Nýja Spjallborðið > Gamla Spjallborðið > Almennt um veiði > Hvar er hægt að mæla ákomu hagla?

Hvar er hægt að mæla ákomu hagla?

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
ÁrniL Á skotvopnanámskeiðinu er varið löngum tíma í að útskýra nauðsyn þess að veiðimenn mæli ákomu hagla í sinni byssu. Það eru kenndar a.m.k. tvær aðferðir við þetta og mér virðist það nokkuð áríðandi að allir veiðimenn skoði í fyrsta lagi hvar haglasvermurinn lendir (point of impact), þ.e. er það aðeins fyrir neðan eða ofan eða til hliðar við miðjuna sem þú miðar á og svo hvernig höglin dreifast misjafnt eftir þrengingum, færum og haglaskotum sem notuð eru. Þetta er því nokkuð mál að skoða til þaula áður en skotið er á lifandi dýr.

En þá kemur að vælubílnum. Þetta er manni réttilega sagt að sé bráðnauðsynlegt en svo verður maður að fara ólöglega út í hraun eitthvað til að brasa við þetta því það er hvergi hægt að gera þetta löglega. Hvað er díllinn við það?

Ég spurði um þetta uppí SR fyrir nokkrum árum síðan og þá var það alveg að fara að gerast að setja átti upp skotvegg fyrir svona test en það hefur ekki gerst enn.

Veit einhver hvort þetta er hægt að framkvæma löglega nálægt Reykjavík einhvers staðar?

ÁrniL
2012-07-20 15:37:27
Jóhann K. Guðmundsson SÍH var með námskeið um hvernig á að gera þetta.

Mér best að vitandi er aðstaðan enþá til staðar hjá þeim.

Ef þú vilt fara á namskeið hjá þeim þá er verið að auglýsa þau núna, sjá

http://sih.is/images/Doccuments/namskeid/ingerholms.pdf
2012-07-20 15:43:02
aflabrestur Sæll.
Veit ekki með suðurhornið en við höfum ágætis aðstöðu hér hjá skotfélaginu Ósmann í Skagafirði.
Veit að starfsleyfi margra skotsvæða kveður á um að eingöngu séu notuð stálhögl og ekki þyngri hleðslur en 28 gr.
Þannig að það er ekki hlaupið að því að prufa þetta löglega
kv.
Jón
2012-07-20 16:20:52
257wby Skotfélagið Markviss er með \\\\\\\"patternplate\\\\\\\" á sínu svæði en við erum að
vísu ekki nálægt Rvk :)

Tek undir með upphafsmanni þráðarins að það er mikilvægt að þekkja ákomu þeirra skota sem notuð eru. Fæstir hafa nokkra hugmynd um hvort þau skot sem þeir
eru að nota séu að skila ásættanlegri ákomu og þaðan að síður hvort byssan setur
ofar eða neðarlega og ef ekkert gengur þá er auðvelt að skella skuldinni á búnaðinn:)

Kv.Guðmann
2012-07-20 17:45:29
cuz Er eitthvað ólöglegt við það að fara út í hraun eða uppá heiði spyr ég nú bara? 2012-07-20 18:03:53
dgs ég sá í Sportbúð Títan svona pappa skífu til að mæla ákomu hagla.

Auðvitað er ekkert að því að fara upp á heiði og gera þetta þar en þú verður bara að passa þig að vera auðvitað í almenning en ekki einkajörð.

Árni, prufaði að senda t.d. póst á hann Bjarna (formann Skotdeildar Keflavíkur)
http://keflavik.is/skot/deildin/stjorn/
2012-07-20 18:55:21
ÁrniL Takk fyrir þetta. Já ætli maður þurfi ekki bara að skjótast í Skagafjörðinn :o)

ÁrniL
2012-07-20 21:38:18
maggragg Við hjá Skyttum hérna í Rangárvallarsýslu ætlum að koma upp svona batta fyrir haustið en nota má blýhögl á þar til gerðri braut þótt aðeins sé heimilt að nota stál á leirdúfuvellinum sjálfum. 2012-07-20 21:48:32
Byssubrandur Sæll Árni..

Langar að senda þér ákomu og tilraun sem ég gerði fyrir smá síðan..
2012-07-20 22:42:01
Byssubrandur Verð líklega að laga þetta smá,

Nema menn kunni smá fyrir sér í photoshop eða Lightroom.

kvej,.

En get útskírt þetta lið fyrir lið svona töluliða séð..

kvej
2012-07-20 22:44:07
ÁrniL Þetta er flott Byssubrandur, alveg hægt að lesa. Einmitt svona vildi ég líka gera með minni Benelli og þá líka með mismunandi þrengingum.

ÁrniL
2012-07-20 23:49:27
chrysophylax Ég mæli sterklega með eftirfarandi bók:

http://www.shotgun-insight.com/books.html

Þar kemur m.a. fram að vegna mikils breytileika (e. variability) þá er þýðingarlaust að mæla ákomu hagla nema að taka meðaltal að mörgum skotum fyrir hverja \"tilraun\" (ein tilraun er t.d. ákveðin skotategund og ákveðin þrenging). Höfundur bókarinnar gerir t.d. 10 endurtekningar af hverri tilraun.

Hin stóra fréttin í bókinni er að það er ekkert til sem heitir \"góð\" eða \"léleg\" ákoma - hún er alltaf normal dreifð og eina sem breytist er hversu víð eða þröng hún er.

Á vefsíðunni er hægt að finna forrit - sem les úr dreifingunni þinni - ef þú tekur af henni mynd og hleður í tölvu.

bókin segir hinsvegar ekki hvað þú getur gert þetta.

Ef þú ætlar að skoða þetta með pappír - þá er best að nota \"karton\" pappír - þunnur pappír rifnar.
2012-07-21 10:20:37
Byssubrandur Sælir..chrysophylax..

Þetta er auðvitað lísandi dæmi fyrir hroka...Það er ekkert sem bannar þér að meta ákomuna með góðum Íslenskum orðum...ti að þú vitir sjálfur hvað hver tegund gerir...

Ég á þessa ágætu bók sjálfur sem þú nefnir eins og svo margar aðrar ck 260 stk..úr byssubransanum og þú varst ekki að finna neitt upp..


Hin stóra fréttin í bókinni er að það er ekkert til sem heitir \\\"góð\\\" eða \"léleg\\\" ákoma - hún er alltaf normal dreifð og eina sem breytist er hversu víð eða þröng hún er.

Já spurðir þú um hvaða byssa var notuð áður en þú fórst á skeið held ekki...
Annars er þessi tilraun gerð af frænda mínum og ég veit að hann er án efa ekki ófærari en þú til að gera svona tilraun enda bara búin að skjóta yfir 55 ár með haglabyssu...

En það verða alltaf hrokagikkir eins og þú hér á Hlaðvefnum...Sem halda að þeir hafi verið að finna upp hjólið...

kvej..
2012-07-22 03:47:56
E.Har Ég er örugglega búin að skjóta hundrað metra af bylgjupappa gegnum árin :-)
Tel svo bara saman.
Man sérstaklega eftir skotum sem patternuðu illa hjá mér í 11-87 með 31 tommu hlaupi og lengdum con og braki en voru flott hjá félaga með benna og í Browning a-5
Niðurstaðan var auðvitað að skipta við félagana á einhverjum kartonum sem ég átti og litu bara illa út í minni byssu.

Síðan hef ég verið að hraðamæla.
Bara svona upp á funn - ið
Kemur ekki alvega saman við það sem stendur á pökkunum.

Áður en ég hraðamældi þá voru það sómaskrárnar sem voru skotnar í spað :-)
Vildi ekki högl sem komust bara í Ara, og fyrir gæs helst einhvað sem komst út fyrir Reykjavík :-)

Niðurstaðan er samt alltaf sú sama.
Prófa þína byssu með þeim þrengingum sem þú ætlar að veiða með, bæði á sama færi f allt og einnig á max færi.
Gera þá kröfu að 3 högl hitti fugl til að vera með öruggt dráp.
Þá skipta menn um skoðun á skotum.

Gera sér líka grein fyrir að svermurinn er nokkrir metrar að lengd svo patternið þarf að vera þétt og jafnt.

:-)

E.Har
2012-07-22 14:07:18
Silfurrefurinn Góður punktur E. Har 2012-07-22 19:51:21