VFS mót Ósmann 10.06.15

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Varmint for score mót Ósmann 10. jún ´15 kl. 18.00

Keppt verður í þremur flokkum:

Óbreyttir Veiðirifflar:
Einungis má bedda og létta orginal gikk, magasín skilda. Kútur og Brake telst breyting. Stuðningur tvífótur að framann frjálst aftan.

Breyttir Veiðirifflar:
Magasín skilda, Kútur leyfður ef leyfi er fyrir honum, skipta má um skefti, hlaup og gikk. Stuðningur tvífótur að framann frjálst aftan. Í þennan flokk falla verksmiðju custom rifflar ss. TRG og Jalonen


Benchrest rifflar:
Enginn takmörk af neinu tagi meðan riffillin er i skefti.

Skotið er á 100m hunter class skífur, á 100m 3x 5 skot á 10-7-7 mín.
Nema í BR flokki þá er skotið á 200m
Leyfilegt er að keppa upp um flokk með sama riffli
Keppnisgjald er 2000 kr í flokk

Skráning á baikal@orginalinn.is fyrir kl. 20.00 09.06.15

Tags:
Skrifað þann 7 June 2015 kl 0:51
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: VFS mót Ósmann 10.06.15

Sælir

Hvers vegna má veiðiriffill ekki vera einskota?

JAK

Skrifað þann 7 June 2015 kl 9:23

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: VFS mót Ósmann 10.06.15

Sælir.
Það er í raun ekkert sem bannar það!
þú yrðir ekki gerður brottrækur með Ruger mk.I, Thompson center eða express riffil.
En menn hafa verið að lauma þarna inn custom ein skota lásun og rifflum eins og Stiller og þh. sem eru nú frekar BR eða HV rifflar en breyttir veiðirifflar fyrir Íslenskar aðstæður.
kv.
Jón Kristjánsson

Skrifað þann 8 June 2015 kl 22:32

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: VFS mót Ósmann 10.06.15

Sæll Jón.

Þarna verður þér tvísaga.

Samkvæmt reglum keppninnar eru einskota rifflar bannaðir þar sem segir að "magasín sé skylda"

Í seinni pósti þínum segirðu að ákveðnir rifflar, t.d. Stiller séu frekar BR eða HV en veiðirifflar og gefur jafnframt út leyfi fyrir ákveðnar tegundir einskota riffla.

Þú veist væntanlega að HV er skammstöfun fyrir Heavy Varmint sem merkir þungur vargveiðiriffill.

Ég á erfitt með að sjá að slíkur riffill sé minni veiðiriffill en t.d. Sako TRG eða Jalonen en Jalonen er t.d. einnig fáanlegur einskota eins og t.d Stiller

Þá finnst mér undarlegt að mönnum skuli vera frjálst að nota þann stuðning sem þeir vilja að aftan. Ég veit til þess að margir leggja á sig að bera þunga riffla til veiða og ófá dæmi er um að hreindýr hafi verið felld með rifflum af tegundunum sem ég nefndi, Sako TRG og Jalonen þó þeir séu enginn léttavara. Þá veit ég einnig til þess að hreindúr hafi verið fellt með riffli sem tveir menn þurftu að bera á milli sín til veiða en ég veit ekki til þess að menn hafi verið að bera með sér aftur rest.

Hvenæt er riffill veiðiriffill eða ekki veiðiriffill?

Mér finnast þetta vera skrítnar reglur og anga af tegundarfordómum og minnimáttarkennd og er hissa á að slíkt finnist í Skagafirði.

Eigið annars skemmtilegt mót.

JAK.................sem á lítið erindi í Skagafjörðinn að þessu sinni.

Jóhann A. Kristjánsson

Skrifað þann 9 June 2015 kl 8:32

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: VFS mót Ósmann 10.06.15

Ég set hér inn til gamans mynd sem tekin var af meistaraskyttunni Hjörleifi Hilmarssyni í Tófumóti Skotíþróttafélags Kópavogs 2013.



Þar keppti Hjörleifur með Bench rest riffli, byggður á BAT F class lás í caliberinu 6mm Dasher.

Hjörleifur þurfti, eins og aðrir, að nota tvífót að framan og eina stuðninginn að aftan, sem leyfðir var, skotmaðurinn sjálfur.

Hjörleifur varð að láta sér lynda 4. sætið í þessari keppni þrátt fyrir að vera mér sérsmíðaðann einskota Bench Rest riffil.

Eina og sést var skotið af borðum í Tófumótinu 2013. Árið eftir 2014 var skotið liggjandi. Það væri fróðlegt að sjá hvernig mönnum gengur að skjóta liggjandi með BR riffli. smiling

JAK

Skrifað þann 9 June 2015 kl 9:03

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: VFS mót Ósmann 10.06.15

Sæll Jóhann.
Leitt að reglurnar skuli ekki vera sniðnar að þínum þörfum, en þetta módel hefur verið notað bæði á Ak og Egs með ágætis árangri og enginn kvartað enn. þú ert nú að mínu mati að bera samann epli og appelsínur og þú ættir nú að vita að það er ekki margt skyllt með custom boltalás eða þh. og lamalás rifflum eins og ég var að tala um.
En mín hugsun á bakvið þetta er að reyna að fá minna reyndra skyttur með ódýrari riffla til að keppa, 20 ára guttar með savage í 223 og b ushnellinn sinn eiga einfaldlega ekki séns í reyndari skyttur með custom riffla í BR caliberum og hreinlega sjást þess vegna ekki í keppnum, ef það er tegundarpólitík, minnimátttarkend og fordómar þá verður bara svo að vera.
En annars er þarna opinn flokkur sem ætti nú að henta öllum
kv.
Jón kristjánsson.

Skrifað þann 9 June 2015 kl 11:57

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: VFS mót Ósmann 10.06.15

Að skjóta af BR riffli af tveimur púðum er ekki það sama og að skjóta af tvífæti með stuðning af líkamanum að aftan.

wink

JAK

Skrifað þann 9 June 2015 kl 13:33