Nýja Spjallborðið > Gamla Spjallborðið > Almennt um veiði > Kostir og gallar .17 hmr saman borið við .22 lr

Kostir og gallar .17 hmr saman borið við .22 lr

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
nafni Nú hef ég ekkert ofurvit þessu dót en ég er búinn að fella flest það sem ég hef borðað með .22 lr en nú verð ég að endurnýja og það er það spurning á maður að fá sér annan .22 lr eða kaupa sér .17 hmr. Því leita ég á náðir ykkar með upplýsingar um kosti og galla .17 hmr umfram .22 lr
Ég er ekkert mikið fyrir að skjóta á pappa, veiði mest með þessum riffli, en nú verð ég sennilega skotinn í kaf fyrir að uppljóstra því.

Ég á nú einnig haglabyssur og 270 win

Kv. Nafni
2012-05-13 17:29:13
byssur info ekkert að því að veiða með .22lr, sennilega mest notaða kaliberið í veiði hér á landi síðan það kom fyrst á markað... þó að margir vilji ekki viðurkenna að þeir noti það í veiði...

með .17hmr færðu lengra færi, en á móti færðu meira vindrek.. spurning hvort þú vilt frekar vera að spá í á veiðum.. vindreki eða falli ?

myndi bara halda mig við .22lr ef þér gengur vel að veiða með honum.

og svo eru skotin í .17hmr 3x dýrari
2012-05-13 17:50:54
Gisminn set hér inn hlekk svo þú sjáir smá umrður hér þær hafa nokkrar farið fram.
http://hlad.is/forums/comments.php?forumid=2&threadid=185362
Kveðja ÞH
2012-05-13 18:19:22
GoggiMega Isss ég nota .22 líka í veiði :) bara gaman 2012-05-13 18:57:07
Cowri hvað eru menn að veiða með .22lr? 2012-05-13 20:06:48
nafni Miðað við þenna þráð sem linkurinn var á, þá eru menn þar og hér ekki sammála um vindrekið. En greinilegt er að 17hmr er mikið beinskyttara og því betra til veiða hvað það varðar, vandinn er þá bara hvað varðar vindrek er það mikið meira eins og Byssur.info segir eða er það mikið minna eins psycho segir í liknum sem ég var að skoða.

Annars til að svara Cowri þá veiði ég gæs, endur og stöku rjúpu með 22 lr

Kv. Nafni
2012-05-13 20:31:25
liljanco Ég fatta þetta ekki með þetta vindrek sem allir eru að tala um á 17HMR ég er með bæði þessi caliber og vinrekið er minna á 17hmr en á 22 á 100 metrum en það er svosem eina vegalengdin sem ég hef borið þá saman á. það er svosem ekkert mál að veiða með 17hmr uppí 150-170 metra og ég hef oft gert það. hvað mig varaðar þá hef ég ekki notað 22 í veiðar eftir að ég festi kaup á 17hmr \"það er bara svo miklu skemmtilegra caliber\" en skotin eru 3 sinnum dýrari einsog kom fram hér á undan. Það er líka það eina sem ég get sett útá caliberið. Þetta er mín skoðun. kv: Gústi 2012-05-13 20:46:40
Gisminn Ég þori ekki að svara með hvort er meira en ég þorði aldrei að skjóta á gæs með 22 lengra en 70 metrum en á 17hmr sem ég er nú að láta hef ég hiklaust tekið gæs á 140 metrum en ég er með hann núllaðan á 100 og ef það eru 4-5 m/s alveg á hlið passar að láta ákomustaðin sem oftast er rétt fyrir framan og aðeins neðan við vængbarðið flútta þar sem breiða línan byrjar í krossinum (Hefði kosið mildot sjónauka en þessi er fínn samt) og er það ca 11 cm en það hefur dugað mér. 2-3cm til eða frá með þessari kúlu er ekki vandamál Gæsin er dauð.
Það eru til allar upplýsingar um rekið á netinu og ekkert mál að læra það.
Sem dæmi um fallið eða fall leysið þá er minn 0 á 100 og það er +2,1cm á 65m og -3,6cm á 140 svo það er nánast hægt að miða beint frá 70-150 metrum.
Skotin eru dýrari en ég hef prófað Hornardy 17grn Varmint,CCI17grn CCI20grn og það eina sem kom mér á óvart er að 20grn var 2cm ofar á 100 metrum en 17grn og nákvæmnin er góð í öllum þessum skotum.
Kveðja ÞH
2012-05-13 20:57:54
nafni Er búinn að vera að skoða með hjálp google og þar sýnist mér að vindrekið sé miðað við 100 yarda og 10 mílna vindhraða 5,2 tommur á . 22lr en hinsvegar 3-4 tommur á .17hmr aðeins misvísandi eftir síðum.
Halda menn að þetta sé eitthvað sem gæti verið raunin því miðað við þetta það er það ekki spurning um að skipta yfir í .17hmr til veiða þó svo að maður leiki sér áfram með .22 lr
2012-05-13 21:00:13
liljanco Já \\\"Gisminn\\\" minn er svona líka það kom mér á óvart einsog þér að 20grn kúlan er um 2 cm ofar en 17grn kúlan á 100 og minn Savage er góður með öllu skotum sem fást á landinu \\\"ég held að ég hafi prufað þau öll\\\" en veit einhver hver hlaupendinginn er á 17hmr ég er búinn að reyna að finna upplýsingar um það en finn hvergi. kv: Gústi 2012-05-13 21:04:26
Xtrema2 2012-05-13 21:57:57
Xtrema2 Að vísu 22 winmag enn ekki 22 lr
17 HMR rekur minna enn 22lr
Hef aldrey náð jafn góðri grúppu með 22 lr og 17 HMR á 100 hundrað metrum
fæ bara risa sóra grúppu á 100 með 22 lr


kv Ingvi
2012-05-13 21:58:24
byssur info grúppustærðin fer nú meira eftir skyttunni en kaliberinu :)

hér er prufun á mismunandi .22lr skotum á 100m.

sami riffill og sama skytta og sama umhverfi í öllum grúppunum

http://www.accuratereloading.com/2009/bl100.html
2012-05-13 22:08:05
Xtrema2 sama skyttan en sitthvort cali lestu betur Danni
þætti gamann að sjá þessu grúppu gerða +uti á Íslandi á hundrað metrum
kv Ingvi
2012-05-13 22:10:28
byssur info mismunandi skot, en sama cal, enda bara einn riffill notaður í þetta allt.

þetta er auðvitað innandyra, enda ekkert að marka svona test utandyra
2012-05-13 22:13:09
Gisminn Sæll \"nafni\" Eru ekki 10 mílur 4,6 metrar á sekundu og þá passar þetta bara akkurat miðað við mína reynslu sem ég sagði áðan 4-5 m/s og rek um 10-11cm þú fannst út 3 tommur á 4,5 metrum á sekundu 3x2,54=7,62cm þetta er í 3cm skekkjuni sem ég talaði um.
Og minn erlíka Savage :-)
Kveðja ÞH
2012-05-13 23:12:56
Kevin West Gaman að skoða þetta 22.cal test, þarna sér maður mun á skotum sem maður sér eki á 50.metrum enda komið útí 90.metrana(100.yards).
Þetta eru standard 22, high power, subsonic, skammbyssuskot, vönduð markskot og ómerkilegt drasl, öll flóran en öllu skotið úr sama riffli við sömu aðstæður.
2012-05-14 07:37:22
Mr.Winchester1300 Sæll, þegar ég var að pæla í þessu, sem ég gerði í nokkra mánuði endaði ég með þennan reindar í 455. á bæði .22lr og .17hmr hlaup á hann og líkar vel.

http://hlad.is/display.php?page_id=6&ManufacturerID=50&itemcat_id=1&ProductID=308

Mbk. Haukur.
2012-05-14 11:27:43
slingur svo er 17 hornet að koma á markað

http://www.youtube.com/watch?v=gHDDIbA1bNA
2012-05-14 17:13:40
Xtrema2 http://www.youtube.com/watch?v=j25Mknn_Uzg&feature=related
kv Ingvi
2012-05-15 12:33:14