Hnísuuppskrift

karig

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ég má til með að deila með ykkur uppskrift að hnísusteik sem ég prufaði í vikunni: Takið ca. 500 g. hryggvöðva og hreinsið allar himnur og fitu utan af bitanum. Saltið og piprið vel yfir allan bitann, sem þið vefjið í álpappír, en með í pakkan setið þið hálfan niðurskorinn stóran lauk, sem var reyndar léttbrúnaður á pönnu fyrst en skiptir örugglega ekki máli. Grillið í ca 25 mín, fer eftir hita grillsins, ég hafði það á lágum hita, eða eins og þið væruð að grilla nautalund. Með þessu hafði ég stórar grillkartöflur og svissaða sveppi, lauk og smjör, enga sósu, en aðal málið er kjötið sjálft. Ég hef ekki smakkað hnísu fyrr, en þetta er einhver albesta steik sem ég hef bragðað, mjög meir og bragðið eins og sambland andar og svartfugls (ekki æðarkollu). Kannski skiptir máli að hnísan var skorin spriklandi í neti og blæddi því vel. Ég hef heyrt allskonar sögur um lýsisbragð af hnísu, og tilfæringar til að ná því með mjólkurbaði, en sá sem gaf mér bitann sagði að það væri algjört atriði að skera vandlega alla fitu burtu. Bon appetit!

Tags:
Skrifað þann 27 April 2013 kl 15:30
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

karig

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hnísuuppskrift

ps. mikilvægt að láta steikina hvíla í ca. 10 mín í álpappírnum eftir að hún er tekin af grillinu, sem gildir svo sem um allar steikur.

Skrifað þann 27 April 2013 kl 19:11