ZEISS TÓFAN 2016

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Zeiss tófan, tófumót Skotíþróttafélags Kópavogs og Skotdeildar Keflavíkur verður haldið sunnudaginn 22. maí. Hér má sjá reglur keppninnar og skotskífuna sem skotið verður á en búið er að gera breytingar á henni frá fyrri mótum.
.
Vegleg verðlaun verða í boði á mótinu en verslunin Hlað hefur gefið glæsilegan Zeiss Terra sjónauka sem verður í verðlaun fyrir 1. sætið í keppninni.
http://www.hlad.is/…/zeiss-conquest-hd-8-x-42-handsjnauki-…/...

Ein villa er í reglunum og hún er sú að ekki verði posi á staðnum. Það er ekki rétt. Posi verður á staðnum og mælst er til þess að keppendur greiði keppnisgjaldið með korti.

Hér má sjá keppnisreglur og skotskífu:

http://www.flickr.com/photos/skotkop/26741166131/in/album-721576673...

JAK

Tags:
Skrifað þann 9 May 2016 kl 18:06
Sýnir 1 til 9 (Af 9)
8 Svör

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ZEISS TÓFAN 2016

Nú er ein vika eftir af skráningarfresti í Zeiss tófuna.
Fimm keppendur eru búnir að skrá sig.
Glæsileg verðlaun fyrir fyrsta sætið frá versluninni Hlað.
Skráningar sendast á jak(hjá)internet.is

Skrifað þann 11 May 2016 kl 10:14

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ZEISS TÓFAN 2016

ZEISS TÓFAN -Fréttir

Nú eru fimm skráningardagar eftir fyrir Zeiss tófuna og skráningar orðnar það margir að þær nægja til að fylla tvo riðla.

Þeir sem skráðir eru koma víða að. Sjö eru félagar Skotíþróttafélags Kópavogs. Einungis einn keppnismaður er búinn að skrá sig frá Skotdeild Keflavíkur. Einn frá Skotrein en tveir frá Skotfélagi Vesturlands og eru menn ekkert að víla fyrir sér þótt þeir þurfi að leggja land undir fót því þrír eru skráðir frá Skotfélagi Akureyrar og einn frá Skotfélagi Öxarfjarðar.
Einn keppendanna er ekki í neinu skotfélagi en mér kæmi ekki á óvart þótt það myndi breytast þegar hann uppgötvar hvað við í Skotdeild Keflavíkur og Skotíþróttafélagi Kópavogs erum ótrúlega skemmtileg.

Og spjöldin og skotmörkin eru tilbúin í bílskúr formanns SFK.

Skrifað þann 14 May 2016 kl 8:57

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ZEISS TÓFAN 2016

Sælir.
Til hamingju með þetta frábæra framtak.
En ég hugsa að fleiri mundu skrá sig ef mönnum væri ekki gróflega mismunað í þessu fyrirkomulagi mótsins! þið bannið brake sem allir geta átt og notað, en leyfið hljóðdempara sem hingað til einungis fáir útvaldir hafa fengið leyfi fyrir, bæði hlutir sem hafa svipaða virkni á bakslag og nákvæmni nema annað hefur hátt hitt lágt, annað öllum leyft að eiga og nota hitt ekki. Maður spyr sig er þetta samgjarnt??
kv.
Jón Kristjánss

Skrifað þann 17 May 2016 kl 20:44

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ZEISS TÓFAN 2016

Sæll Jón

Þetta er að sjálfsögðu eins ósanngjarnt og hugsast getur. wink .....

...en í samræmi við lýðheilsustefnu Skotíþróttafélags Kópavogs.

JAK

Skrifað þann 18 May 2016 kl 0:16

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ZEISS TÓFAN 2016

Sælir.
Alltaf gott að hugsa um heilsuna, Þannig að SFK finnst þá í lagi að mismuna keppendum með formi búnaðar í skjóli eh. lýðheilsustefnu, spurning um hverig það samræmist jafnræðisstefnu STÍ/ÍSÍ væri þá ekki réttast að banna hvorutveggja? til að fólk keppi á jafnræðisgrundvelli.
Annars pirrar þetta mig ekki mikið varð bara að velta þessu upp, sérstaklega í ljósi þess að sumir voru ekki sáttir með mótareglur á öðru móti þega þær hentuðu ekki viðkomandi! wink
http://www.hlad.is/index.php/spjallbord/almennt-um-veidi/vfs-mt-sma...
en annars eigið gott mót og umframm allt skemmtið ykkur, um það snýst þetta jú allt
kv.
JK

Skrifað þann 18 May 2016 kl 7:09

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ZEISS TÓFAN 2016

Sæll Jón

Fyrirgefðu að ég skuli hafa sært þig svo mikið að þú ert ekki enn búinn að jafna þig, þegar ég gerði athugasemdir í fyrra við keppnisreglur þínar þar sem riffillásum var mismunað án nokkurra rökrænna ástæðna. En þar sannast hið fornkveðna: Sannleikanum er hver sárreiðastur. wink

Því miður er það ekki Skotíþróttafélag Kópavogs sem ræður því hverjir fá leyfi fyrir hljóðdempurum. Ef svo væri þyrftu áhugamenn um þau tæki ekki að efna til undirskriftalista til að fá þá leyfða.

Sumir þeirra sem þátt taka í tófumótinu eru grenjaskyttur, hafa leyfi fyrir hljóðdeyfa og hafa still riffla sína og sjónauka miðað við notkun þeirra. Það er því bara sanngjarnt að þeir fái að nota þessi tæki í móti sem líkt er við veiðar þeirra.

Notkun hljóðdeyfanna er bara betra fyrir alla aðra keppendur og starfsmenn mótsins. Þeir veita notendum þeirra enga yfirburði því eins og þú vafalaust veist er misjafnt hvernig mismunandi rifflar bregðast við deyfinum. Sumir skjóta verr, aðrir betur eða vera þeirra á hlaupinu breytir engu um ákomu.

En að nota hlaupbremsur í móti þar sem keppendur eru 30 auk starfsmanna og áhorfenda er ekki boðlegt.

Bestu kveðjur í Skagafjörðinn smiling

JAK

Skrifað þann 18 May 2016 kl 21:46

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ZEISS TÓFAN 2016

Er ekki alveg eins hægt að segja að margir veiðimenn stilla fyrir hlaupbremsu til þess að sjá betur hvort refurinn fellur við skotið. Ef áhorfendur fá að standa alveg ofan í mönnum meðan þeir skjóta, þá held ég að það sé eithvað sem mætti laga.. Starfsmenn á mótum eru ávalt með góðar heyrnarhlífar þar sem ég hef farið á skotmót.
B.K. að austan þar sem allt má wink

Skrifað þann 19 May 2016 kl 0:30

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ZEISS TÓFAN 2016

Það væri frábært ef skotaðstaðan, skothúsið væri það rúmt að starfsmenn þyrftu ekki að standa eins nálægt skotmönnu og raun ber vitni.
Aðstaðan í Höfnum er frábær og Skotdeild Keflavíkur til sóma en ekki er hægt að ætlast til að þeir byggi mörg hundruð fermetra skothús.

Þá má ekki gleyma öðrum keppendum sem þurfa að liggja við hliðina á bremsuskyttunni og fá hljóðhöggbylgjuna og gasstrókinn á sig.

Ég tel því að rökin á móti bremsunum séu sterkari en rökin með.

JAK.....sem telur að skotmenn eigi að velja sér kaliber sem þeir eru menn til að skjóta.

Skrifað þann 19 May 2016 kl 7:40