Íþróttamaður àrsins 2012

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Innilega til hamingju með àrangurinn Ásgeir. Það er magnað að komast à lista yfir 10 bestu íþróttamenn þessa lands sem skotmaður!

Enn og aftur er Ásgeir flottur fulltrúi okkar.

Tags:
Skrifað þann 22 December 2012 kl 12:45
Sýnir 1 til 20 (Af 35)
34 Svör

Kevin West

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Tek undir það með þér Stebbi.
Árangur Ásgeirs er lyftistöng fyrir sportið.

Skrifað þann 22 December 2012 kl 21:55

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

flottur árangur hjá Ásgeiri, en þessi verðlauna afhending er algjör hræsni, hún hefur ekkert með bestu íþróttamenn landsins að gera heldur bestu íþróttamenn innan ÍSÍ, en það er bara svo mikið af íþróttamönnum sem eru ekki innan þess sambands.. og að kalla þessi verðlaun Íþróttamaður ársins er rangnefni.

td. er Annie Mist eina manneskjan í heiminum sem náð hefur heimsmeistaratitli 2 ár í röð í crossfit.
Gunnar Nelson er orðinn main card event og ósigraður í MMA og náð silfri á heimsmeistaramóti í BJJ

hvaða íþróttamenn innan ÍSÍ eru ósigraðir í sinni íþrótt ?
hversu margir heimsmeistarar eru tilnefndir... aðeins einn og það fyrir kraftlyftingar... ekki séns að ÍSÍ láti þá íþrótt fá þessi verðlaun....

Skrifað þann 22 December 2012 kl 22:11

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Ágætu félagar.

Þetta er umhugsunarefni.
Það sem kemur mér mest á óvart, og hefur alltaf gert,
er hversu íslenskum knattspyrnumönnum er gert hátt
undir höfði!? Hvers vegna? Er íslenkur fótbolti hátt skrifaður??
Einn í 10 manna hópi kandídata heitir Aron Pálmarsson.
Hann leikur handknattleik með Evrópumeisturm í íþróttinni.
Hann er talinn ein helsta vonarstjarna sinnar íþróttar á heimsvísu
af öllum sem um þau mál fjalla!
Hann er ekki að verma bekkin hjá einhverjum B liðum.
Hann er barnungur að verða einn aðal burðarás besta
handknattleiskfélags heims!
Kemur hann til greina? Ég held ekki.
Margar furðulegar niðurstöður hafa komið frá þessari samkomu
sem velur Íþróttamann Ársins...til dæmis Heiðar Helguson!?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s En Ásgeir....þú ert okkur til mikils sóma...Takk!

Skrifað þann 22 December 2012 kl 23:18

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Þetta er nú auðvitað ekki svo einfalt, CrossFitt er ekki íþrótt heldur keppni samansett úr mörgum íþróttum eða æfingum réttara sagt, auðvitað er Annie Mist ein mesta afrekskona í heimi..
Það verður enginn heimsmeistari í fimleikum, en hinsvegar eru margir til úr hinum ýmsu greinum fimleika.

Auðvitað þarf sá sem sigrar Íþrótamaður ársins að vera að iðka viðurkenna íþrótt og auvðitað þarf að viðurkenna íþróttir.
Það tekur bara tíma því miður fyrir Annie og Gunnar, (reyndar ertu að ýkja með stöðu Gunnars, hann er að reyna að verða contender með að komast inn í UFC, og hann þarf að vinna amk 5 bardaga þar áður en hann getur farið að búast við titilbardaga, í hans þyngdarflokki eru nú þegar yfir 50manns nú þegar á stað sem hann er ekki kominn á)

Þess fyrir utan þá er sá íþróttamaður sem á þetta mest skilið á listanum, hann Jón Margeir, sem ekki bara setti heimsmet á ólympíuleikunum heldur gjörsamlega rústaði hann því gamla og svo er hann líka hin fullkomna fyrirmynd, hógvær og kemur vel fyrir.

Skrifað þann 22 December 2012 kl 23:51

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Crossfit er ein fjölmennasta íþrótt heims í dag, hún er jafn mikil íþrótt og fótbolti og aðrar boltaíþróttir sem eru í raun samsetning á barnaleikjum eins og eltingaleik ofl.

Gunnar er main card event á Wembley Arena 16. feb. svo hann er orðinn aðal númer, enda talinn á topp 5 yfir efnilegustu bardagamenn heims af þeim sem vita mest um þessa íþrótt.
einnig hefur hann verið einn sterkasti glímumaður heims í sínum þyngdarflokki í BJJ
skoðið barahttp://www.nelson.is til að sjá hvað strákurinn er búinn að afreka.



Árni Ísaks vann svo Cage Contender titil í haust þegar hann barðist á Írlandi.

og svo eru heimsmeistarakeppnir í fimleikum.. sú næsta er 2013.
það eru ekki margir flokkar innan fimleikanna en þó skipt niður svo keppendur verða heimsmeistarar í sínum flokki.. eins og Gólfæfingum, á tækjum eða á hestum.

bara svipað og þyngdarflokkar í sumum íþróttum...

Skrifað þann 23 December 2012 kl 9:03

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Sælir félagar.

Aldrei þessu vant verð ég að taka undir sjónarmið Daníels.

Íþróttafréttamenn fjölmiðla á íslandi eru helteknir af íþróttum þar sem leðurbolti kemur við sögu og hafa þær íþróttir, alla tíð, notið óeðlilegrar velvildar þeirra þegar komið hefur að vali íþróttamanns ársins.

Skýrasta dæmi þess er þegar þeir völdu einhvern fótboltakarl íþróttamann ársins, árið sem Bjarni Friðríksson stóð á verðlaunapalli á Olympíuleikunum í LA.

JAK..............sem yrði ekkert voðalega hissa þótt íþróttafréttaritarar stæðu enn á ný með allt niður um sig.

Viðhengi:

Skrifað þann 23 December 2012 kl 9:45

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Þið eruð að gleyma okkar fremsta íþróttamanni/-konu fyrr og síðar; Kristínu Rós Hákonardóttur, okkar langmest "decoreraða" íþróttamanni. Sama hversu mörg verðlaun hún vann á Ólympíuleikum fatlaðra, gullverðlaun í hrúgum, hún komst hæst held ég í þriðja sæti í vali á Íþróttamanni ársins. Hún var, er og verður minn íþróttamaður ársins.

Skrifað þann 23 December 2012 kl 11:28

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Poipoi

Þú verður að rökstyðja það að crossfit sé ekki íþrótt?

Tugþraut er sett saman úr mörgum greinum, er það þá ekki íþrótt?

Auðvitað er crossfit íþrótt og fellur undir allar skilgreiningar um íþróttir.

Skrifað þann 23 December 2012 kl 12:32

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Málið með t.d. hana Annie Mist er að hún er í kraftlyftingasambandi Íslands (ef mig minnir rétt) og það er partur af ÍSÍ, og eina skilyrðið er að íþróttamaður sé í félagi innan ÍSÍ. Þannig að eins og með hana þá er hún gjaldgeng.

Skrifað þann 23 December 2012 kl 12:45

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

til að vera gjaldgengur til þessara tilnefninga verður þú að afreka eitthvað í íþrótt sem er undir sambandinu, ekki nóg að vera í sambandinu vegna annarra íþrótta.

annars væru bæði Annie Mist og Gunnar Nelson búin að fá þessi verðlaun, Gunni var í landsliðinu í karate og var boðin afreksmannastyrkur ÍSÍ vegna þess, en kemur ekki til greina vegna þess að hann er að keppa í öðrum íþróttum.

eins með Annie Mist, fyrrverandi íslandsmeistari í stangarstökki ofl.

Skrifað þann 23 December 2012 kl 14:46

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Kannski gleymið þið því hverjir velja verðlaunahafana? Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins. Því eru það einungis þeir sem íþróttafréttamenn hafa áhuga á sem atkvæði fá. Og íþróttafréttamenn eru fyrst og fremst valdir vegna áhuga síns á boltaíþróttum, enda eru þær vinsælastar með almenningi. Af því leiðir að þeir sem iðka jaðaríþróttir eiga litla möguleika í þessu kjöri, hversu góðir sem þeir annars kunna að vera.
Hins vegar geri ég ekki ráð fyrir að í bráð finnist fyrirkomulag á þessu kjöri sem allir verða sáttir við og því er það árlegt masefni um jólin hver ætti að fá þau, enda flestir sammála um að einhver annar en þau hreppti sé verðugri.

Skrifað þann 23 December 2012 kl 15:04

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

íþróttafréttamenn fá bara að tilnefna íþróttamenn innan ÍSÍ þar sem þeir gefa verðlaunin.

Gunnar Nelson hefur verið oftar á forsíðu Fréttablaðsins en nokkur annar íþróttamaður á þessu ári, ásamt því að hafa tugi greina um sig inní blaðinu.

þannig að það vantar ekki áhuga fréttamannanna á honum...

einnig var hann valinn í útvarpskosningu í fyrra sem íþróttamaður ársins...

Skrifað þann 23 December 2012 kl 16:03

Brno Nova

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Íþróttamaður ársins er sá einstaklingur sem hefuru framið mesta afrekið á sviði íþrótta síðastliðið ár. Ástæðan fyrir því að knattspyrnumenn eru þarna oft á lista er sú að fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi, því er erfiðara að komast langt í fótbolta heldur en til dæmis í CrossFit. Að spila í einni bestu knattspyrnudeild í heimi er erfiðara heldur en að vera einn af efnilegustu MMA bardagaköppum í heimi.
Nú er ég mjög stolltur af Aroni Pálmasyni, en til gamans má geta stunda fleiri skotveiði á Íslandi heldur en handbolta, og eins og allir vita er handbolti mjög lítið þekkt íþrótt erlendis.

Þess vegna verður að líta á heildarmyndina, er meira afrek að vera í einni bestu deild í heimi í fótbolta eða vera í 10 sæti á ólympíuleikunum í spjótkasti. Ég ætla ekki að fell neinn dóm á það og ég vil alls ekki gera lítið úr afrekum neins, og er ég mjög stolltur af öllu þessu frábæra íþróttafólki sem við eigum.

-BRNO Nova

Skrifað þann 23 December 2012 kl 16:19

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Ætlaði nú ekki að fara út í þessa umræðu en fyrst það eru jól þá smiling

Langar samt að byrja á að segja að mínu mati þá ætti Annie Mist að vera íþróttamaður ársins á eftir Jóni Margeiri og ég sannarlega vona að Gunnar vinni þessi verðlaun um ókomin ár. ég er einungis að segja afhverju CrossFit fellur ekki undir þennan flokk.

Ástæðan fyrir því að crossfit er ekki flokkað sem íþrótt er sú að CrossFit er heilsuræktarfyrirtæki sem var stofnað árið 2000 af ríkum ameríkana sem síðan markaðssetur þessa fyrirtæki betur en flestir og heldur heimsmeistarmótið sjálfur. Þeas þetta er einkarekið!

Reikna með að flestir á þessu spjalli séu með aldur til að sjá afhverju einkarekið fyrirtæki sé ekki flokkað undir íþróttagrein sama hvað það gerir.

Það getur hver sem er búið til nýja "íþróttagrein" með að samsetja einhverjar æfingar eða byrjað að láta keppa í 124metra hlaupi, ef sá aðili er nógu ríkur til að hafa aðlaðandi verðlaun í þeirri hugmynd sinni þá á það hinsvegar alls ekki að vera samasemmerki á að sú keppni sé viðurkennd alþjóðleg íþróttagrein.

Skrifað þann 23 December 2012 kl 17:00

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

jebb - þannig er nú það !

Loks þegar skotíþróttin er komin á blað - um að gera að tala niður allan árangur fyrir okkar hönd !

Hvar í fjandanum á skotíþróttin stuðning - ef ekki hjá þeim sem stundar skotíþróttir - og eða skotfimi utan þeirra greina sem stundaðar eru innan Stí ???????

Ég er ekki alveg að skilja þetta ?

Á ekki bara að banna byssur - eins og sumir vilja ?

Gleðileg jól..........

Skrifað þann 23 December 2012 kl 17:54

maggragg

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Takk fyrir svarið poipoi.

Þú komst akkurat með svarið sem ég var ekki að vonast eftir smiling En það er rétt hjá þér að þetta er einkafyrirtæki. Það myndi aldrei verða tekið inn geri ég ráð fyrir. Hinsvegar er ég fastur á því að þetta er sport og það er íþróttafólk sem stundar crossfit.

Ég var einmitt að vonast eftir þeirri skilgreiningu sem aðili innan ÍSÍ gaf einhverntíman upp um skilgreiningu á íþrótt og taldi crossfit ekki falla inní. En þar uppfyllti hinsvegar fótbolti ekkert skilyrðið smiling Enda sammála Daníel í því að það er bara leikur þar sem annar vinnur hinn, enda ekki hægt að setja met í fótbolta en þetta er út fyrir efnið.

Í ljósi reglanna á þetta að heita "Íþróttamaður ársins innan ÍSÍ" og þá er ekki hægt að kvarta.

Skrifað þann 23 December 2012 kl 17:57

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Kjartan þú getur gleymt öllum stuðningi við STÍ þegar þú tjáir þig fyrir þeirra hönd og gerir ekki annað en að tala niður til okkar... sömu mannanna og þú ert að reyna að fà til að keppa undir merkjum STÍ...
einnig gerirðu ekki annað en að rakka niður allar tilraunir manna til að koma saman og keppa á meðan ekki er verið að keppa eftir þínum reglum... lítill áhugi hjá þeim sem hafa skotfimi að áhugamáli að keppa í þvinguðu umhverfi.
allavegna hef ég ekki áhuga að keppa innan STÍ á meðan þú kemur svona fram í þeirra nafni....

Skrifað þann 23 December 2012 kl 18:42

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

"Re: Íþróttamaður àrsins 2012

Kjartan þú getur gleymt öllum stuðningi við STÍ þegar þú tjáir þig fyrir þeirra hönd og gerir ekki annað en að tala niður til okkar... sömu mannanna og þú ert að reyna að fà til að keppa undir merkjum STÍ...
einnig gerirðu ekki annað en að rakka niður allar tilraunir manna til að koma saman og keppa á meðan ekki er verið að keppa eftir þínum reglum... lítill áhugi hjá þeim sem hafa skotfimi að áhugamáli að keppa í þvinguðu umhverfi.
allavegna hef ég ekki áhuga að keppa innan STÍ á meðan þú kemur svona fram í þeirra nafni...."

Tekið úr skrifum hér að ofan frá byssur.info / dansig.....................................

byssur.info / dansig ?

Hvar tala ég niður tilraunir "okkar" - og hverjir eru "okkar"

Hvar tala ég / skrifa fyrir hönd Stí ?(ég hef ekki umboð til að skrifa hér fyrir hönd Stí - svona til að halda þvi til haga)

Keppa eftir "þínum reglum" - ég hef ekki sett neinar reglur - hvað ertu að tala / skrifa um?

"þvingað" umhverfi - hvað áttu við ?

"Fyrir hverja talar" / skrifar þú, byssur, dansig ?

"allavegna hef ég ekki áhuga að keppa innan STÍ á meðan þú kemur svona fram í þeirra nafni...."

- tekið úr skrifum byssur.info" Hvað áttu við ?

Hvar kem ég fram undir "þeirra nafni" (væntanlega Stí )???

Hér skrifa ég í mínu nafni, ekki það sama og þú gerir, byssur.info / eða dansig, er það ekki rétt hjá mér ?

Ég heiti Kjartan Friðriksson og skrifa undir mínu nafni - og ber ábyrgð á því sem ég skrifa - hér skrifar hver á sína ábyrgð, þ.e. þeir sem skrifa undir fullu nafni !

Hefur þú kjark til þess ??

byssur.info / dansig - hver ert þú sem tekur þér það vald að tala fyrir hönd "OKKAR" hverjir eru það, þe okkar ?

Hvað er að hjá þér ungi maður - sem sér óvini í öllum hornum ?

Gleðileg jól.........

Skrifað þann 23 December 2012 kl 19:10

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Íþróttamaður àrsins 2012

ég stofnaði þráð um daginn í sambandi við 1000m keppni, þú eyðilagðir þráðinn með því að rakka niður tilraunir manna til að halda mót...

það sem hægt var að lesa úr þínum skrifum var að einu mótin sem ætti að halda væru benchrest mót samkvæmt reglum STÍ

þegar þú tjáir þig þá talarðu alltaf eins og þú værir formaður STÍ, ef þú ert ekki þar í stjórn hættu þá troða þeirra boðskap uppá okkur, við erum ekki skotíþróttamenn, þeir eru aðeins örfáir hér á landi, við sem höfum skotfimi að áhugamáli erum ekki félagar í STÍ og stundum skotfimi ekki sem íþrótt og kemur því ekkert við hvernig áhugamál okkar er notað af örfáum einstaklingum í íþróttaskyni...

ef þú ert bara í skotfimi sem íþrótt haltu þig þá á vef STÍ, hér er bara áhugafólk um byssur...

og ég get alveg skrifað undir sem Daniel Sigurðsson, nenni því bara ekki því hér vita flestir hver ég er.

Skrifað þann 23 December 2012 kl 19:56
« Previous12Next »