Vinstri handar, eða rétthendis byssa?

BigRoom

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Nú leita ég ráða hjá ykkur félagar.
Þanni er mál með vexti að ég er með svakalega vinstra ráðandi auga, þannig að ég byrjaði bara að skjóta af vinstri öxlini frekar en að vera að slást við augað.
Nú langar mig í hálfsjálfvirka haglabyssu og þar er ekki um auðugan garð að gresja þegar maður er ekki tilbúinn að eyða 250+ þúsund.

Þá er spurning, er eitthvað vit í því að skjóta með hægrihandar byssum af vinstri öxlini?

Tags:
Skrifað þann 12 October 2015 kl 18:44
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Vinstri handar, eða rétthendis byssa?

Ekkert sem bannar það, þú bara prófar

Skrifað þann 12 October 2015 kl 22:12

WeeReg

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 16 October 2012

Re: Vinstri handar, eða rétthendis byssa?

Ég er í sömu málum og þú með vinstra ráðandi, en rétthentur. Ekkert mál að venja sig við að skjóta frá vinstri öxl. En ef þú ert með hálfsjálfvirka byssu fyrir rétthenta og notar hana við vinstri öxl, þá er mikilvægt að vera með góð gleraugu sem vernda augun vel fyrir púðurleifum o.þ.h.

Skrifað þann 12 October 2015 kl 22:29

Óli H

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinstri handar, eða rétthendis byssa?

Ég mæli með að þú fáir þér örvhenda byssu. Ég er örvhentur með vinstra augað ríkjandi, og var að notast við rétthenda byssu. (er hættur því í dag) Ástæðan. Til að losna við púðurleifar í augun, og það er lítið spennandi að blindast í fyrsta skoti í kvöldgæs .Þegar gasið/blossinn úr byssunni gengur þvert fyrir andlitið.
Vandaðu valið. Notaðu bæði kort og cash, þannig að þetta líti nú betur út í heimilisbókhaldinu, og fáðu þér örvhenda byssu í topmerki sem endist þér. Það er einfaldlega skemmtilegra að eiga gott dót en lélegt..
Kv. Óli H

Skrifað þann 13 October 2015 kl 11:01

BigRoom

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vinstri handar, eða rétthendis byssa?

Franchi Affinity varð fyrir valinu, í vinstri handar útgáfu. Hlakka mikið til að prófa gripinn eftir helgi.

Þakka svörin drengir.

Skrifað þann 18 October 2015 kl 0:55