Smá pælingar varðandi veiðidaga rjúpu

smidurinn

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Góða kvöldið

Mig langaði að viðra eina hugmynd sem ég og félagi minn vorum að ræða varðandi þetta fyrirkomulag eins og það er í dag. Það gæti vel verið að það sé búið að ræða þetta áður hérna inná smiling

Kerfið i dag eins og flest allir vita eru 12 veiðidagar ( allt helgar) og byrjar helgina 23 okt og endar 15 nóv.

Núna er ég í vaktarvinnu og kemst bara ákveðna daga á þessu tímabili, sem gæti endað með aðeins einni helgi. Mín hugmynd er sú að mönnum væri bara úthlutað þessum 12 veiðidögum og gætu þá farið þegar þeim hentaði (samt innan veiðitímabils í lok október til miðjan nóvember). Það væri hægt að útbúa skráningarkerfi á ust.is þar sem að menn skráðu hvenær og jafnvel hvar þeir ætluðu að skjóta, það væri örryggi í að vita hvar menn væru staddir og hægt þá að sjá að allir skiluðu sér heim. Þá væru þetta ennþá 12 veiðidagar en menn þá ekki bundnir föstum dögum.

En eins og að ég sagði áðan veit ég ekki hvort að menn séu búnir að ræða þetta hérna inná áður, væri líka gaman að fá hugmyndir frá öðrum og sjá hvað ykkur finnst.

Kveðja Róbert

Tags:
Skrifað þann 12 October 2015 kl 20:53
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Smá pælingar varðandi veiðidaga rjúpu

Það er búið að ræða þetta fram og tilbaka. Þessi hugmynd hefur skotið upp kollinum sem og aðrar. Flestir eru óánægðir með kerfið eins og það er í dag.
Mín hugmynd er hreinlega að leyfa veiðar frá 15.oct til 20. des eins og var. Með fækkandi rjúpu minnkar áhuginn í leiðinni og menn fara bara einu sinni eða tvisvar. Hins vegar þegar kominn er kvóti, þurfa menn endilega að nýta sinn rétt, no matter what.
En þetta er nú bara pæling eins sófasérfræðings
C47

Skrifað þann 12 October 2015 kl 22:08