Skotveiði á Breiðafirði

Doubles

Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Vita menn hvenig það er með Breiðafjörðinn, má skjóta sjófugl þar ( að sjálfsögðu innan veiðitímabils) eða er hann alfarið friðaður á þeim slóðum ?

kv,
Hafliði

Tags:
Skrifað þann 18 July 2015 kl 22:31
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotveiði á Breiðafirði

Fékk áhuga á þessu eftir að lesa ofangreint innslag. Fór því að leita svolítið á netinu til að finna svarið við þessu. Er ekki breiðfirðingur per se en á ættir að rekja til ysta hluta norðanverðra markanna og á því svæði hefur almennt verið talið að skotveiðar væru ekki leifðar í Breiðafirðinum, miklu lengur en sem nemur Breiðarfjarðarnefnd og lögum um veiðar á viltum dýrum og fuglum.
Þetta er nýlegt plagg, sjá kort sem afmarka verndarsvæði Breiðafjarðar ;http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Breidafjordur_vern... og í þessu plaggi er oft vísað í þessi lög :http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994064.html....
Þarna eru friðlýst svæði en ég get ekki séð það klárt að innan VERNDARsvæðisins sé alveg bannað að nota skotvopn á leyfða fugla á leyfðum tímabilum ársins ef fólk er ekki á FRIÐLÝSTUM svæðum. Þessar eyjar og hólmar eru hins vegar í eigu einhvers og þar með landhelgin í kringum þær, svo amk. slíkt leyfi væri nauðsynlegt.
Ég sé við þessa stuttu leit sum sé ekki klárt svar af eða á um þetta innan verndarsvæðisins.
En merkilegt hversu oft er vísað áfram í linkum til frekari upplýsinga og svo vísa þeir linkar jafnvel til baka í upphafslinkinn ;).

smáviðbót:http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Vernd-velferd-og-v... þarna kemur fram m.a. með skotveiði á sel frá Bjargtöngum (og þar með Ósinn á Rauðasandi) var bönnuð með tilskipun frá danska kónginum frá 1885 sýnist mér.

En það eru örugglega aðrir sem hafa mun gleggri mynd af laga- og reglugerðarmálum um þetta ;)

Skrifað þann 19 July 2015 kl 13:13

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotveiði á Breiðafirði

"1.2 Hvað ber að vernda?
Með tilliti til framangreindrar sérstöðu svæðisins
leggur Breiðafjarðarnefnd áherslu á að viðhalda
og vernda eftirfarandi:
» Landslag og landslagsheildir.
» Einstakar jarðmyndanir.
› Hverir í fjörum.
› Fundarstaðir sjaldgæfra bergtegunda.
» Svæði innan verndarsvæðisins þar sem finna
má óvenjulega mikið lífmagn, fjölbreytileika
lífvera og/eða búsvæði sjaldgæfra tegunda.
» Einstakar tegundir lífvera sem eru:
› Undirstaða í fæðukeðju.
› Ábyrgðartegundir[5] Íslendinga.
› Sjaldgæfar tegundir á lands- og/eða
heimsvísu.
» Menningarminjar.
› Uppistandandi hús. Varðveislumat við
gerð húsakannana er forsenda til að taka
ákvörðun um hvaða hús sé æskilegt að
vernda.
› Menningarminjar í hættu. Fornleifaskráning
er forsenda fyrir því að hægt sé
að meta hvort minjar séu í hættu eða ei.
› Örnefni. Skráning örnefna á sjó og landi
er forsenda fyrir því að hægt sé að varðveita
þau."
Maður sér hvergi að veiðar séu bannaðar , það er að segja það sem er leyft að veiða svona almennt,,
Ég var sjálfur með grillur um að þarna væri t.d. selveiðibann, en bóndi á svæðinu sagði það ekki rétt. Svo hafi maður veiðileyfi hjá viðkomandi landeiganda , þá er ekkert til fyrirstöðu að ég best sé,
kveðja Kalli

Skrifað þann 19 July 2015 kl 16:14

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotveiði á Breiðafirði

ja, skotveiðibann á sel er ekki sama og algjört selvieðibann. Selur er/var til skamms tíma veiddur í net við Ósinn á Rauðasandi, en ekki skotinn þar.

Skrifað þann 19 July 2015 kl 18:08