Spurning um verksmiðjuframleidda riffla eða ekki.

bsb

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ég sé á fyrri póstum að menn eru aðeins að velta því fyrir sér nákvæmni verksmiðjuframleiddra riffla.
Mig langaði til að kom með mitt innlegg í það.
Ég fékk mér Remington SPS 700 Varmit í .308 í vor , keypti KKC skepti í Hlað og fékk Arnfinn til þess að skipta, bedda og létta gikkinn ásamt því að setja á hann Weaver Tactical 4-20X50 sjónauka.
Ég er búinn að taka 3 stuttar æfingar með honum og þessi riffill virðist vera nokkuð nákvæmur. Ég finn að ég sjálfur er aðeins að klikka eftir 3 ára hlé en bæði á ég og riffillinn eigum bara eftir að verða betri með tímanum og þétta þessar grúbbur einn meira auk þess sem leit að réttu hleðslunni er rétt að byrja.

Kveðja
BSB

PS Þess má geta að þessar grúbbur voru skotnar í gær í töluverðum strekking.

Tags:
Skrifað þann 24 October 2015 kl 22:45
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um verksmiðjuframleidda riffla eða ekki.

Ágæti Hlaðvefsfélagi BSB

Þetta lítur virkilega vel út hjá þér!
Tær og fínn sjónauki.
Megi þér ganga sem allra beztsmiling

Beztu kveðjur,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 25 October 2015 kl 11:39