Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Heil og sæl öll

Mér er fyrirmunað að finna þetta á prenti og minnið er ekki 100% í þessu máli.
Þannig er að ég er handahafi skotvopnaskírteinis (byssuleyfis eða hvað menn vilja kalla það). Get ég farið á skotæfingasvæði með mína skráðu byssu og leyft öðrum sem ekki er með leyfi að skjóta úr henni undir minni handleiðslu? Ég er aðallega að hugsa um ungling sem hefur áhuga á að kynnast skeet og veiðum en hefur ekki aldur enn sem komið er. Mér finnst það eiginlega hljóta að vera en vildi fyrst fullvissa mig

með kveðju
Silfurrefurinn

Tags:
Skrifað þann 13 January 2013 kl 21:27
Sýnir 1 til 20 (Af 54)
53 Svör

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Enn sé það fjarri mér að leiðrétta félaga Daníel, en hræddur er ég um að það að leyfa tíu og tólf ára börnum að skjóta stangist verulega á við lög og reglugerðir um meðferð skotvopna. Gildir þá einu hvar á landinu það er. Hitt er víst að það er fyllilega á ábyrgð þess sem slíkt leyfir og hætt við að viðkomandi baki sér refsiábyrgð komi vitneskja um slíkt til þar til bærra yfirvalda. Nú veit ég vitaskuld ekki hvað lögregluyfirvöld lesa á kvöldin áður en þau fara að sofa en ekki er alveg óhugsandi að einhverjum áhugamönnum um byssur og skotfimi í þeirri stétt verði reikað inn á þennan vef. Færi nú svo og við mönnum blasti játning um kolólöglegt athæfi; hvað myndi sómakær lögregluþjónn gera? Hætt er þá við fjárútlátum í sektir, stæðu ekki aðrar og alvarlegri refsingar til, og gæti komið illa við pyngju þeirra sem ekki hefðu nema sem nemur andvirði 200 Bandaríkjadala til ráðstöfunar á mánuði hverjum umfram nauðþurftir.

Skrifað þann 13 January 2013 kl 22:14

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

.

Skrifað þann 13 January 2013 kl 22:25

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Nú væri fróðlegt að sjá þessar reglur SR og vitnað í viðeigandi paragröff. Eru þær á heimasíðu félagsins?
Ég keyrði líka bíl tólf ára í sveitinni og þótti fremur seint. Það þýðir ekki að það hafi verið löglegt. Menn skutu líka álftir í sveitinni þegar ég var krakki og ég át álftakjöt. Það var ekki löglegt. Hvorutveggja brotin eru hins vegar fyrnd núna. Það heimilar ekki lagabrot að einhverntímann einhversstaðar hafi einhver annar brotið lög og komist upp með það.

Skrifað þann 13 January 2013 kl 22:44

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Í mínu tilfelli þá er þetta drengur á 16. ári. Einfaldlega kominn með áhuga.

Skrifað þann 13 January 2013 kl 22:50

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

.

Skrifað þann 13 January 2013 kl 22:59

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Já. Mig minnir; en það er sem kunnugt er vafasöm réttarheimild og ekki skárri en „tel ég nokkuð líklegt“, að til sé undanþága fyrir menn allt niður í 15 ára til að fara með fullorðnum við tilteknar aðstæður. En vegna þess að reglugerðarvefurinn, reglugerd.is, er með einhver leiðindi núna og vill ekki opnast get ég ekki glöggvað minnið. En reglugerðin þar sem um þetta er fjallað er nr. 787 frá 1998.

Skrifað þann 13 January 2013 kl 23:00

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Góða kvöldið...
Lögreglustjóri má veita umsækjanda undanþágu frá aldursskilyrði a- liðar 1. mgr. til
þess að fá skotvopnaleyfi, uppfylli umsækjandi eftirtalin skilyrði:
1. hafi náð 15 ára aldri,
2. æfir skotfimi á viðurkenndu æfingasvæði skotíþróttafélags eða skotveiðifélags
með skotvopni af þeim flokki vopna sem heimilt er að veita byrjendum leyfi fyrir,
3. hafi til þess leyfi forráðamanns og telst sá vera ábyrgur fyrir vopninu, hafi hann
skotvopnaleyfi,
4. taki við skotvopninu úr hendi forráðamannsins á félagssvæðinu, hafi hann
skotvopnaleyfi, en ella úr hendi félagsmanns, enda sé vopnið þá geymt á
félagssvæðinu,
5. noti vopnið þar undir umsjón forráðamannsins eða félagsmanns og skili því þar,
að notkun lokinni.

P.S. Er ekki fyrsta byssa í riffli fyrsta árið 22LR hjá 20 ára með skotvopnaleyfi.....
Má ég þá fara með 15 ára og yngri og leyfa því að skjóta úr stærri riffli en 20 ára
skotmaður með byssuleyfi hefur.... ´Eg bara spyr...Það eru visulega reglur um fyrstu
byssu byrjenda á skotvelli..

kvbj.

Skrifað þann 13 January 2013 kl 23:30

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

.

Skrifað þann 14 January 2013 kl 7:21

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Ég er nokkuð viss um að þetta er rangur lagaskilningur hjá þér.

Skrifað þann 14 January 2013 kl 8:37

Greylag

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Daginn

Ég held menn séu að misskilja þetta. Það má engin nota skotvopn nema að hann hafi þar til gert skotvopnaleyfi. Það er undanþága fyrir notkun skotvopna á viðurkendu skotæfingasvæði fyrir 15 ára og eldri í fylgd með forráðamanni. Annað er ekk leyfilegt.
Hitt er að í nýjum drögum af skotvopnalöggjöfinni er bætt við ákvæði sem tekur á þessu

"Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur forráðamaður, nákominn ættingi eða venslamaður yngra manns en 20 ára, sem sjálfur er minnst 25 ára að aldri og hefur haft skotvopnaleyfi í minnst tvö ár, leyft honum að nota skotvopnið til skotæfinga eða veiða, enda sé hann sjálfur viðstaddur, hafi umsjón með notkun skotvopnsins, sýni fyllstu aðgæslu og láti skotvopnið ekki úr yfirráðum sínum. Sé um að ræða ólögráða mann og viðkomandi er ekki forráðamaður hans, skal einnig liggja fyrir skriflegt leyfi forráðamannsins til þessa."

Þannig að í dag skiptir engu þótt að pabbi þinn afi eða amma hafa leyft að skjóta af cal22 eða fallbyssu áður en menn gátu skrælt kartöflur í sveitinni. þá er það og hefur alltaf verið bannað samkv lögum.

Vonandi ná þessi lög í gegn þannig að maður getur tekið stálpaðan unglinginn með sér á veiðar eða á skotæfingu.

kb
g

Skrifað þann 14 January 2013 kl 9:56

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

.

Skrifað þann 14 January 2013 kl 9:59

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Hér er að finna reglur SR:

http://sr.is/um-sr/gerast-felagi...

Kveðja....

Skrifað þann 14 January 2013 kl 11:47

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

þar sem sitt sýnist hverjum þá hringdi ég í Jónas í Kópavoginum. Þetta er háð viðkomandi skotfélagi, þeir útnefna skotstjóra og lána/leigja byssuna líka. Þá á allt að vera í orden svo lengi sem aldrinum sé náð. Reyndar benti hann mér á athyglisverðan punkt, hví ekki að byrja á léttum riffli, minni hávaði, minna bakslag. Jafnvel hjægt að æfa inni eins og í Egilshöllinni. Færa sig svo yfir í haglabyssuna seinna.

Annars er ég í grundvallatatriðum sammála Dan Sig. Boð og bönn eru ekki vinsæl til árangurs

Skrifað þann 14 January 2013 kl 14:39

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Sælir...

Já þetta er ekkert flókið..Í Dag...Á mínum skotvelli er ég starfa við þá höfum við leyfi Lögreglustjóra
til að taka 15 ára krakka hafi þeir leyfi foreldra eða forráðamanns til að skjóta...Ekki yngri...

Meigum nota : Í A – flokkinn falla haglabyssur nr. 12 og minni þ.e. 14, 16 o.s.frv. (einhleypur, tvíhleypur og handhlaðnar byssur „pumpur“) og rifflar cal.22 (long rifle og minni) þ.m.t. loftrifflar...
(Við höfum líka leyfi fyrir notkun Boga )

kvbj.

Skrifað þann 14 January 2013 kl 15:17

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

„Annars er ég í grundvallatatriðum sammála Dan Sig. Boð og bönn eru ekki vinsæl til árangurs“
Skemmtilegt sjónarmið og efni til vangaveltna. Hver skyldi verða árangur af barnauppeldi án boða og banna? Ég get sagt fyrir mig að ég er sammála því að boð og bönn eru ekki vinsæl. Ég er hinsvegar ekki sammála því að þau beri ekki árangur. „Jæja Lilla mín. Ætlar þú að fara á bílnum í tólf ára afmælið bekkjarsystur þinnar? Mundu að taka úr handbremsu.“

Skrifað þann 14 January 2013 kl 21:07

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

.

Skrifað þann 14 January 2013 kl 22:10

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Já. Til hamingju með það (alveg grínlaust). En nú er mér ljóst af áratugasamskiptum við börn og unglinga, og fullorðna (ég var líka íþróttadómari og hef um 1200 leiki (að landsleikjum meðtöldum) að baki), að ekki eiga allir foreldrar því láni að fagna. Og hvað þá?
Erum við ekki annars komnir út fyrir yfirlýstan tilgang þessa spjallsvæðis?

Skrifað þann 14 January 2013 kl 22:26

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

Ágætu félagar!


„Annars er ég í grundvallatatriðum sammála Dan Sig. Boð og bönn eru ekki vinsæl til árangurs“
Skemmtilegt sjónarmið og efni til vangaveltna. Hver skyldi verða árangur af barnauppeldi án boða og banna? Ég get sagt fyrir mig að ég er sammála því að boð og bönn eru ekki vinsæl. Ég er hinsvegar ekki sammála því að þau beri ekki árangur. „Jæja Lilla mín. Ætlar þú að fara á bílnum í tólf ára afmælið bekkjarsystur þinnar? Mundu að taka úr handbremsu.“

Er ekki nóg komið af vitleysunni frá þér?
Endalausir útúrsnúningar og kjánaskapur.


Magnús Sigurðsson
P.s Það er kannski ábyrgðarleysi að tala
svona til þessa eina manns sem hefur alið
upp börn á Íslandi..en látum reyna á það!

Skrifað þann 14 January 2013 kl 22:31

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Varðandi rétt til að skjóta á skotæfingasvæði

.

Skrifað þann 14 January 2013 kl 23:22
« Previous123Next »