Ráðlegggingar varðandi rjúpnaveiði nálægt Húsafelli.

gislijb

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 27 July 2013

Hæ hæ,

Ég er með bústað í Húsafelli fyrstu rjúpnahelgina. Ég þekki svæðið því miður ekki nægilega vel þar í kring og vildi óska eftir smá ráðleggingum.

Skv. korti þá er væri hægt að keyra upp í Kaldadal á staði eins og Presahnjúkur, Hádegisfjall, Þórisdalur lyklafell.

Hefur einhver reynslu af þessum stöðum ? Má veiða þarna, er mikið af veiðimönnum þarna, er einhver fugl þarna.

Ég yrði afar þakklátur fyrir ráðleggingar varðandi þetta svæði.

Tags:
Skrifað þann 14 October 2019 kl 16:57
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

Herbert

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ráðlegggingar varðandi rjúpnaveiði nálægt Húsafelli.

Sæll. Prestahnúkur og Hádegisfellin eru í Geitlandi og það er friðlýst. Húsafellsland nær á vatnaskil á Kaldadal og og ég veit ekki hvort þeir leyfa veiðar. Um önnur svæði er það að segja að margar jarðir ér eru leigðar og Arnarvatnsheiði sunnanverð (land Sjáfseignarstofnunar AG ) er einnig friðað fyrir skotveiðum, Heiðin er eignarland samkv úrskurði Óbyggðanefndar. Þannig að það er fátt um fína drætti í nágrenni Húsafells. Það er smá þjóðlenda sunnanmegin á Kaldadal það getur þú skoðað á vef óbyggðanefndar. kv snorri.

Skrifað þann 26 October 2019 kl 20:31