Nýja Spjallborðið > Gamla Spjallborðið > Almennt um veiði > Hefur einhver reynslu af BSA 6-24x40 Riffilsjónauka

Hefur einhver reynslu af BSA 6-24x40 Riffilsjónauka

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
mosin Hefur einhver reynslu af BSA 6-24x40 Riffilsjónauka 2012-07-18 20:37:08
maggitho
já þeir eru ekki brúklegir og mjög dimmir í björtu
2012-07-18 21:48:32
McKinstry Ég á og hef átt nokkra BSA kíkja með mismunandi stækkunarsviði og misstórum linsum. Þeir hafa allir reynst mér ágætlega. Haldið stillingum frá .22LR - 300WM og sumir jafnvel orðið fyrir hnjaski og lifað af. Maður gerir ágætis kaup í BSA. Þeir eru ódýrir en maður fær þó nokkuð fyrir peningin. Það liggur í hlutarins eðli að 6-24x40 kíkir verður seint talinn bjartur. Ég á 40, 42, 50 og 52mm BSA kíkja og eru þessir með stærri linsunum auðvitað bjartari að öðru jöfnu (aðstæðum, stækkun og svo frv.) Þar sem ég stunda ekki næturveiðar þarf ég ekki bjartari kíkja en þessa enda allir vel bjartir til að nota yfir daginn jafnvel þó það sé skýjað. Sjálfur er ég mest að drepa pappa og nota þá mikla stækkun og vel þá frekar stærri linsu enda minnkar ljósmagnið í hlutfalli við stækkunina. Stækkunin hefur áhrif á það sem er kallað Exit Pupil og er í reynd það sem ræður hve mikið ljós við fáum út úr kíkinum mælt í millimetrum ekki ósvipað og samsvarandi stærð sjáaldurs í okkur. Þannig er t.d. ekkert gagn í því að hafa stærð E.P. meiri en stærð sjáldurs sem aftur er mismunandi milli manna og breytist meira að segja með aldrinum (minnkar). Ástæðan fyrir því að kíkirinn sem nefndur er í spurningunni kann að þykja dimmur í mestu (24x) stækkun er vegna þess að E.P. er einungis 1,7mm. Sami kíkir í 6x stækkun er hinsvegar 6,7mm sem er yfrum nóg fyrir mann sem er kominn yfir 30-40 ár (einstaklingsháð) en algeng hámarksstærð sjáaldurs er einmitt 5-6 mm fyrir mann á þessum aldri. Getur mest orðið 9mm í ungum mönnum.

Ég myndi hiklaust aftur kaupa mér BSA en geri mér engar grillur um að hann standist samanburð við kíkja frá Zeiss, Swarovski og fl. sambærilega sem standa framar og eru reyndar einnig dýrari.

Þorsteinn Svavar McKinstry
2012-07-18 23:53:58
Vestri Ég hef notað einn á lítinn gæsariffil (22WMR) sem oftast er notaður eftir morgunskytteríið og því í góðri birtu og hann er skila sínu vel. Kv, Sævar.

p.s. það getur verið að hann sé 6-24x42?
2012-07-19 08:15:49
Benchrest Forever Ágæti Þorsteinn Svavar.

Svona málefnaleg skrif er gaman að sjá hér.
Ég þekki ekki til BSA sjónauka, en vildi aðeins
þakka gott svar.




Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
2012-07-19 15:44:40
hittekki Sælir drengir

Fást þessir hérna a landinu

Kv. Jóhann
2012-07-19 20:45:47
mosin Takk fyrir góð svör :) 2012-07-20 08:42:23
E.Har var með einn 3-9 einhverntíma á 22 að plaffa og vara sáttur.
Fékk mér fyrir vikið 4-16 sem bíður eftir 22 straightpull í rólegheitunum.

Á í mínum huga ekki erindi á fallbyssur en fínir í plaff.

E.Har
2012-07-20 14:30:22