Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

Vestri

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ég vildi prufa nýjar kúlur og velti ýmsum möguleikum fyrir mér en síðustu ár hef ég notað Ballistic Tip, Partition og AccuBond kúlur frá Nosler.
Einstaka sinnum hef ég fundið kúlurnar í dýrunum við fláningu og geymt til að fá samanburð við aðrar tegundir. Þegar ég fann t.d. aðeins kápuna á Ballistic Tip kúlunum í dýrunum en blýkjarninn alltaf horfinn, þá hætti ég að nota Ballistic Tip kúlur og skipti yfir í Partition kúlur.

Tómar kápur Ballistic Tip kúlna (ekki traustvekjandi)

Partition kúlur skiluðu sínu mjög vel og fóru í gegnum dýrin í þau skipti sem ég notaði þær. Mér fannst þær hinsvegar ekki mjög nákvæmar hjá mér og skipti þá yfir í AccuBond.
AccuBond hafa reynst mér vel og eru nokkuð nákvæmar, það eina sem ég hef tekið eftir að þær missa meiri vigt en Nosler heldur fram.

Fyrir tilviljun rakst ég á kynningu á Barnes kúlum sem kveikti áhuga hjá mér á þeim og ákvað að prufa að kaupa pakka, eftir smá hleðslupælingar og prófanir sem sýndu fína nákvæmni var ég ákveðinn að prófa þær við veiðar núna í haust. Ég var viss um að kúla sem á að halda þyngd sinni nánast 100% myndi fara í gegnum dýrið og ég myndi aldrei sjá hvernig hún liti út eftir það en annað kom í ljós.

Veiðin fer oft á annan veg en maður ætlar og eftir dagsgöngu og ekki nema klukkutími eftir af birtu vorum við komnir í skotfæri og þar sem við félagarnir vorum báðir með dýr, urðum við að reyna samskot svo við þyrftum ekki að fara aftur daginn eftir á fjöll. Dýrin voru byrjuð að fá veður af okkur, staðin á fætur og snéru sér að okkur til að fá staðfestingu á hættu tilfinningu sinni. Við urðum bara að velja okkur dýr og telja niður þegar báðir voru klárir, óháð því hvernig dýrin snéru að okkur, dýrið sem ég valdi, snéri sér ca. 10% frá mér og var ca. 10 metrum ofar í brekkunni en ég þegar skoðið var. Barnes kúlan sem er á myndunum kom inn rétt aftan við vinstri framfót, fór í gegnum lungað og hækkaði sig aftur úr dýrinu og stoppaði í efst í hægri mjöðm þannig að þegar dýrið var fláð sást kúlan þó að hún hafi ekki farið í gegnum feldinn. Kúlan fór nánast þvert í gegnum dýrið langsum og það sem kom manni skemmtilega á óvart var að kúlan hélt þyngd sinni 100%.



AccuBond kúlan var 130gr en endurheimt er hún 79,8gr.
Barnes kúlan var 120gr en endurheimt er hún 120gr. (athyglisvert finnst mér)


Mynda svipaðan svepp.

Þetta eru bara pælingar hjá mér og frábið allt skítkast en ég sé lítið af umræðu um veiðikúlur hér.
Kv, Sævar

Tags:
Skrifað þann 15 September 2013 kl 22:15
Sýnir 1 til 20 (Af 31)
30 Svör

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

Nr 1 hitta smiling Æfa sig og hitta aftur. Þetta er ekki lítið skotmark en mönnum tekst ótrúlega að kluðra.
Sennilega annaðhvort móðir eða stressaðir! taka 10 armbeygjur og leggja bjórkassa undir á æfingum smiling
Og vera snöggir að pikka upp bráðina, horfa yfir sjónaaukann eða nota minni stækkun!
En um kúlur!

Allar varmint kúlur drepa vel. Rétt staðsetta skemma þær ekki mikið kjöt. Fara sjaldnast í gegn.
Helsti galli er að af hún snerti bein á innleið, t.d bóg skemmir hún mikið. Samt fyrir mig sem eftirlitsmann þá eru venjulega minni vandræði. Illa skotið dýr fer ekki langt! Virðist eins og að kúlubrotin haldi þokkalega stefnu og ef rett er skotið finn árangur. (Siggi á Vaðbrekku mælir massift með þeim ) smiling

Flestar solid og einnih kúlur eins og partition eða slíkar með þverbandi virka fínt. Skemma minna en varmint ef þær hitta illa. Renna í gegn. Geta samt valdið vésina þar sem þær opnast ílla sé vambað eða við haus og hálsskot. Eiga eginlega ekki heima í þeim. Velstaðsett fyrir framan þynd þá er þetta reglulega fín kúla. Þetta er sú kúla eða þær kúlur sem framleiðendur mæla með.

Einu kúlurnar sem mér er pínu illa við eru bomduðu kúlurnar. Ástæða þess er að við erum að skjóta á mislöngum færum og oftast með frekar flötum ferlum, eða rétttara kúlan er að fara hratt. Þessar kúlur er oft hugsaðar til að virka besta á 2300-2800 fet/sec hraða, sem er ekki óeðlilegt 2700-2800 fet upphafshraði og svo út á 100-150 m Gallin er að við skjótum gjarnar með upphafshraða 3200-3400 fet og færi frá 75 m upp í 300. Þar gefur augaleið að ef mið fáum stuttfæri og mikinn upphafshraða er kúlan að fara hratt í bráðina. Bondaðakúlan finnst mér oft rifna, svona eins og 1-2 lauf fari af poppkorni smiling Þar sem laufin eru bondið finnst mér stundum að laufið skrúfist einhvert út um dýrið og geti gorað eða skemmt kjöt!
Virka ekkert verr en t.d tsx eða partition ef þær hitta rétt. Minnir að ég hafi flegið 4 dyr 2010 þar sem þær höfðu rifnað í cal 300 wethwrby, 30-06 2*6,5*55
6,5 var samskot á ca 80 metrum, 30 calin á lengri færum.

Svo það sem ég er að nota í bæði 300 wsm og 6,5-284 í dag er varminnt kúla annarsvegar og solit hinnsvegar. Gæti alveg hugsað með partittion líka. hef bara ekki farið að hlaða í þá í bili smiling


E.Har

Skrifað þann 16 September 2013 kl 15:38

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

þetta er fróðlegt, en hvort drepur hraðar kúla sem splundrast eða kúla sem heldur þyngd sinni ?? og gefum okkur að menn hitti í lungu. ekki viljum við kvelja dýrin að óþörfu þó við skemmum minna kjöt !!!! ég hef bara einusinni skotið hreindýr og það tók u.þ.b. fimm sekúntur að dýrið félli og mér fannst þessar fimm sekúntur lengi að líða og fann til með dýrinu, hefði viljað skjóta í haus en treysti mér ekki til þess þar sem ég er ekki mjög vanur riffilskotfimi. Svo er líka náttúrulega að skipta máli að blýmenga ekki kjötið því við vitum að þeir sem eru eldri en tvævetur eru búin að innbyrða slatta af þeim ágjæta málmi í sandkassanum hér í denn þar sem blýbensín var allsráðandi og ekki gott að bæta ofaná þann forða í líkamanum sem að mér skilst að hverfi ekki svo glatt aftur.Ég hefði viljað velja kúlu sem heldur þyngd sinni en nú væri gaman að heyra í sérfræðingunum.

kveðja Kalli kúla

Skrifað þann 16 September 2013 kl 17:25

ValurRichter

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 28 January 2013

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

sælir, flott grein smilingþað væri gaman að prófa þessar kúlur ,sjálfur hef ég notað Berger 30 cal 185 VLD
og komið vel út kúlan hefur í öllum tilfellum drepið samstundis og dýrin dottið þar sem þau standa
síðasti tarfur var skotin rétt fyrir aftan framlöpp og kúlan gekk rétt innfyrir og sprakk engar skemmdir nema á lungum og engar skemmdir á hinni síðunni (kúlan fór í gegn um rifbein )
það væri gaman að prófa þessar kúlur saman smiling hver þeirra fellir betur og hver skemmir minna.
(hvort er betra?)
kv
Valur

Skrifað þann 16 September 2013 kl 21:03

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

barnes kúlurnar, tsx og ttsx eru hreinar koparkúlur, og valda því engri blýmengun í dýrinu.
ættu að vera mjög öruggar veiðikúlur þó að þær lendi í grófu beini, gallinn er að þær eru með léttari eðlisþyngd miðað við blýkúlu. þarf af leiðandi verður kúlan að vera lengri til að ná sömu þyngd. veit að þetta getur verið vandamál td. í 6.5x55 í þeim löndum þar sem 140grain kúla er lágmark við veiðar á stærri dýrum.

ég held að 5 sek sé vel viðunandi timi fyrir dýrið til að detta eftir lungna/hjartaskot og breyti litlu hvort það sé bt. kúla eða harðari kúla.. en ef bt kúlan lendir í þykku beini í bóg á innleið, er ég næstum viss um að hún skilar sér illa eða alls ekki í lungna/hjartasvæðið, er það gerir harðari kúla og er öruggari kostur.

Skrifað þann 16 September 2013 kl 21:08

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

BT kúla sem lendir í bógbeini á leiðinni inn fer inn í lungnasvæðið og setur það í kássu.
Í belju er jafnvel möguleiki ef hún er neðanlega að skemma bógin við útgatið líka.

Valur 125 kg tarfurinn sem þú tókst fyrir tveim árum var hann ekki tekin með 150 kr ballastic tip úr 300 win mag ca 360 m færi og lagðist snirtilega niður engar kjötskemdir en kúlan líka á hárréttan stað.

Sem kemur niður á aðalatriðið í þessu öllu. Allar veiðikúlur virka fari þær á réttan stað smiling

Á skyttuspjallinu eru örugglega 20-30 skrokkar sem Siggi á Vaðbrekku hefur myndað.
Þar kemur bt vel út en Siggi er líka feikilega hrifin af léttum hröðum varmintkúlum.

Skrifað þann 17 September 2013 kl 10:25

ValurRichter

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 28 January 2013

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

já ég er samála Einari Harr það skiptir mestu máli að fella dýrið eins fljótt og hægt er
þó að það skemmi eithvað kjöt.

Skrifað þann 17 September 2013 kl 20:27

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

auðvitað er það aðalatriðið að kúlan lendi á réttum stað, óháð gerð eða kaliberi.
mér finnst pínu merkilegt að vera illa við bondaða kúlu en lika betur hreina varmint kúlu.. nu er td oryx bonduð kúla, er hún illa hönnuð til hreindýraveiða..?

nosler bt og nosler accubond eru í grunninn eins uppbyggðar nema að accubond er "bounded" og helst þarf af leiðandi betur saman. það að einhverjar físar og brot fari í rétta átt er nu ekkert til að reyða sig á..

ég hef skotið 95kg tarf með 110gr. accubond, þar sem kúlan fór beint inn bóg splundraði lungunum og fór ekki i gegn. hef lika skotið dýr með sierra gameking, þar fór kúlan inn rétt bak bóg og gegnum dýrið og frekar hreint skot. ég get ekki sagt að það hafi verið nokkur munur á. hvorugt dýrið datt niður dautt á staðnum, tók nokkrar sek fyrir bæði dýr að falla. kaliber .25-06
en það var mikið minna "mess" eftir gameking kúluna.

Skrifað þann 17 September 2013 kl 21:30

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

##mér finnst pínu merkilegt að vera illa við bondaða kúlu en lika betur hreina varmint kúlu.. nu er td oryx bonduð kúla, er hún illa hönnuð til hreindýraveiða..?###

Jamm en er samt vel sáttur við Oryxin og eginlega flestar kúlur. Það er í raun bara tvær bondaðar sem ég er ósáttur við. Ástæða þess er að mér finnst rifna af þeim lauf. Þegar kúlan sveppar á of mikklum hraða. Þetta lauf samanstendur af koparkápu ásamt ábræddu blíi. Þessi lauf verða asnaleg í laginu svona eins og eitt lauf af poppkorni. Hef fundið svona langt aftur í vömb af annars snirtilega skotnu dýri. Þetta bara snyst einhvað um. Meðan ég er t.d sáttari við Partittion. Þó blíið hverfi úr kápunni þá finnst mér það halda betur stefnu. Kannski er þetta bara bull í mér og þessi dýr sem ég hef verið að flá óg taka innanúr sennielga ekki alveg marktækt. Hvað varmint kúlurnar áheyrir þá er ég svona soldið beggja blands með þær. Í haus eða háls á ekki að nota neitt annað. Í bóg þá virðast þær vera í lagi í hreinum lungnaskotum. Lungun í dölum og þar sem kúlan splundrast mikið þá virðist mér eins og agnirnar fari stutt. Finnst þær eginlega aldrei fara í gegn og sjaldnast út í rifjahylkið fjær. Hef hinsvegar líka séð þær fara í bóg á innleið og eiðileggja báða bógana sad En það er eins og venjulega spurning um að hitta. Fyrir mig sem leiðsögumann er sennilega þægilegast ef menn skjóta með varmint kúlu. Ef menn vamba þá fer greyið samt ekki langt! Önnur léleg skot skemma mikið kjöt en fyrir eftirlitsmann þá er það ekki mikið atriði.

Í rifflinum hjá mér við leiðsögn eru 2 gerðir af kúlum. Hefbundi veiðikúla. (T.D patition, Tsx eða Orix) og svo Btipp eða v-max varmint kúla. Veltur á hvað ég þarf að gera og á líka í vasanum varminntkúlu sem er undirhlaiðin ef það þarf að pikka sært innan úr hjörð. Sem btur fer þarf ég svo til aldrei að skjóta smiling

Heilt yfir ef kúlan rennur inn nokkuð þverrt á dýr framan við þynd þá virkar allt. Ef hún lendir í beini á innleið á mikklum hraða þá fer að koma fram munur sad


E.Har
Einar Haraldsson

Skrifað þann 18 September 2013 kl 10:24

Vestri

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

Takk fyrir svörin, þar sem ég sjálfur bað um ekkert skítkast, var að vona að einhver annar minntist á mótsögnina um varmint kúlur í hreindýraveiði en Einar ég er hissa að menn séu að nota varmint kúlur þar sem samkvæmt lögum ber að nota veiðikúlur við hreindýraveiðar hér og þá sérstaklega hissa að hreindýaveiðieftirlitsmenn séu að hvetja menn til þess að nota ólöglegar varmint kúlur við veiðarnar. Þar sem þið eruð fulltrúar hins opinbera og með skilgreint hlutverk í lögum:

Hlutverk leiðsögumanna með hreindýraveiðum er að fylgja veiðimanni um veiðisvæði, hjálpa honum að þekkja þau dýr sem hann má veiða, sjá til þess að veiðimaður fari rétt að við veiðarnar, skrái þær upplýsingar á veiðiskýrslur sem krafist er og skili inn veiðiskýrslum rétt útfylltum. Leiðsögumaður á að sjá til þess að veiðar séu í samræmi við lög og reglur.

Í reglugerð um um stjórn hreindýraveiða kemur fram í 11. grein:
Veiðikúlur skulu vera gerðar til veiða á stærri dýrum, þ.e. þenjast hæfilega út í veiðibráð.

Það er ekki að ástæðulausu að kúlur eru sérhannaðar sem veiðikúlur, það hitta ekki öll skot þar sem þeim er ætlað og menn verða að reikna með því að skot geti lent á beini. Ef menn veiða nógu oft er það nánast 100% að kúlan fer einhvern tíman ekki þar sem henni var ætlað að fara. Jafnvel Craig Boddington segist missa marks endrum eins.

Ég ætla ekki að vera með leiðindi Einar en ég er hissa að láta svona lögleysu frá sér, þetta væri eins og lögreglan væri með spjallvef og segði þar að auðvitað sé í lagi að keyra á 180 km hraða, bara ekki keyra á og haltu bílum á veginum þá er hraðinn ekkert vandamál.
Kv, Sævar

Skrifað þann 20 September 2013 kl 22:36

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

Sævar, þetta er virkilega góður póstur hjá þér og ég er þér algjörlega sammála.

Skrifað þann 21 September 2013 kl 9:18

Strummer

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

Góður pistill hjá Sævari? Ég held nú síður. Tollvarða- þvaður. Maðurinn frábiður sér skítkast, en sakar næsta mann um lögbrot og vegur að starfsheiðri hans. Fyrir það eitt að segja frá reynslu sinni af veiðum. Nennið þið að sýna mér hvar segir að 150 gr varmint kúla sé ólögleg til hreindýraveiða.

Ég hef ekki geð í mér að tala um mína reynslu af hreindýraveiðum hér hjá ykkur góðugæjunum. Enda er hún ekki nema 10 - 12 dýr. En þar koma við sögu nokkrar gerðir af veiðikúlum og varmintkúlur.

Skrifað þann 21 September 2013 kl 11:58

ValurRichter

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 28 January 2013

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

ja hjerna hér , þetta spjallsvæði
þetta byrjaði flott skemmtileg umræða ,en endaði í xxxxxxxxxx
koma svo vera jákvæðir og reyna að halda þessu á skemmtilegum nótum smiling
kv.
Valur R

Skrifað þann 21 September 2013 kl 12:14

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

Í 11. grein reglna um hreindýraveiðar segir orðrétt: „Veiðikúlur skulu vera gerðar til veiða á stærri dýrum, þ.e. þenjast hæfilega út í veiðibráð.“
Eru varmint kúlur gerðar til veiða á stærri dýrum? Þenjast þær hæfilega út í bráð?

Skrifað þann 21 September 2013 kl 17:27

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

"Eru varmint kúlur gerðar til veiða á stærri dýrum? Þenjast þær hæfilega út í bráð?"

Svarið er NEI !!!

Það er ekki að ástæðulausu að kúlur eru sérhannaðar sem veiðikúlur......og kúluframleiðendur eyða stórfé í rannsóknir og test á veiðikúlum !

Skrifað þann 21 September 2013 kl 19:52

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

strummer.. af hverju hefuru ekki geð í þér að deila þinni reynslu hér? þetta er jú vefur um skotveiði. það er alveg á hreinu að þetta er ekki svart/hvítt dæmi og er ég viss um að það sem einar er að deila af sinni reynslu er rétt, hvort sem ég eða aðrir séu sammála. menn geta haft mismunandi skoðanir/reynslu af sama hlutnum. ég hef ekki og mun ekki nota bt kúluna, það breytir ekki því að menn virðast nota hana og enginn hefur stigið hér fram og lýst sinni hræðilegri reynslu af henni á hreindýr..

Skrifað þann 21 September 2013 kl 20:19

pálmis

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

p

Skrifað þann 21 September 2013 kl 21:15

pálmis

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

Það þarf greinilega að benda mönnum á að það eru til TVÆR tegundir af Nosler Ballistic tip kúlum,
32-85 gr eru Varmint en 95-180 gr eru Hunting.
BT Hunting eru hannaðar til veiða á t.d whitetail og pronghorn í ameríkuhreppi sem eru svipuð að stærð og hreindýr. Þið ættuð að kynna ykkur málin betur áður en þið komið með yfirlýsingar.

http://www.nosler.com/ballistic-tip/...

Kv Pálmi

Skrifað þann 21 September 2013 kl 21:20

pálmis

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

Það þarf greinilega að benda mönnum á að það eru til TVÆR tegundir af Nosler Ballistic tip kúlum,
32-85 gr eru Varmint en 95-180 gr eru Hunting.
BT Hunting eru hannaðar til veiða á t.d whitetail og pronghorn í ameríkuhreppi sem eru svipuð að stærð og hreindýr. Þið ættuð að kynna ykkur málin betur áður en þið komið með yfirlýsingar.

http://www.nosler.com/ballistic-tip/...

Kv Pálmi

Skrifað þann 21 September 2013 kl 21:20

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Smá pæling um kúluval fyrir hreindýraveiði

kíktu nú á þennan blessaða hlekk sem þú setur inn, farðu svo inn á bt varmint kúluna og horfðu a myndirnar af báðum kúlunum og þegar þú ert buinn, væriru til í að segja mér hver munurinn er, fyrir utan þyngd...?
og whitetail deer og pronghorn antilópa verða að teljast til minni dýra en hreindýra..en það er nú aukaatriði.. smiling

Skrifað þann 21 September 2013 kl 21:40
« Previous12Next »