilsi opinberlega. smiling wink smiling

6,5-55 er fínt ef hægt er að fá það méð tvisti fyrir sprækar kúlur, svo ekki sé talað um ef magasínið er langt og hægt að fræsa það út í 6,5-284

E.Har
Einar Kr Haraldsson
860 99 55

Skrifað þann 27 August 2012 kl 15:05

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

En þá spyr ég (og hef nú reyndar ekki mikið vit á rifflum) af hverju ekki bara að teygja sig í 270 win eða SM
Hratt, flatt, nákvæmt og drepur flest það sem menn vilja ná með rifflum.
Endilega leiðréttið mig ef ég fer rangt með ég er enn að læra þetta

Skrifað þann 27 August 2012 kl 15:26

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

það að 243 sé ekki notað í gamla heiminum útaf því að 6mm kúlur eru ekki vinsælar er bara ekki rétt, þú verður að nota 140gr. kúlur eða stærri og þá skiptir litlu hvað 243 getur skotið 100gr kúlu vel því hún er langt frá því að vera lögleg.
hvað er síðan gert í vilta vestrinu er síðan annað mál.
með vinsemd
toti sesar

Skrifað þann 27 August 2012 kl 15:36

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Gera bara eins og ég gerði smiling

Taka kúluna úr 6,5 x 55 og setja hana í 243 hylkið = 260 Rem og málið er dautt

Skrifað þann 27 August 2012 kl 20:37

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rifflapæling milli 243 og 6.5x55

Hehehehe smiling Rétt!

Gísli er með lausnina.

Kv. Þórarinn

Skrifað þann 27 August 2012 kl 20:42
« Previous12Next »