Hafið augun opin.

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Herbert Sælir.
Þetta erindi mitt tengist veiði óbeint.
\\\'i fyrri nótt átti ég leið í Húsafell að skila veiðifélaga heim , við afleggjarann að Hraunfossum brotnuðu felguboltar að afran og dekkið fór undan,
Bíllinn stöðvaðist hálfur útaf veginum lítið skemmdur.
Þar sem mig vantaði felgubolta til að geta komið hjólinu undir og kuldi og snjó gerðu allt önugt þá var ákveðið að bjarga málum að morgni.
Þetta gerðist kl 03, kl 09,30 var komið á staðinn og þá var búið að stela dekkinu auk þess sem reynt hafði verið að ná dráttarkúlu af en ekki tekist.
Dekkið sem um ræðir er nýlegt 38\\\" GrandHawk nelgt á svartri Wite Spoke felgu, með krana og ventli felgan er svört og miðjan er skemmd,
Það er líklegt að þessi höfðingi þurfi aðstoð á verkstæði til að ná dekkinu af felgu (soðinn kantur)
Sé einhver sem vinnur á dekkjaverkstæði sem les þetta bið ég viðkomandi og reyndar alla sem þetta lesa að hafa augun hjá sér.
Þetta er einkar bagalegt vegna þess að þessi dekk eru ekki flutt lengur til landsins , reyndar ekki framledd lengur, þannig að gangurinn er ónýtur þar til mér tekst að finna dekkið eða annað sambærilegt, Ef þið vitið af svona dekki vinsamlega sendið mér mail á augastadir@emax.is.
Mér datt í hug að hægt væri að fá Spöl til að fara yfir myndir úr göngunum ef hugsanlega sæist dekk á palli en það má víst ekki að mati Persónuverndar (Glæpamannaverndar ríkissins)
kv snorri
2011-12-11 13:41:51
257wby Ekkert fær að vera í friði nú til dags,tók mér það bessaleyfi
setja linkinn á þetta inn á facebookið hjá mér.
Vona að sá/þeir sem þarna voru að verki finnist og
þú fáir dekkið aftur.

Kv.Guðmann
2011-12-11 14:41:14
Rover Ferlegt alveg maður, ekkert fær að vera í friði.

Kallinn hringir örugglega í þig. það má vel vera að við eigum e-h dekkja garm til að lána þér ef bíllinn stendur ekki réttur í hjólinn, Þú veist hvar þú getur svipast um eftir því.

Vonandi finnst dekkið.

kv
Gummi McKinstry
2011-12-11 15:03:48
Vari Hvernig gekk veiðin . 2011-12-11 17:43:21
Bazzi http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=5&t=30663#p169999

vonandi fynnið þið dekkið
2011-12-11 18:44:15
Esjugrund ehf Talaðu við Jón Hauksson hja bíla búð Benna og fáðu hann til þess að senda fjölpóst á öll dekkjaverkstæðin ekki væri verra ef þú tækir mynd af einu dekki og felgu og sendir honum þá er auðveldara að þekkja það ef það kemur inn einhverstaðar í umfelgun

Kveðja
Guðmundur
2011-12-11 20:14:54
Hnutur Á eitt hálfslitið 38\" míkróskorið Ground Hawk dekk, ca. 10mm munstur þar sem mest er á miðjunni, en minna í köntunum verð 40.000,- Dekkið er fyrir 15\" felgu.

Á einnig til sölu fjórar 15\" stálfelgur, 13\" á breidd, 6 gata (Toyoa, Patrol, Pajero o.fl.). Fást allar saman á 40.000 kall. Ath. þetta eru original 13\" breiðar felgur, hafa ekki verið breikkaðar. Lítið notaðar og líta vel út.
Sími 894-7070
2011-12-12 20:52:13
paskaungi https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=26665553&advtype=8&page=1&advertiseType=0



2011-12-14 20:04:46