Spurning

mkane

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Er eithvað félag hér á landi sem svipar til NRA í Bandaríkjunum?

Tags:
Skrifað þann 21 January 2013 kl 12:10
Sýnir 1 til 20 (Af 52)
51 Svör

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Nei!

kv.
Guðmann

Skrifað þann 21 January 2013 kl 12:34

Hrafn

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Til hvers eitthvað eins og NRA?

Annars er það Skotvís sem hefur hingað til staðið vörð um hagsmuni skotveiðimanna á Íslandi.

Skrifað þann 21 January 2013 kl 12:50

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Spurning

Sæll Hrafn...

Langar að segja nokkur orð varðandi ummæli þín um SKOTVÍS....Að þeir gæti hagsmuna skotveiðimanna...

Þetta tel ég vafasamt það eru yfir 13.000.Þús veiðikort...Nokkrir tugir þúsunda byssuleyfa...
Samt sjá ekki nema rúm 1100-1200 hagsmunum sínum borgið hjá SKOTV'IS... Og hellingur sagði sig úr félaginu í vetur...Vegna afskiptaleysis þeirra við og afstöðuleysis við ný vopnalög...

Þetta er mjög þröngur hópur (skotveiðimanna) sem þeir styðja við bakið á...Þegar yfir 90% veiðikorthafa vilja ekki styðja þá...Og gagnrýnin aldrei verið meiri en núna...Held að þessar tölur segji allt sem þarf í dag..

kvbj

Skrifað þann 21 January 2013 kl 13:42

Hrafn

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Sælir,

Eflaust má gagnrýna skotvís á margvíslegan hátt en að halda því fram að þeir standi einungis vörð um hagsmuni þeirra 1200 skotveiðimanna sem borga félagsgjöld en ekki hagsmunir allra skotveiðimanna þarf einfaldlega frekari röksemdafærslu en ekki bara innihaldslausrar fullyrðingar.

Ef þú ert að tala um gagnrýni á fyrirhugaðar breytingar ráðherra á tillögum að nýjum skotvopnalögum varðandi algert bann við hálfsjálfvirkum skammbyssum þá sé ég ekki hvernig það kemur skotvís á nokkurn hátt við. Slík tæki eru eingöngu notuð við markskotfimi hér á landi og ætti því að vera í hlutverki SSÍ og ÍSÍ að standa vörð um slíka íþróttaiðkun. Ekki hef ég orðið var við mikin þrýsting frá íþróttahreifingunni!

Ekki hef ég orðið var við að gagnrýni á störf skotvís sé í einhverju hámarki.

Burt séð frá allri hugsanlegri gagnrýni á Skotvís og eða stöðu skotveiða á íslandi þá er þeirri spurningu ennþá ósvararð af hverju þurfum við samtök eins og NRA?

Skrifað þann 21 January 2013 kl 15:34

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

yvesleroux
Mættir alveg skýra mál þitt betur!
Ég er í Skotvís og var þar nokkuð lengi í stjórn.
Hef verið að vinna fyrir félagið að réttindum veiðimanna víða, t.d innan VJÞ.
Kannast ekki við að vinna bara fyrir þá sem greiddu árgjald á seinasta ári!

Við börðum t.d tolla og gjöld niður af dótinu þínu, en auðvitað var það bara fyrir félagsmenn confused
Stoppuðum bann við veiðum á almenningum og afréttum.
Höfum þurft að standa í lappirnar í óteljandi tilvikum varðandi veiðirétt og almannarétt.
En það er auðvitað bara fyrir félagsmenn!

Hvað varðar Skotvoppnafrumvarpið þá er fátt í því sem klagar upp á hefðbundna veiðimenn.
Frumvarpið var nokkuð gott eins og það kom úr nefndinni. Mun betra en núgildandi lög.
Síðan breytti ráðherra því, þrengdi séstaklega varðandi hálfsjálvirkar byssur, markbyssur og einnig er varðar byssusafnara. Miðað við umræðuna í t.d. USA þá er það skiljanlegt og ervitt að breyta gegn vilja ráðherra. En auðvitað þurfum við að laga það. Sennilega best að ná því í Þinginu.

Skotvís gerði ekki efnislegar athugasemdir við breytingarnar, en fór fram á að frumvarpið yrði sennt aftur til nefndarinnar til að fjalla um þessar breytingar. Einhverjir hafa orðið fúlir yfir að samtök veiðimanna hafi ekki komið með efnislegar athugasemdir og þá sérstaklega vegna safnara og þeirra sem vilja nota hálfsjálvirkar skambyssur við markskotfimi. Menn geta spurt sig hvort það sé hlutverk Skotvís að berjast fyrir t.d árásarrifflum eða að menn megi hafa 50 byssur tilbúnar til notkunnar heima hjá sér! Ég veit það ekki.
Mér fannst klókt að reyna að vísa þessu aftur til nefndarinnar en auðvitað eru menn með mismunandi skoðun á því!

Hitt er annað mál að það að vera í stjórn Skotvís er lýjandi "starf" menn helga mikið af sínum frítíma í að reyna að standa vörð um hagsmuni veiðimanna og fá lítið nema sít og skömm fyrir, frá hælbítum og dragbítum sem taka ekki þátt í vinunni, en vilja að aðrir taki slagin fyrir þá! Auðvitað ættu sem flestir að vera í Skotvís og ef menn eru ekki sammála stefnunni, mæta á aðalfund, hann er í byrjun næsta mánaðar og hafa þar áhrif !!!!!

E.Har
Einar K Haraldsson
2601645709 -gsm 860 99 55
Já ég þori að skrifa undir nafni!!! tongue out

Skrifað þann 21 January 2013 kl 16:12

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Spurning

Sæll Einar...
Veistu það ég nenni ekki að rífast hér við menn lengur...Ég veit allt um Skotvís og hennar störf
líka þau sem ekki hafa komið fram hér á Hlaðvefnum...
Jafnframt er ég langt frá því nafnlaus hér flestir vita hver ég er þó ég láti upphafsstafi duga,
ég barðist hér árum saman á Hlaðvefnum og hvatti menn að ganga í Skotvís...
Sú hvatning bar engan árangur hér...
Sjálfur hef ég verið í Skotvís en gekk úr félaginu um áramótin þar sem þeir ákváðu að nota minnihlutann
sem skiptimynt ( þannig var það orðað) ....
Og rétt hjá þér margt gott verið gert hjá þeim og líka vanþakklátt starf og launalaust, ég veit allt um þetta Einar...En vil ekki styðja lengur félag sem beinlínis gengur gegn mínum hagsmunum að hluta til og kosta
það sjálfur...Félög berjast fyrir alla félagsmenn ekki bara hluta þeirra og fórna hinum...

kvbj.

Skrifað þann 21 January 2013 kl 16:30

Hrafn

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Sæll yvesleroux,

Þú hefur ekki ennþá gefið upp efnislega hvað það sé sem þú sér svona óánægður með eða hverjir þeir almennu hagsmunir eru fyrir hin skotveiðimenn á íslandi sem þú fullyrðir að skotvís hafi gengið gegn.

Hvernig í ósköpunum er hægt að taka mark á óánægjurödd sem er fyrirmunað að gefa upp hvað hún er yfir höfuð óánægð með. Við vitum ekki einu sinni hvort að þessir meintu hagsmunir þínir koma skotveiðum á nokkurn hátt við eða ekki!

Reyndar sýnist mér á öllu að sá hópur manna sem hefur sömu hagsmuni og þú sé búinni að minnka úr 90% af skotveiðimönnum niður í mikinn minnihluta ef skotveiðimanna, þ.a.s. ef farið er eftir því sem þú sjálfur segir.

kv EHJ.

Skrifað þann 21 January 2013 kl 17:52

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

.

Skrifað þann 21 January 2013 kl 18:10

deadlydecoys

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Hvernig færðu það út að það sé fleiri sem skjóti pappa en dýr.

Herra Daníel

Skrifað þann 21 January 2013 kl 18:50

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

.

Skrifað þann 21 January 2013 kl 18:57

deadlydecoys

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Ég myndi halda að lítið brot af skotvopnaeigendum stundi pappa skotfimi af eitthverju ráði, þó það hafi líklega stóraukist fyrir síðast haust vegna nýra laga um hreindýraveiðileyfi, sé ekki fyrir mér að það séu fleiri hundruð eða hvað þá þúsundir sem bara skjóti pappa.
líklega sitja flestar þessar byssur bara inn í skáp (vonandi Byssuskáp) og teknar fram á nokkura ára fresti.
Við eru allir skotvopnaeigendur og ættum að geta fundið okkur saman í einum landssamtökum sem standa vörð um hagsmuni okkar.

Nú hvet ég alla sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri og telja sig hafa eitthvað fram að færa að ganga í skotvís og bjóða sig fram í stjórn.

Skrifað þann 21 January 2013 kl 19:21

Hrafn

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Sæll byssur info,

Þeð er sjálfsagt mál fyrir þig að ganga í og stiðja aðildarfélög SSÍ sem fara með markskotfimi hér á landi. Reyndar veit ég ekki betur en að skotvís hafi stutt við baráttu skorveiðimanna við að koma upp aðstöðu manber Skotreyn og sem og jöfn gjaldtaka meðlimar Skotreynar að rifillaðstöðu SR á Álfsnesi.

Vandinn er að skv. lögum skotvís þá á Skotvís að einbeitir sér eingöngu að skotveiðum en ekki skotíþróttum, við hljótum að gera þá kröfu að þegar hagsmunir skotíþrótta og skotveiði fara saman að þá vinna þeir með SSÍ og ÍSÍ.

Vissulega hefði vinnsældir skotvís meðal sumra skotveiðimanna getað aukist ef þau hefðu farið að troða sér í hagsmunagæslu fyrir skotíþróttamenn og tekið framm fyrir hendurnar á SSÍ og ÍSÍ varðandi skambyssur. Það hlítur samt að vera álitaefni hvort að stjórninn væri þá ekki hreinlega kominn út fyrir lög félagsins sem kveða skýrt á um að félagið sé hagsmunafélag skotveiðimanna.

Þetta er svona svipað og hvort að FÍB ætti að skipta sér að hagsmunagæslu gokart manna, eða hvot að FÍB eigi ekki að leyfa samtök gokart og heildarsamtök akstursíþróttamanna sjá um slíka hagsmunabaráttu?

Ef menn vilja, þá er um að gera að koma með breytingartillögur fyrir næsta stjórnarfund og breyta 2.gr sem hljómar svona.

"Tilgangur félagsins er að standa vörð um hagsmuni og réttindi skotveiðimanna á Íslandi."

t.d. í

2. grein
Tilgangur félagsins er að standa vörð um hagsmuni og réttindi SKOTVOPNAEIGANDA á Íslandi.

kv EHJ

Skrifað þann 21 January 2013 kl 19:25

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

.

Skrifað þann 21 January 2013 kl 20:29

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Sælir.
Hér er nokkuð fróðleg umræða um þessi mál:
http://spjall.skyttur.is/byssur/umsogn-rikislogreglustjora-um-vopna...
Svo eru skotvísmenn hissa og sárir yfir að manni finnst þeir ekki æðislegir!
Annars er ég hættur að nenna að karpa um þetta á netinu, ræddi þessi mál í staðinn við ágætan framsókanarþingmann í mínu kjördæmi á laugardaginn var á opnum spjallfundi til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri.
kv.
Jón Kristjánss

Skrifað þann 21 January 2013 kl 20:55

Hrafn

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Sælir,

Menn virðast gleyma því að skv Íslenskum lögum meiga menn einungis eiga skotvopn í þrennum tilgangi.

1. Til skotveiða eða æfinga fyrir skotveiði.
2. Til íþróttaiðkunnar innan viðurkennds skotfélags í viðurkenndri skotíþrótt.
3. Menn meiga líka eiga skotvopn sem hafa menningarsögulegt gildi.

Ef menn stunda meðferð skotvopna hvorki til skotveiða né til íþrótta þá ættu menn strangt til tekið ekki að fara með skotvopn og því er hæpið fyrir skotvís að standa í hagsmunarekstri fyrir slíka iðju. Þetta væri Svipað og að FÍB ættu að sjá um hagsmunagæslu fyrir mótorhjólamenn sem vilja bara keyra um á afturdekkinu.

aflabrestur, hlekkurinn sem þú setur hérna inn er á umræðu um umsögn ríkislögreglustjóra. Ég get ekki séð að það komi skotvís á nokkurn hátt við eða á hvaða hátt skotvís ætti að hafa áhrif á umsögn ríkislögreglustjóra.
Þegar menn senda inn álit um lagafrumvörp þá eru menn ekki að karpa um álit annara, menn eru einungis að segja álit sitt á lögunum!
Réttar væri að setja eftirfarandi link innhttp://spjall.skyttur.is/veidi/skotvis-umsogn-skotvis-um-frumvarp-t...
En hann fjallar um umsögn Skotvísar, Þar gera menn ekki eina einustu athugasemd.

kv EHJ

Skrifað þann 21 January 2013 kl 21:25

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

.

Skrifað þann 21 January 2013 kl 21:58

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Sælir.
Hrafn? (EHJ) last þú þráðinn og þær umræður sem þar fara framm um Skotvís hvað sem þráðurinn heitir, eða sleptir þú því vegna þess að það sem kemur þar framm er ekki þínum málstað til hagsbóta. Og vísar síðan á annan með engri umræðu sem hentar þínum mástað betur.
Það er nákvæmlega þessi hugsunarháttur sem skaðar okkur skotmenn hvað mest að ota okkar eiginn tota sem mest burt séð hvað það kostar aðra bara ef það henntar mér.
Svo væri nú ágætt ef menn hefðu dug til að koma fram hér undir nafni.
kv.
Jón Kristjánsss

Skrifað þann 21 January 2013 kl 22:24

Hrafn

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Sælir,

Nei byssur info, það er ekki það sem ég segi!
Að sjálfsögðu meiga menn og eiga menn að æfa sig áður en til veiða er haldið. Ég get ekki séð að Skotvís hafi á nokkurn hátt reynt að koma í veg fyrir að þú geti skotið þínum 5000 skotum á pappír, þeir hafa jafnvel hvatt menn til að skjóta meira og æfa sig. Eins og ég hef áður sagt þá hefur skotvís/skotreyn fengið aðgang að skotvelli SR í álfsvelli á sama verði og félagsmenn SR. Auk þess hefur skotvís reynt að koma á samskonar samstarfi við önnur skotíþróttafélög.

aflabrestur, það er nákvæmlega ekkert á þessum þræði sem þú settir inn sem teljast getur til málefnalegrar gagnrýni á störf skotvísar og aðkomu þeirra að nefndinni sem samdi draugin að nýju skotvopnalöggjöfinni.
Þráðurinn fjallar fyrst og fremst um álit ríkislögreglustjóra á umræddum drögum að nýrri löggjöf, ekki að afstöðu skotvísar á drögunum!
Ástæðan fyrir því að ég setti inn hinn þráðin var vegna þess að hann segir okkur meira um afstöðu manna til skotvísar en þráðurinn um afstöðu ríkislögreglustjóra, það er engin sem hefur fyrir því að gagnrýna afstöðu skotvísar á efnislegan hátt!

Þú ert að ásaka mig um að ota mínum tota þegar ég er að benda á að menn eru að beina óánægju gegn skotvís varðandi málefni sem koma skotveiðum ekki við, er ekki á valdi skotvísar og eða að það eru önnur samtök sem ættu með réttu að standa fyrir hagsmunabaráttuni eins og t.d. skammbyssur sem klárlega falla undir SSÍ og alls ekki Skotvís.

Ég spyr því hvaða ota er ég að tota????

kv EHJ/Turninn.

Skrifað þann 21 January 2013 kl 23:23

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning

Sælir.
Hrafn? Ef menn nenna að lesa þráðinn allan snýst hann að lang mestu leiti um það eftir miðjan þráð hvernig skotvís kom framm í þessu máli og það var alls ekki heiðarlega, voru tilbúnir til að nota hluta félags manna þótt lítill væri sem skiptimynt til að koma sínum (stjórnar) hugarefum áframm. Þetta kalla ég að ota sínum tota á kostnað annara og hef í höndum tölvupósta frá nefndarmanni skotvís til að sanna þetta.
En ef þú villt ekki sjá þetta í þræðinum eða bara getur ekki skilið þetta þá er mér nokk sama.
Ég leggst allavega ekki eins lágt og skotvís og nota aðra sem skiptimynt mér til framdráttar.
kv.
Jón Kristjánss

Skrifað þann 21 January 2013 kl 23:51
« Previous123Next »