Jena riffil sjónauki

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Bjarnithor Langar aðeins að spyrja ykkur hvort þið þekkið til Jena þýskra riffil sjónauka.
Þetta eru gamlir gripir. Það væri gaman að heyra frá ykkur ef þið kannist eitthvað við þetta.
Bjarni
2009-12-06 23:06:15
brno .243 Vel á minnst. Ég á einn svona og hef lengi ætlað að komast að því sama og þú. Það var einn á Brno .243 ZKK 601 sem ég á (árg. 1973) og mér skilst að þeir hafi komið samsettir frá brno - verksmiðjunni með þessa sjónauka. Keypti riffilinn notaðan með þessum sjónauka fyrir nokkrum árum síðan. Sjónaukinn hjá mér er með stólpa-miði, 30 mm túbu og fastri stækkun. Hvernig er þinn?

Nú þyrftu einhverjir spekingar að láta ljós sitt skína

Kveðja,
brno .243
2009-12-06 23:33:21
McFlurryMcNugget Jena optic er hágæða sjónaukar en eru hættir framleiðslu á hand kikir og vopna sjónaukum.

Eru núna i smásjám , laser gler og öðru high tec eins og stjörnu kikirs glerjum.

Carl Zeiss og jena voru 1 fyrirtæki þvi var skipt upp

I dag er JENA Jenoptic.

Nafnið var Carl Zeiss Jena i byrjun.

http://www.jenoptik.com/cps/rde/xchg/jenoptik/

Þið eigið hágæða sjónauka strákar.
2009-12-06 23:39:19
maðurlifandi já, hvort þið eigið... Þetta er austurþýska átletið frá zeiss og menn stand beinlínis í biðröðum til að eignast þetta. Gangi ykkur vel. 2009-12-06 23:59:45
brno .243 Frekar lítið notagildi með stólpamiðið... er ekki á leiðinni á villisvín eða svartabjörnsveiðar í bráð :) 2009-12-07 00:10:49
Kallikaldi Þetta eru þeir sem tóku við eftir sameiningu Þýskalands
http://www.docter-germany.com/en/DOCTER/Products/Rifle-Scopes__229/
Kv KK
2009-12-07 00:12:54
McFlurryMcNugget Stólpa miðun er keppnisgrein.

running target á Olympiu leikum.

http://www.nickel-ag.com/en/products/scopes/rt.aspx
2009-12-07 00:15:09
aflabrestur Sælir Félagar.
Ef þið hefðuð hug á að láta svona sjónauka þá er ég að leita að svona grip frá milli 70\' og 80\'.
Hét þetta ekki Volmer-Jena einhver tíman annars er ég ekki vel að mér í þessum Þýsku glerjum DOCTER, ZEISS, Jena og hvernig þetta tengist allt saman.
kv.
Jón
baikal(a)visir.is
2009-12-07 00:44:25
McFlurryMcNugget ég held að eins og með flest fyrirtæki sem ganga gegnum áratuga rekstur þá breytast nöfn og eigendur.

Þyskaland A / V siðan saman á ný ???????

Alveg eins og kennitölu flakk og nafna bretingar margra islenskra fyrirtækja.

2009-12-07 00:58:57
McFlurryMcNugget Aflabrestur

ertu ekki þá með handsjónauka ?

Kveðja.
2009-12-07 02:16:51
solvijo 2009-12-07 09:15:13
303british ég á einn svona gamlan austur þýskan zeiss. Ég sendi hann til þýkalands fyrir nokkrum árum og lét skipta út stólpanum fyrir kross númer 4.
Túban er 26mm sem er mjög spes.
2009-12-07 11:36:06
Bjarnithor Minn er á Remington 722 222 frá því um 1960 rosa flottur riffill sendi inn sögu og myndir bráðum.
Vantar hugsalega hlaup á hann, ef þið eigið hlaup sem passar megið þið hafa samband við mig. bjarni@pabbi.is
2009-12-07 11:59:26
JP Sælir.

Á einn nákvæmlega eins og sá sem er á myndinni hér fyrir ofan.
Mjög gott að horfa í gegnum hann. Hárfínn kross.

Kveðja, Jón P.
2009-12-07 12:21:03
HPÞ. Sælir, er með einn Jena 6x42 með stólpamiði sem faðir minn átti og notaði á sinn fyrsta riffil sem var Sako Forester cal 243. Sjónaukinn er sennilega frá 1959-1960. Hann notaði sjónaukann í rúm 20 ár og setti ég hann síðan á minn fyrsta riffil sem var Remington 700 cal 6mm Rem. Ég var með hann á remmanum í 5 ár og fékk hann þá sína aðra hvíld. Nú er hann nýkominn í gagnið aftur á Sako Riihimaki cal 222 eftir 10 ára hlé. Þessi sjónauki er frábær kostur út á 200 m í tófu og ekki síst í skothúsveiði þar sem hann hann er mjög bjartur og stólpinn sver, læt til gamans fylgja með mynd sem tekin var 1980 þar sem hann er á gamla Sakoinum. Dökka rákin á kviðnum á refnum er eftir fyrra skotið.

Kv Halldór
2009-12-07 13:14:07
brno .243 303 british... hvernig snérirðu þér í því að senda sjónaukann út? Mátt endilega deila því með mér... eða einhver sem veit.

brno .243
2009-12-07 14:32:01
303british Hann heitir Harald Ros.
þetta er mailið sem hann notaði þegar ég var í sambandi við hann í okt 2007.
Kíkirinn min er reyndar yngri en þessir sem strákarnir eru að sína hérna.
Harald_Ros@5TB8MN5ZL3EW.webpage.t-com.de
2009-12-07 14:49:48
Ágúst Þór Sælir

Ég er með Jena sjónauka á BRNO ZG 47 cal. 30.06. Hann er frá árinu 1956 og er virkilega fallegur riffill og kíkirinn er mjög góður. Þyrfti þó að fá betri festingar fyrir kíkinn. Á kíkinum stendur ZF6/S AUS JENA DDR

kv. Ágúst
2009-12-07 18:40:06
Bjarnithor Virkilega flottur riffill hjá þér ég þarf að fara að henda inn myndum af Remmanum með Jenunni. 2009-12-07 18:55:03
McFlurryMcNugget Gaman að sjá hvað margir eiga svona eðal græjur.

Væri gaman að sjá leður töskur og Handsjónuka frá þeim lika.

Takk takk
2009-12-07 19:15:36
303british Kíkirinn minn heitir Carl Zeiss Jena og er 8x56.
veit ekkert hvað hann er gamall. 70-80?
2009-12-07 19:36:18
McFlurryMcNugget Águst Þór það er verið að selja kikir eins og þinn á ebay kaupa núna á 500 evrur.

http://cgi.ebay.de/Carl-Zeiss-ZF-6-S-178553_W0QQitemZ110465264573QQcmdZViewItemQQptZDE_Computer_Elektronik_Foto_Camcorder_Optik?hash=item19b83e2bbd#ht_500wt_924

cirka 92.000kr
Cirka 130.000kr hér heima með gjöldum.

Til hamingju
2009-12-07 21:10:22
McFlurryMcNugget Strákar ég skal kaupa allt þetta gamla drasl á 2 skot pakka stgr : )


Verðlaust og gamalt.

Koma svo.

Kveðja
2009-12-07 21:19:02
303british Minn er nú jafnvel til sölu fyrir rétt verð ( meira en skotpakka)
er nebblega að safna fyrir rifli sem mig langar í
2009-12-07 22:25:02
brno .243 Takk fyrir þetta british, ég ætla að prófa þetta. Var að skoða minn og það stendur á honum líka Jena AUS DDR

kveðja,
brno
2009-12-07 23:11:35
McFlurryMcNugget án þess að vera viss.
Carl zeiss i dag er að gera smásjár gler og diska fyrir Smásjár.
Jena er að gera smásjár.

Ég gæti alveg haldið að þeir væru en saman ????? og i Kaldstriðs timum lika ??????????
Það virðist vera að dýrari hlutin hafi verið framleidur i Austur Þýskalandi og ódyrari i Vestur.
Kannski meikkar sens miðað við laun og skyldur vestan megin.

en veit ekki meira.

Var að leita að upplýsingum og finnst miðað við þær að hátækni deildin i Þýskalandi vera vel skipt þar á milli.
2009-12-08 00:07:48
Abraham Superman Ég er með einn svona eins og 303british sýnir mynd af á winchester í 222 og er þetta alveg æðislegur kíkir. 2009-12-08 01:54:50
McFlurryMcNugget Já 8x56 er æði.

Leitun að betra.sem ekki finnst.Kannski nokkrir sambærilegir

kveðja
2009-12-08 11:43:22