Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Savage23

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 4 October 2012

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/21/vill_lengja_rjupnaveiditimabilid/

Er menn og konur sammála því að lengja tímabilið? Nei eða Já

Kv. Sos

Tags:
Skrifað þann 22 November 2012 kl 10:12
Sýnir 1 til 20 (Af 94)
93 Svör

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég vil að rjúpnatímabilið verði lengt og eitthvað af dögum verði um virka daga líka

Skrifað þann 22 November 2012 kl 10:13

kapt1

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 20 September 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Að sjálfsögðu á ekkert að lengja tímabilið.. það eru lang flestir búnir að fá í matinn að ég tel. Rjúpan á að njóta vafans.

Skrifað þann 22 November 2012 kl 12:33

skombo

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Hvaða vafa á rjúpan að njóta?

Kjartan Antonsson

Skrifað þann 22 November 2012 kl 12:45

Savage23

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 4 October 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sammála Kjartani.

Það er mér illskiljanlegt hvernig ,,rjúpan á að njóta vafans" á hér við!!

Getur einhver varpað ljósi á það, t.d. Kapt1

kv. Sos

Skrifað þann 22 November 2012 kl 13:32

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Það sem ég geri ráð fyrir að við sé átt, og er svosem ekkert flókið, að sá aðilinn í sportveiðunum sem meiru hættir græði frekar á forsendubresti. Nú er annars vegar um að ræða stríðalda skyttu sem fer að gamni sínu til fjalla og hins vegar rjúpu sem verður drepin komist skyttan á veiðislóð. Sé nú vafi á því hvor græðir meira á veiðum eða ef þær falla niður ætti sá sem hættir lífinu að njóta þess vafa.
Það liggur nefnilega ljóst fyrir að enginn skýtur rjúpur til að bjarga sér frá hungurdauða.
Og ég er líka sannfærður um að bæði Kjartan og Sos skildu hvað átt var við. Þeir eru hins vegar ekki sammála þessu sjónarmiði og hafa vitaskuld til þess fullan rétt.

Skrifað þann 22 November 2012 kl 19:37

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sæll Þorvaldur ef þetta er sett fram eins og þín sýn er þá er það rétt.
En ég aftur á móti set þetta orðatiltæki -> Að njóta vafans ! sem ömurlega leið manna sem skorta rök.
Og finnst þetta ofnotaður frasi og búinn að missa hinn raunverulega og göfuga tilgang
Kveðja ÞH

Skrifað þann 22 November 2012 kl 22:11

kapt1

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 20 September 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Það má vel vera að orðið "vafi" eigi kannski ekki við hér en ég tel þó að þið hafið alveg áttað ykkur á hvað ég átti við. Reyndar útskýrir Valdur þetta stórvel.

Það er nú samt þannig að þó það viðri mjög illa til rjúpna á vesturlandi getur verið mjög gott veður á austurlandi og því erfitt að bæta við degi/dögum í veðurlegu tilliti. Á mínu svæði hafa menn gengið til rjúpna alla daga sem af er tímabili.

Skrifað þann 22 November 2012 kl 22:15

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Hvaða svæði er það ef ég má spyrja ?

Skrifað þann 22 November 2012 kl 22:24

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég er ekki sammála Húnvetningnum um að það að njóta vafans sé sett fram af þeim sem skortir rök og held reyndar að sá frasi eigi fullan rétt á sér. Það liggur þannig fyrir í lögum að sakborningur skuli ævinlega njóta vafans; leiki vafi á því að hann sé sekur er hann sýknaður. Nútíma samfélög telja að grundvallaratriði sé að saklausir skuli ekki líða og sé betra að sekir sleppi en saklausir þjáist. Nú kann að vera að það sjónarmið þyki úrelt og láta eigi sækjandann njóta vafans. Um það má vitaskuld deila.

Skrifað þann 22 November 2012 kl 22:31

kapt1

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 20 September 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Austurland

Skrifað þann 22 November 2012 kl 22:31

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Við getum farið í útúrsnúninga ef þannig viðrar en þetta kemur sakborningum bara ekkert við það veistu vel
og ég ætla ekki að láta þig draga mig niður á það plan að fara að rökræða lögfræði frasana.

Skrifað þann 22 November 2012 kl 22:41

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Já og takk fyrir svarið Kapt1 en ég er nokkuð klár á að það var snarvitlaust veður á austurlandi helgina 3-4 Nov

Skrifað þann 22 November 2012 kl 22:51

skombo

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sammála Gisminn um að fara ekki niður á þetta plan. Verð þó að viðurkenna að ég get ekki alveg staðist það. Valdur gefur í skyn að rjúpan sé sakborningur, ég er ekki sammála því. Hann kemur þá líklega með þau rök að sumir vilji dæma hana til dauða, en hann um það. Það er jafn fáránlegt fyrir því. Kapt1 segir að allir þeir sem viljað hafa stundað rjúpnaveiðar á austurlandi hafi getað það allar þær helgar sem í boði hafa verið. Það er einfaldlega rangt hjá honum. Það vill svo til að ég þekki marga veiðimenn á öllum landshlutum, þar með talið fyrir austan. Þeir hafa ekki komist alla daga vegna veðurs.

Auðvitað er hægt að segja að allir hafi komist sem vilja, það er ekkert mál að fara af stað uppdúðaður með skíðagleraugu á andlitinu til að hlýfa augunum. En hver var árangurinn?

Það sem skelfir mig mest er óeining veiðimanna á Íslandi, það er alveg sama hvaða veiði er verið að tala um, það er alltaf óeining meðal okkar.
Það þóttu meira að segja mörgum góð rökin hjá umhverfisráðherra þegar hún stytti veiðitíma á svartfugli vegna þess að ekki væri til nægt æti fyrir hann.
Flest rökhugsandi fólk hefði þá rýmkað veiðitímann svo færri myndu svelta í hel, en nei, ráðherra ákvað að láta fleiri svelta í hel með því að stytta veiðitímann.

Hugsið bara um upphaf tarkmarkana á rjúpnaveiðum félagar, af hverju kom það til?

Kjartan Antonsson

Skrifað þann 23 November 2012 kl 0:00

EBM

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 November 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sammála. Vill lengja tímabil sérstaklega vegna erfiðra sóknardaga. En tel að veiðimenn verði að vera gefa eitthvað til baka og vera sveijanlegir. TD að banna veiði þegar snjólaust er og banna hunda(pointera) svo allir sitji jafnt að þessu borði. Þannig nýtur rjúpan einhvers vafa ef það er hægt

Skrifað þann 23 November 2012 kl 0:31

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Sæll EBM þú hefur mikið til þíns máls. Maður verður að vera tilbúin að sýna sveigjanleika (en henn er sko ekki sýndur í dag) og ég er hjartanlega sammála að eins og ég vill auka daga þegar ég fæ svona vond veður þá á ég ekki að fá að veiða þegar allt er snjólaust.
En hundamálin eru sér kapituli.
Ég á Labrador sem ég fer með á allar veiðar og mér finnst hann minn besti veiðifélagi að vinum mínum ólöstuðum. Standandi fuglahundur sem er vel þjálfaður er auðvitað virkilega gott hjálpartæki og skil vel að stundum finnist þeim sem ekki hafi svoleiðis á sig hallað.
En ef við setjum upp aðrar aðstæður TD að veiða í kjarri og þá er mest skotið á flugi þá hreynlega þarf oft hundin til að finna og sækja duða fugla sem annars týndust á kafi einhverstaðar þarna fyrir framan mann í snjónum.
Held að hunda umræðuna verði að tækla í öðrum þræði eða á öðrum vettvangi.

Skrifað þann 23 November 2012 kl 0:51

G.

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Þessi óeining er ekkert óeðlileg þegar það eru svona margar skyttur sem eru sérfræðingar í öllu. Menn þykjast t.d. alltaf vita hvað hitt og þetta hefur mikil áhrif á stofna án þess að hafa neitt fyrir sér nema einhverjar tilfinningar. Og svo þykjast menn líka alltaf vita hvað stjórnmálamennirnir eru að hugsa og fullyrða allan fjandann um það.
Hvað gerðist t.d. eftir að friðunin var sett á síðast? stofninn tók verulega við sér - en þá "vita" menn náttúrulega að það var ekki vegna friðunarinnar.

Skrifað þann 23 November 2012 kl 9:24

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Ég vil lengja tímabilið, já.
Vegna þess að veðrið hefur aldrei unnið eins mikið á móti manni eftir að þessi 9 daga þvæla var sett á.
Menn vilja banna hitt og þetta, það er jú að verða algengt í okkar þjóðfélagi, banna alla skapaða andskotans hluti. Ok, banna pointera.
Ég hlustaði á einn aumingjann láta það útúr sér að það ætti að skjóta þessa andskotans hundamenn ! Sá drullusokkur sat á rassgatinu í jeppanum sínum, með foráttu sjónauka á trýninu og glápti upp í allar hlíðar, þeas nennti ekki út nema að finna ástæðu til þess !
Þá vil ég banna handsjónauka til rjúpnaveiða. Ef menn sjá eitthvað sem menn telja geta verið fugl þá eiga þeir bara að taka nokkur skref og gá að því sjálfir, ekki nota stríðtól til þess að auðvelda sér vinnuna.
Þá vil ég líka banna sækihunda af öllu tagi. Ef aðstæður eru þannig að menn þurfi hund til að leita að dauðum fugli þá ættu menn að sjá sóma sinn í því að skjóta ekki bráð sem þeir telja sig ekki geta fundið sjálfir.
Þetta á einnig við í kvöldveiði á gæs, þá verða menn bara að velja sér polla sem eru vöðlufærir.

Ég vil lengra tímabil, allavega mánuð og þá alla daga. Það gefur líka auga leið að þegar þessu er stýrt svona þá er bráðin ekki að "njóta vafans" Þeas, það eru aldrei fleiri menn á þessum þekktu svæðum en einmitt þá daga sem veður og illa gefið ráðuneyti leyfir veiðar. Það myndi einhversstaðar kallast skipulögð útrýmingaraðferð. Menn hafa bara 9 daga, það veldur því að menn verða ragari við að prófa ný svæði. Þannig eykst álag á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Öxnadalsheiði, Vaðlaheiði osfrv.
Ég fór í rjúpu síðustu helgi, ef tímabilið hefði verið lengra þá hefði ég haldið mig heima í þessu veðri en það er staðreynd, menn fara í verri veðrum en annars.
Það er bara svo margt rangt við þetta.
Og til þeirra sem tala um að það sé gott mál að fuglinn "njóti vafans" þá skuluð þið frekar fara og skjóta eins og eina til tvær tófur, þið gerið stofninum mun meira gagn þannig en að sleppa einum til tveimur dögum frá rjúpnaveiðum.
En annars, góðan daginn veiðimenn nær og fjær.

Skrifað þann 23 November 2012 kl 9:53

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Nú átta ég mig ekki alveg á því hvaða plan er verið að draga umræðuna niður á. Það að benda á að sumir vilja láta rjúpuna græða á vondu veðri er ekkert sérstakt glæfraplan. Menn geta verið því sammála eða ósammála eftir atvikum, en að þeir sem ekki vilja framlengja rjúpnaveiðitímabilið séu rökþrota og öll rök hnígi að málstað þeirra sem vilja framlengja er einfaldlega ekki rétt. Vilji menn ræða málefnalega um hlutina verða þeir að taka því að ekki eru allir sömu skoðunar. Við því er ekkert að segja, amk færist umræðan ekki niður á eitthvað plan þótt viðraðar séu aðrar skoðanir en þær sem vinsælar eru.

Skrifað þann 23 November 2012 kl 11:50

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vill lengja rjúpnaveiðitímabilið

Allt í lagi ég skal mata þetta ofan í þig þar sem þú ekki skilur hvað ég á við niður á plan
Hvað kemur lögfræði og glæpamennska vafa rjúpunar við? Er þetta nógu skýrt ?
Að færa talið frá rjúpu eða ofnotuðum frasa yfir í annað er að snúa útúr og fara niður á lægra plan ?
Og ég skal setja upp smá súning á Vafa atriðinu fyrir þig til að koma þér aftur upp á planið. Ef ekki er skotið á rjúpu þá lifir hún! Og á því er engin VAFI ef bara helmingur af leyfðum veiðidögum var hægt að veiða sluppu margar rjúpur lifandi á því er heldur engin Vafi . Ef framleingt hefði verið um eina helgi hefðu einhverjar rjúpur fallið þá en aldrei eins margar og veðrið er búið að vernda á þvi er líka engin Vafi svo hver er þá að njóta vafans ? Allavega ekki rjúpan því þar var aldrei neinn vafi!

Skrifað þann 23 November 2012 kl 12:24
« Previous12345Next »