Weatherby rifflar

30-378

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

þið sem eigið weatherby riffla hvernig reynast þeir?

Kv jhh

P.s ..á einn sjálfur M 5 í 300 wm ekki mikil reynsla enn en lofar góðu

Tags:
Skrifað þann 20 December 2015 kl 0:42
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Weatherby rifflar

Weatherby og Howa eru sömu rifflarnir, weatherby er ameríkutýpan svo Howa er algengari hér á landi og hefur reynst mjög vel, margir Howa rifflar hafa staðið uppi sem sigurvegarar á mótum bæði í flokki óbreyttra og breyttra riffla.

þetta eru góðir lásar en þar sem þetta eru mjög ódýrir rifflar eru notuð á þá ódýr hlaup, með því að setja vandað hlaup á þá er riffillinn orðinn hárnákvæmur og mjög eigulegur gripur.

er núna með einn sem er með Krieger hlaupi í Remington contour, 6mm Dasher, hann er í Sako hnotu skepti og á honum er Nightforce 5.5-22x56, tekur 1" grúppu á 500m án vandamála smiling

Skrifað þann 20 December 2015 kl 11:34

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Weatherby rifflar

Ágæti jhh / 30. - 378.

Það er hárrétt sem Daníel segir um samstarf Howa og Weatherby...
Þessi samvinna hófst um 1970 eftir erfiðan skilnað Weatherby og
þess ágæta framleiðanda J. P. Sauer & Sohn í Þýzkalandi.
En frá árinu 1994 eru allir Mark V rifflar Weatherby smíðaðairí Kalíforníu.
Eins og þú vafalaust veist þá býður Weatherby uppá ódýrari gerð en Mark V,
nefnilega Weatherby Vangard. Þann riffil framleiðir Howa alfarið fyrir WB.
Eins og Daníel kemur inná þá hafa þessir rifflar reynst hinir mestu
kosta gripir og eigendur þeirra alla jafna hæst ánægðir.
Ég hefi "þjónustað" (stillt inn og hlaðið í) 3 Mark V riffla um dagana.
Einn í kal. 300 WM annar í .270 WM og sá skemmtilegasti í .257 WM.
Allt hafa þetta verið frábærlega nákvæmir veiðirifflar.....og það sem
meira er .. .257 WM riffillinn hélt á stundum að hann væri markriffillsmiling
Gættu þess að fylgjast vel með hlauphita þegar þú ert að skjóta
á æfingum....það tekur .300 WM ekki langan tíma að skaða hlaup ef ekki
fylgst vel með!!

Gangi þér sem bezt,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 20 December 2015 kl 14:29

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Weatherby rifflar

Ágætu félagar jhh / 30. - 378 og 2014 / Daníel Sigurðsson..
og auðvitað allir aðrir Hlaðverjar!

Kannski hafa Weatherby menn gaman af eftirfarandi sögu?
Fyrir mörgum kílóum síðan var mér hver dagur sem vítiskvöl
vegna þess að ég átti ekki Weatherby Mark V Left Hand.
Þetta var löngu fyrir Internet og jafnvel var Faxi gamli brokkgengur.
Sem sagt á þessum tíma notuðu men það sem nú er kallað Snail Mail.
Ég skrifaði langt og að mér fannst gríðarlega gott bréf til Roy Weatherby
sem í þann tíð ól önn fyrir sér og fjöldskyldu sinni þar sem heitir
South Gate ,California, USA!
Svar addressa mín var svo nákvæm að til viðbótar við heimilisfang, land og
heimsálfu fylgdi símanúmer ættar minnar til margra ára!
Líður nú tíminn og ekkert gerist .Ekki óalgegnt á þessum tíma.
En 36 dögum eftir að ég sendi hið merkilega bréf hringdi síminn á heimili mínu...
og á hinum endanum var töluð erlend tunga sem fljótlega var greind sem enska.
Þar var kominn maður nokkur sem kynnti sig sem Roy Weatherby!!!!!
Okkar samband hélst allt þar til hann andaðist...mér finnst það hafa verið
í apríl (eða maí?) en árið er á hreinu ..1988.
Mér barst mér dánarfregnin gegnum son hans Roy Weatherby Jr. ......
sem aldrei er kallaður annað en Ed.
Þessi ágæti sonur sem nú stjórnar vaxandi fyrirtæki var svo elskulegur
að senda mér eintak af ævisögu föður síns...sem ég lánaði einhverjum
sem hefur gleymt að skilasmiling

Með beztu (jóla) kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 21 December 2015 kl 20:44