Um fyrirtækið

storhugar.jpgHlað hóf starfsemi á Húsavík 1984 þegar nokkrir rjúpnaveiðimenn þar í bæ hófu tilraunir með framleiðslu haglaskota. Má segja að aðal hvatinn fyrir því hafi verið fátæklegt úrval rjúpnaskota og íllfáanleg skot sem hentuðu norðlenskum aðstæðum að þeirra sögn. 
Fyrstu árin voru skotin hlaðin í handhleðslutækjum í frístundum þeirra félaga, þetta spurðist út og fljótlega varð eftirspurnin það mikil að fjárfest var í notaðri hleðsluvél frá Gamebore á Englandi og skömmu síðar fullkomnum hraða og þrýstimælitækjum. má segja að þá hafi framleiðslan hafist fyrir alvöru.
Í dag hefur Hlað tvær fullkomnar hleðsluvélar sem geta framleitt 3300 skot á klukkustund. 



Auk verksmiðjunnar á Húsavík rekur Hlað tvær verslanir, á Haukamýri 4 Húsavík og Bíldshöfða 12 Reykjavík. Hlað á Húsavík framleiðir yfir hálfa milljón haglaskota árlega og hefur Jónas Þór Hallgrímsson stjórnað framleiðslunni frá upphafi.


Hlað ehf, Haukamýri 4 640 Húsavík, Bíldshöfða 12 110 Reykjavík
Kennitala 470684 0119, vsk no. 07407 samkv. leyfi RLS 7/00.