Haglastærð

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
bob_lundi Ég var að velta því fyrir mér,

Þau í Vesturröst eru að selja Solway Magnum 50 gr hleðsla 3″ númer 1,
hefur einhver hér prófa að nota númer 1 í gæs?
og hvernig er það að ganga?

Kv. Bob
2012-07-17 08:38:29
Silfurrefurinn Ekki ásinn en ég hef notað þrist á gæs með ágætum árangri,
Þrist á gæs 42gr eða 50
Fimmu á rjúpu 36 eða 42gr

Á sjófuglinn nota ég bara það sem er til, nr 4 eða 5 36gr og uppúr

3\" nota ég sjaldan
2012-07-17 09:15:06
dgs Hef notað BB, 0, 1 og 3 á gæs með fínum árangri 2012-07-17 09:17:59
skjóttu nota nr eitt á fugla sem eg hef ekki ætlað að borða td máfa. annars nota eg nr 2 og 4 á gæsir.

kv jakob
2012-07-17 09:21:51
Dude Já hérna finnst mér menn mega tala af meiri þekkingu eða þá skýrar í það minnsta. T.d. er fjarki er ekki það sama og fjarki. Að segjast nota no.4 á gæs......er það USA eða UK...eða jafnvel IT???
Að nota UK no.4 á gæs er bara bull, nema öll færin séu undir 10m. Höglin eru bara 3,05mm af stærð. USA no.4 eru 3,3mm og munar þar töluverðu á. Þessi stærð (3,3mm) eru að mínu viti það minnsta sem nota á í gæsaveiðar. Sjálfur ætla ég að skjóta 3,5mm höglum í haust (sem er Ítalskur tvistur).
D
2012-07-17 10:40:27
Silfurrefurinn Þetta er að hluta til rétt hjá Dude. Númerin eru ekki eins á milli landa. Ég nota t.d Hlað skot og stundum skot frá Veiðimanninum, man ekki hvað þau heita en eru ódýr og duga fyllilega á rjúpuna. Þá hef ég notað skot frá Vesturröst, mig minnir að þau séu frá Hull. Fín skot sem hafa farið batnandi með árunum.
Uppáhalds skotin eru þó Rem og Win og svoþessi ítölsku Fiocchi bara helvíti dýr og tími því sjaldan að kaupa þau.

En ég hef séð margan spesialistann væla yfir því að hafa ekki tekið réttu skotin með þegar aðalatriðið er færni skyttunnar.
Rjúpa 5-7, fimma á mjög löngum færum og jafnvel 42gr sama hvaða helvíts land
Gæs 3-4 42gr - 50gr, sömuleiðis sama hvaða helvítis land
Sjófuglinn, 4-5 og vitiði hvað, sama hvaða helvítis land. Ef menn eru ekki að skjóta undir 10m og yfir 40 metrum þá skipta hagalskotin ekki öllu máli, nema að menn trúi því að skotgerðin sé aðalmálið. Þetta hefur allavega 20 ára reynsla kent mér. Veit ekki með aðra.
2012-07-17 10:59:59
E.Har Dude munar mikklu á 3,1 og 3,3 mm á 11 metrum!
Munurinn er hinnsvegar um 10 högl á hver 10 g annarsvegar 50 gr per 10 gröm hinnsvegar 60. Sem þýðir 200 högl eða 240 í 40g hleðslu.
Persónulega finnst mér ekkert verra að hafa 40 auka högl!

Algengustu mistök sem menn gera er að vera með of gróf högl.
Vond pattern og jafnvel þungar hleðslur miðað við skot!
það er að segja því þyngri hleðsla því minna púður því hægara skot!
Gróft pattern setur of fá högl í fuglin. Eikur líkur á særa.

Annars dugar 2,6 mm til að brjóta vængbein á gæs á 35 m svo hvað þurfa menn meira.


Persónulega dugar mér liðlega 3 mm á gæs. (fjarki)
Nota helst ca 2,6 mm (6 ) á rjúpu
Svartfugl minna en bara það sem er til.

E.Har

2012-07-17 11:28:22
plaffmundur Solway skotin eru fín, 50gr no 3 er fínt á gæs og svo bara 36 á rjúpu og svartfuglinn má nota uppsópið sem kemur eftir veturinn. Miðað við þetta klassíska færi. :) 2012-07-17 12:00:21
plaffmundur 5gr no.3 3\" solway er fínt og nota full choke :) 2012-07-17 12:19:23
Dude Einar Einar.....auðvitað munar ekki öllu á 11metrunum á 3,05 og 3,3mm höglum enda er þetta hártogun hjá þér og liggur línan ekki endilega akkurat þarna. En þar sem skytta á veiðum veit aldrei hvaða næsta færi verður langt þá var ég að segja að 3,05 myndi duga vel að 10m en með því að velja stærri högl þá ertu klár í lengri færin sem kynnu að koma.
En að segja að UK no.6 sé nóg til að skjóta niður gæs á 35m finnst mér ansi óvarlegt af þér og er vonandi eitthvað sem enginn á eftir að prufa. Þetta er jú eitthvað fræðilegt sem á ekki að reyna á veiðum,,,,kannski svipað og að skjóta leirdúfu á 100m. Þurfum að bera meiri virðingu fyrir bráðinni en það finnst mér alla vega.

Annars er ég sjálfur hrifnari af stærri höglum sem fara í gegnum bráðina en sitja ekki eftir í henni. Það hefur t.d. verið undantekning hjá mér ef ég finn hagl í bringu. Hef oft notað 3,3mm snemma á haustinn í akrinum, en svo 3,5mm þegar líður á. Núna er það Fiocchi 3,5mm í haust. Já og ég myndi t.d. aldrei nota no.7 á rjúpu, þykir of vænt um tennurnar í fjölskyldunni en það. :)
Nota 7una bara í leirdúfuna ;)
kv
D
2012-07-17 14:20:27
Greinir Hef verið að nota BB með góðum árangri..
Jú þau eru hægari engin spurning en slagkrafturinn í höglunum er mikið meiri.. gæsin steinliggur líka og það er verulega sjaldan sem ég þarf að snúa úr. Skotanýtingin með þeim hefur oft verið frá 80-95% á góðum degi.

Gæsin sem ég er mest að fást við eru stórir mýrar hlunkar á suð-austurlandi sem brosa bara þegar menn skjóta fjörkum á þær.

Nota yfirleitt tvista stundum þrist á heiðagæs en fjarki er andaskot í mínum huga.

Haustið 2008 fékk ég 48 gæsir út úr tveimur pökkum og tveimur skotum úr þeim þriðja af S&B #BB.
2012-07-17 14:53:37
Silfurrefurinn Við erum nú komnir dálítið langt frá því sem spurt var um í upphafi, ég á kannski nokkra sök á því og biðst forláts :) 2012-07-17 15:22:34
dgs 2012-07-17 16:30:35
Silfurrefurinn Hvar náðirðu í þessa töflu dgs? 2012-07-17 20:54:32
baikal Sælir félagar.

Silfurrefur , Byssur og skotfimi , bls 70 E.J. Stardal

kv Baikal
2012-07-17 22:35:35
Silfurrefurinn Það er ekkert annað, mér fannst ég hafa séð þetta áður. Þessa bók á ég að eiga til einvhersstaðar ef ég hef ekki verið svo óforsjáll að lána hana einhverjum... 2012-07-17 23:31:40
E.Har best að nota bara BB, 4,1 mm þá er maður bara með 25 högl per 10 gr eða liðlega 100 högl í skotinu! Sem svo dreifast á 6-8 metra langa súlu sem er um fermeter á breidd á 30 metrum.

Pottþétt að hugsanlega hitti eitt hagl kvikindið og því best að hafa það sem stærst svo það drepi almennilega. Virkar örugglega betur en högl no 4 (3,1mm) sem gefur 60 högl per tíu grömm, eða sex sinnum þéttara pattern.

Sýnum bráðinni það mikkla virðingu að nota það þétt pattern að 3-4 högl lendi í fuglinum. Ekki eitt einhverstaðar í belgin sem þær fljúga svo með í burtu!

BB ás og tvistur eru í mínum huga refaskot. Fiðraðir fuglar eru ekki skotharðir.

E.Har
2012-07-18 13:51:11
Greinir Það snýr allt á hvolfi hjá þér E.Har..

Grágæs er oft á tíðum mjög skotharður fugl.

Jú það getur verið að það séu 6 sinnum fleiri högl í hverju skoti (stór efa það) en krafturinn í hverju hagli er þá 6 sinnum minni? Hann er allavega mikið minni.

Ég hef sjálfur skotið með manni sem var að nota nr. 4 og þegar maður var að gera að gæsinni fann maður mikið af höglum í fiðrinu! Í FIÐRINU! þannig að höglin komust ekki einu sinni í gegnum fiðrið. hvað þá í gegnum skinnið, fitulagið, bringuvöðvann, beinið og loks í líffærin.

Menn sem eru að skjóta gæs með höglum nr. 4 eru þeir sem eru að særa fugla að óþörfu ekki þeir sem eru að steindrepa þær með BB
2012-07-18 14:17:22
E.Har Jamm stök högl á stangli eru toppurinn miða bara milli augnanna á þeim!

Þeir sem særa eru menn með of gróf högl að skjóta á of löngum færum svo patternið er gisið!

2012-07-20 15:01:39
Greinir Skora á þig prufa að nota gæsaskot og auðvitað ekki skjóta af of löngu færi. 2012-07-21 11:41:59
Kevin West Sammála Greini. 2012-07-22 23:56:28
Deddi Sælir, fékk upplýsingar frá Ásgeiri í Sportvörugerðinni um haglastærðir og slagkraft. Ágætt innleg í þessa umræðu.

Sportvörugerðin H/F.
Fornahvarf 6, 203 Kópavogur.
s. 562-8383 f. 562-8382



SKOT Hraði og fjöldi hagla.

Islandia ft/sek 1 3 4 5

30 gr 1375 234
36 gr 1375 175 213 275
42 gr 1350 150 210 255 330
46 gr 1350 165 228 276 356


Slagkraftur

Högl 5 % 4 % 3

25 m 0,391 35 0,526 25 0,66
35 m 0,276 41 0,389 27 0,494
45 m 0,192 45 0,278 32 0,368
2012-07-23 10:45:38