Í vandræðum við byssukaup

85

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir félagar,

Ég er örvhentur og er í vandræðum með að finna mér byssu. Ég er kominn með leið á því að partónunni sé kastað yfir sjónlínuna hjá mér og missi þannig miðið.

Það er vonlaust að finna notaða vinstrihandar hálfsjálfvirka og mig langar ekki í tvíhleypu.

Ódýrasta Benelli byssan (M2) er á kr. 230.000,- stgr hér hjá Hlað. Hvað önnur vönduð merki sbr. Remington eru þær ófáanlegar í vinstri.

Hinsvegar er hægt að kaupa tyrkneskar byssur frá um 70þ í vinstri.

Hafa einhverjir hérna reynslu af þesum tyrkjaguddum og hvernig eru þær að reynast. Hvað er að bila og hvað á að kaupa og hvað ekki. Áberandi er Churchill og Escort. Af hverju stafar þessi verðmunur og er hann raunhæfur?

Mig langar í byssu í vinstri og er sama hvað hún heitir svo lengi sem hún er örugg og er ekki síbilandi.

Þætti gott ef reyndir skotveiðimenn myndi deila reynslu sinni með mér sem og eigendur tyrkneskra haglabyssa.

85

Tags:
Skrifað þann 19 September 2013 kl 18:57
Sýnir 1 til 14 (Af 14)
13 Svör

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Í vandræðum við byssukaup

Tja ég tala nú ekki af eigin reynslu en það er ein vinstri handar Churchill í fjölskyldunni. Ekki mikið skotin en hefur ekkert klikkað mér vitanlega

kv
Björn

Skrifað þann 19 September 2013 kl 20:18

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Í vandræðum við byssukaup

Sæll.
Af þessum 2 sem þú nefnir (Churchill og Escort) þá myndi ég gefa Churchill-num séns,kostar lítið og Ásgeir mun án efa standa við bakið á þér ef svo færi að eitthvað kæmi uppá með gripinn.

kv.
Guðmann

Skrifað þann 19 September 2013 kl 20:23

85

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Í vandræðum við byssukaup

Ég veit um amk eina Churchill sem hefur sprungið, en þegar á það er minnst tala allir um að þá sé um að ræða gamlar byssur og að þær sem fást núna séu allt önnur smíði.

Skrifað þann 19 September 2013 kl 20:48

cuz

Svör samtals: 98
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Í vandræðum við byssukaup

Bíddu bara lengur þartil þú tímir að eyða pening í góða byssu, þær eru dýrari af ástæðu, Berettur og Benelli ættu að endast lífstíð ef þú sérð vel um hana líka.
Þetta er dýrt sport og þarna er síðasti staður til að spara að mínu mati.

Skrifað þann 19 September 2013 kl 21:10

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Í vandræðum við byssukaup

sæll mundi hiklaust tékka á hvort stoeger fáist í vinstri þá annað hvort 2000 eða 3500 á 2000 sjálfur og hún er frábært vopn!!

Skrifað þann 19 September 2013 kl 21:55

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Í vandræðum við byssukaup

er sammála síðasta ræðum manni en ég hef ekki en séð Vinstri handar berettu ekki í búðunum hérna
en þú veist hvad þú ert með ef þú kaupir benelli
ég er með eina montefeldtro og hefur aldrei klikkað eða hikstað auðveld í þrifum

en það var hægt að fá rem 1187 vinstri veit ekki hvernig það er í dag
voru þeir ekki komnir með rem 105 minnir mig að hún heitir sem kastar skotunum niður
k.v labbinn

Skrifað þann 19 September 2013 kl 21:59

Hafst1

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Í vandræðum við byssukaup

http://www.vesturrost.is/?p=7409

Er þetta ekki betri kostur?

Skrifað þann 19 September 2013 kl 22:02

ValurRichter

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 28 January 2013

Re: Í vandræðum við byssukaup

Benelli Montefeltro frábær byssa aldrei klikkað skiptir öllum skotum og fislétt
er hverrar krónu virði smiling ekki kaupa ódýrt dót þú verður oftast bara fyrir vonbriðum

Skrifað þann 19 September 2013 kl 22:12

85

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Í vandræðum við byssukaup

Takk fyrir góð svör félagar, það eru allflestir sammála um að það borgar sig að kaupa ,,dýrari-týpuna" og ég held það sé rétt.

Hvor er skynsamlegri kostur Montefeltro eða M2, það munar ekki miklu á þeim en þetta Comforttech skepti virðist henta mér vel. Montefetroinn er þó fallegra vopn með tréskeptum.

Skrifað þann 20 September 2013 kl 13:19

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Í vandræðum við byssukaup

Montefeltro ekki spurning.......falleg og góð byssa sem þig langar að eiga alla ævi ! Annar góður kostur og ekki síðri enda úr sömu smiðju og kostar aðeins minna er Breda echo black.....

Skrifað þann 20 September 2013 kl 15:12

85

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Í vandræðum við byssukaup

Held að Bredan fáist ekki í vinstri, skilst að það sé nokkuð mikill munur á M2 og Montefeltro sem felst í hæð á lista og lengd á magasíni. Þarf bara að fara og máta þær.

Skrifað þann 20 September 2013 kl 15:58

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Í vandræðum við byssukaup

Gangi þér vel í þessum pælingum.
Ég er örvhentur og búinn að vera skjóta í fyrir 10 ár og verð að segja að þótt patrónan skjótist til hægri þá hefur það ekki haft nein áhrif á mig né mína sjónlínu.

Til eru pumpur (og væntanlega einhverjar semi) sem ejecta niður (t.d. Ithaca model 37) en ekki til hliðar.

Skrifað þann 20 September 2013 kl 18:57

dúi.b

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Í vandræðum við byssukaup

ég á benelli mancino... keypti hana á 100 þús. á sínum tíma.. þetta er eilífðareign.
það er ein montfeltro til sölu á 190 í vesturröst myndi hiklaust skoða hana..

þó að bæði stoegerinn og churchill byssurnar séu mjög góð vopn þá myndi ég aldrei skipta út benelli byssunni minni... ef ég endurnýja (sem eru litlar líkur)þá fer ég í nýja montfeltro

Skrifað þann 24 September 2013 kl 16:39