Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu Hlaðvefsfélagar.

Nú er hreindýra veiðitímabilið að baki og vafalaust eru
unnendur þessara veiða strax farið að hlakka til þess næsta.
Ég hef ekki farið á hreindýr (enn sem komið er) en er að velta
fyrir mér ýmsu sem þessum veiðum viðkemur.
Spurning mín til ykkar sem til þekkið er þessi:
Hvert haldið þið að sé vinsælasta kalíberið til hreindýraveiða?
Auðvitað veit ég að fjölmörg kalíber eru notuð....en hvert þeirra
haldið þið að sé vinsælast?

Með fyrirfram þökk,
Magnús Sigurðsson.

Tags:
Skrifað þann 22 October 2015 kl 13:10
Sýnir 1 til 12 (Af 12)
11 Svör

Doubles

Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Sæll Magnús.

Ef ég man rétt þá var talað um í bók frá Einari Guðmann að það væri 243 Win, en nú skilst mér samkvæmt einhverji könnun sjá neðar, að 308 hylkið sé vinsælast en 6.5 kúlan (hlaupvídd ) er líklega vinsælust og kemur þar til bæði gamla frábæra veiðikaliberið 65x55 en ekki síðst 6.5x284 sem margir eru hrifnir af fyrir hreindýraveiðar. .Gallinn við 243 Rem er að flest skotfæri/rifflar í því kaliberi skila ekki næginlegri orku á 100m með 100 greina kúlu til að teljast löglegir. Sjá linkinn að neðan um netkönnun.
http://spjall.skyttur.is/kannanir-f40/hvad-eru-menn-ad-nota-a-hrein...

Hins vegar segir Siggi á Vaðbrekku að 243. 6.5x55 og 308 séu nánast jöfn en 6.5 hlaupvíddin (kúlan) algengust. .Sjá lista frá veiðimönnum hjá honum.

Kalíber 2009 2010 2011
243...........21 13 12
6,5x55.......14 19 11
6,5x65........0 1 3
6,5-284.......4 9 5
270............4 4 8
7 mm Rem....4 4 2
308...........12 9 13
3006...........4 2 0
300 Win.......3 3 0
300 WSM......1 2 0
2506...........4 1 1
7x57...........5 0 0
7x64...........1 0 0
7x65...........1 0 0
300 H&H......1 0 0
338 Blazer.....0 0 1

kv,
Hafliði

Skrifað þann 29 October 2015 kl 22:22

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Ágæti félagi Hafliði!

Takk fyrir frábært svar...og takk fyrir að gefa þér tíma
til að setja þetta samansmiling
Í þínum gögnum kemur fram að gamla góða .308 Win.
er ekki eins vonlaust og sumir félagar okkar hér á spjallinu
vilja vera láta!! (skórnir með stáltánnigrin)
Mér er sagt af aðilum sem vel þekkja til hreindýraveiða að
90% dýra séu felld innan 300m...ef rétt er má augljóst vera
að .308 Win er einkar heppilegt kalíber til þessara veiða.

Beztu kveðjur til þín og þinna,
Magnús Sigurðsson
P.s. .243 er Win en ekki Rem...aukatriði auðvitað..en ég
veit að minn gamli bréfavinur (nú látinn) Warren Page sem
er höfundur .243 Winchester myndi snúa sér við í gröfinni ef
þetta hugafóstur hans væri spyrt við Remingtonmischievous

Skrifað þann 30 October 2015 kl 11:44

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

tekið af síðu ust

Viðhengi:

Skrifað þann 30 October 2015 kl 14:13

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Ágæti félagi Ingvar Reynir!

Takk fyrir annan frábæran póst!!!
Þetta eru magnaðar upplýsingar og mjög fræðandi.
Í heimsku minni hélt ég að 100 grains kúla væri lágmark til hreindýraveiðaawkward
Ég er auðvitað að tala um eitt af mínum uppáhalds kalíberum ....234Win.
Er ég að fara með einhverja vitleysu hér....ef svo er vinsamlegast leiðréttið
ágætu félagar,.
Magnús sigurðsson

Skrifað þann 30 October 2015 kl 16:53

Doubles

Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Sæll Magnús. Jú alveg rétt 100 gr kúla er lágmark og einning slagkraftur ekki minni en 1300 LBS/Ft og fæst skotfæri sem þú kaupir fyrir 243 Win ná því lágmarki ( afsakaðu prenntvilluna áður) . Í reglugerðinn segir m.a.

"Nota skal riffla með hlaupvídd 6 mm eða meira. Kúluþyngd skal ekki vera minni en 6,5 g (100 grains) og slagkraftur ekki minni en 180 kgm (1300 pundfet) á 200 metra færi."
Hins vegar held ég að flest dýr séu felld innan 200 m, allavega er það mín reynsla.
kv,
Hafliði

Skrifað þann 30 October 2015 kl 20:49

shadow

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Sælir . Smá pæling 6.5-65 cal hvað er það eg hef ekki seð það vildi gjaran fá svör. Takk

Skrifað þann 25 November 2015 kl 0:01

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Hér kemur smá info:

http://www.osaaustralia.com.au/products/ammunition/centrefire-rifle...

http://www.chuckhawks.com/6-5x65rws.htm...

http://stevespages.com/jpg/cd65x65rws.jpg...

Skrifað þann 25 November 2015 kl 12:07

shadow

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Talk firir þetta

Skrifað þann 25 November 2015 kl 21:10

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Sælir. Ég hef það eftir veiðimanni, sem ég hef ástæðu til að ætla að viti hvað hann er að tala um, að hér á árum áður hafi flest dýr verið felld með 22-250. Þeir rifflar taka varla nema 55-60gr kúlur, almennt séð. Veit einhver hvaðan tölurnar komu, sem notaðar eru í reglugerðinni í dag? (Og hvers vegna? Var almennt ekki verið að fella þau dýr sem skotið var á? Kannski vegna þess að menn voru ekki að hitta almennilega? Það er önnur en þó nátengd umræða.)

Skrifað þann 9 December 2015 kl 13:58

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Sæll bjasi

Ég hef svosem ekki ástæðu til að rengja vin þinn, en mín tilfinning er að mun fleiri hreindýr hafi verið skotin með .22 Hornet og 222 en 22-250, þar sem 222 var álitinn stór riffill á árum áður.

Ég er svosem ekki viss um að 22-250 hafi verið útbreitt fyrr en í seinni tíð og þá kannski frekar sem varmint cal.

Hreindýra veiðar spanna nú nokkuð langt tímabil á Íslandi og BRNO og SAKO í 222 eða .22 Hornet til nokkuð víða.

Ég hef þó ekkert annað fyrir mér í þessu en tilfinningu svo það getur svosem alveg verið rétt hjá vini þínum.

Skrifað þann 10 December 2015 kl 20:29

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinsælasta hreindýrakalíberið?

Sælir ágætu félagar.

Þessi þráður hefur tekið all breytta stefnu....sem er hið allra bezta mál!

Ég má til með að leggja í púkkið sanna sögu sem gerðist fyrir mörgum árum,
áratugum áður en núverandi reglur um hreindýraveiðar tóku gildi.
Sú var tíðin að bændur felldu sjálfir sinn hreindýrakvóta eða fengu mann til
að sjá veiðarnar fyrir sína hönd. Ekki óalgengt sami maður felldi tug (tugi?) dýra.
Á þeim tíma sem hér um ræðir voru í hverri sveit þrír kóngar:
Sýslumaðurinn, presturinn og ekki síst læknirinn. Ekki var óalgegnt að bændur
vildu gera vel við þessa vitringa og þá sérstaklega lækninn.
Nú bar svo við að vinur minn kom úr læknanámi frá útlöndum
en vegna stöðuleysis við Landsspítalan var hann beðin að
að taka að sér að vera læknir þar eystra þar til úr rættist.
Þessum tíma lýsir vinur minn sem dásamlegasta tíma lífs sín, enda, eins og
hann orðaði það, umkringdur mikklu heiðursfólki jafnt til orðs sem æðis.
Þessi vinur minn var og vonandi er mikill áhugamaður um alls kyns veiðar
og þá ekki síst með riffli.
Þegar ágætir sveitungar komust að þessu áhugamáli doksa var mínum
manni umsvifalaust boðið á hreindýraveiðar!
Eftir að hafa þakkað innilega gott boð sagðist hann þurfa að fá sendan almennilegan
riffil frá vini sínum í Reykjavík (.280 Rem / Rem 700 / Zeiss 8 X 56).
Og þá var spurt "En af hverju notarðu ekki stóra riffilinn þinn?"
Sá stóri var BRNO .223smiling
Ekki taka þessa örsögu sem gagnrýni á einn né neinn...svona var þetta bara.

Svo maður vindi sér í tæknhlið málsins þá er ég ekki í nokkrum vafa að með réttri
kúlu og réttri staðsetningu hennar í bráðinni steindrepur .223 hreindýr á 75 - 100m
færi. Ég hef aldrei skotið hreindýr..og þá allra síst með .223...en nógu marga útseli
með ,222 til að byggja þessa skoðun mína á.
Svo maður taki annað og óendanlega sorglegra dæmi; hvað skyldu margar manneskjur
hafa fallið fyrir .223?

Þakka skemmtilegan og fræðandi þráð!

Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 11 December 2015 kl 1:00