Heimasmíðuð felubyrgi.

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Ingaling Sælir, eru ekki einhverjir sem luma á teikningum eða myndum af einföldum heimasmíðuðum felubyrgjum. Ég er að hugsa um að smíða eitt stk fyrir haustið og er mest að hugsa um liggjandi byrgi fyrir einn mann.
2012-07-17 21:09:52
dgs Ég setti þetta inn hérna 2008
http://hlad.is/forums/comments.php?forumid=2&threadid=87682



Og hér er eitt sem einn gerði hérna heima.
http://hlad.is/forums/comments.php?forumid=2&threadid=195530
2012-07-17 23:18:08
Bensi Jóns Hér er ein hugmynd af felubyrgi sem ég ætla að vinna með fyrir haustið.

http://home.cogeco.ca/~waterfowler/plans/layout_blind.htm

Kv
Björgvin Jónsson
2012-07-17 23:45:53
psycho Hér eru myndir af byrgi sem ég og félagi minn smíðuðum síðasta vetur og planið var að prufa í haust. 2012-07-18 23:48:01
psycho önnur 2012-07-18 23:49:21
psycho og grindin áður en við klæddum hana með camo 2012-07-18 23:51:02
dgs @psycho; djöfulli er þetta myndarlegt hjá ykkur. 2012-07-19 00:44:18
psycho Takk fyrir það, byrgin eru smíðuð úr 10mm svörtu smíðajárni nema lúgan úr 8mm, beygt í beygjuvél, soðið, slípað og málað, minnir að þau séu ca 12kg hvort um sig, camo efnið fengum við svo í Hlað og svo erum við með grænar uppblásnar 5cm þykkar dýnur í botninn. 2012-07-19 21:41:52
Iceval Psycho; hrikalega flott og virkar sannfærandi.

Komdu endilega með smá lýsingu á smíðinni.
Liggurðu alveg flatur eða er bak til að halla sér uppað?
Hvaða efnivið notuðuð þið?
Pakkast herlegheitin vel saman til flutninga?

Kv.
Valdi
2012-07-19 21:44:22
257wby Þetta lítur ansi vel út....en samt ekki jafn flott og bíllinn í bakgrunninum :)

Kv.GJ
2012-07-19 21:46:39
psycho hér er ein mynd sem sýnir hallann sem maður liggur á, við vildum smá halla til að auðvelda manni að reisa sig upp en vorum líka að reyna að halda byrginu sem lægstu, það leggst ekkert saman, þetta eru bara 10mm smíðajárnsteinar, allt soðið í rot, en það er allavega ekkert sem háir mér og mínum veiðifélaga uppá að flytja þau með okkur. Og já bíllinn er góður, bara drullast til að klárann:) 2012-07-19 22:12:25
Bjarninn Hvad foru margir metrar af teinum i thetta hja ykkur i bæði byrgin?

Bjarni B
2012-07-20 23:52:07
psycho það hefur verið ca 40m af 10mm og 12m af 8mm í bæði byrgin, minnir að ég hafi verslað 42m af 10mm og 12 af 8mm og það var eitthvað í afgang. svo notuðum við 4x30mm flatjárn til að halda undir bakið. 2012-07-21 11:07:25
dgs Hver var endanlegur kostnaður við teinana? Var þetta að borga sig versus að kaupa tilbúið? 2012-07-22 12:30:22
psycho kostnaður við hvort byrgi var ca 5þ í teina, 4þ fyrir camo felunetið og svo 6þ dýna í botninn, þannig að hvort byrgi er ca 15þ í kostnað en það er líka partur af þessu að gera þetta sjálfur. 2012-07-22 12:42:53
dgs Já það er rétt, oft er stærsti parturinn sá að vera gera þetta sjálfur. 2012-07-23 07:42:20