Nýja Spjallborðið > Gamla Spjallborðið > Almennt um veiði > Raflæstur byssuskápur - hjálp!

Raflæstur byssuskápur - hjálp!

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Flecktarn Sælir,

Ég var að fjárfesta í raflæstum byssuskáp hjá Vesturröst....og er svona við það að sjá eftir því!

Skápurinn læsir sér ekki þegar ég loka honum. Ég hef prófað að slá inn kódann eftir að ég loka og ég hef reynt að læsa með lykli en án árangurs, hann bara læsir sér ekki.

Kann einhver ráð við þessu? (Helst annað en að skila honum því ég er búinn að bolta hann í veginn!)

Bestu kveðjur,
Valdimar
2012-07-21 20:25:43
byssur info skelltu inn mynd af læsingunni svo maður hafi hugmynd um það hvernig hún virkar. 2012-07-21 20:37:24
dgs skrúfaðu bakið af hurðinni og athugaðu þar, ef þetta er eins og minn þá er relay sem dregur pinna úr læsingunni athugaðu hvernig það lookar. 2012-07-21 20:43:41
maggragg Ef þú varst að kaupa skápinn þá er hann væntalega í ábyrgð og því best að tala við þá í Vesturröst. Ef þú tekur skápinn í sundur áttu á hættu að skápurinn falli úr ábyrgð! 2012-07-21 20:46:04
Flecktarn Hér er mynd af lyklaborðinu. Fyrir neðan það er svo einfalt handfang. Til þess að nota lykilinn er spjaldi neðst á lyklaborðinu rennt í burtu, batterí færð til og lyklinum stungið í skrá. 2012-07-21 20:50:31
dgs Þetta er alveg eins skápur og ég er með.
Ef skápurinn er í ábyrð þá ekki spurning að tala við þá, ef ekki eða \"þér er sama\" þá skrúfa bakið af hurðinni og skoða þar.
2012-07-21 20:52:07
Flecktarn Takk fyrir ábendinguna dgs. (og þið allir) :) Ég held ég hafi samband við söluaðilann á mánudaginn og leiti ráða frekar en að rífa hann í sundur, vil síður að hann detti úr ábyrgð. :)

Segðu mér samt eitt enn, hvað gerir þú til að læsa honum? Læsist hann bara sjálfkrafa þegar þú lokar eða þarf að gera eitthvað fleira?

kv. Valdimar
2012-07-21 21:07:33
dgs Hann er í raun á timer, s.s. ca 5sek eftir að kóðinn er sleginn inn þá læsir hann sér aftur, sama hvort þú opnir hann eða ekki.
t.d. ef þú slærð kóðann inn, ert truflaður og gleymir þér þá fer hann sjálfur í lás (nema þú hafir auðvitað hreyft handfangið).
2012-07-21 21:08:46
JGK ég er með svona skáp, hann læsist við að loka hurðini og snúna handfanginu 2012-07-21 21:10:02
dgs Hér er mynd af relayinu sem stjórnar


Og hér er video sem sýnir hvernig þetta virkar.
http://www.youtube.com/watch?v=hy7RGzb2EKM
2012-07-21 21:21:49
Flecktarn Takk kærlega fyrir þetta DGS! Flott að fá svona hjálp. :)

Þetta silfraða stykki sem lyftist upp og læsir hurðinni kemur ekki nógu langt upp hjá mér til þess að læsa hurðinni. Ég verð bara að hafa samband við þá hjá Vesturröst á mánudaginn.

Takk aftur! :)
2012-07-21 22:23:35
aflabrestur Sælir.
Er með svona skáp og þessar læsingar eru DRASL. mín hefur alla vega aldrei verið til friðs étur rafhlöður eins og enginn sé morgundagurinn og þegar ég setti við hana straumbrteiti skánaði hún ekki hót og tók upp á því að halda ekki inni kóðanum. Ég veit um annan svona skáp hér í bæ sem þjáist af sömu kvillum, þannig að þetta er ekki einsdæmi. Annars eru þetta fínir skápar fyrir aurinn en ég dauð sé eftri því að hafa latið pranga inn á mig þessu digitaldrasli en ekki tekið lykillás eins og ég ætlaði núna nota ég lykilinn hvort sem er, á bara eftir að rífa þetta helv.. drasl af og henda því þannig að það sé betra að koma lyklinum í skránna.
kv.
Jón Kristjánss
2012-07-21 23:45:44
siggi ó Ég myndi bara taka þetta tölvudrasl af og henda því og nota svo bara lykilinn.
2012-07-21 23:58:00
Flecktarn Ég ætla nú að sjá hvort það sé ekki hægt að laga þetta a.m.k. einu sinni. Haldið þið að það stórsjái ekki á skápnum ef maður tekur þetta af?

Nú er þetta reyndar bara inni í geymslu hjá mér og ekkert stofustáss svosem en það er þó skemmtilegra að hafa hann ekki OF ljótan. Aflabrestur, ef þú rífur þitt lyklaborð af þá væri mjög fróðlegt að sjá einhverntímann mynd af því hvernig það kemur út. :)

Bestu kveðjur,
Valdimar
2012-07-22 00:18:22
Byssubrandur Sælir..

Já þessir lásar éta upp batterý...en af hverju í helvítinu keyptu þið þá...

Sjálfur á ég 2 svona skápa henti bara digitalinu af og nota lykilinn...Bara spyr vissu þið ekki að þið voruð að kaupa Digital-læsingu...Af hverju keyptuð þið skáp með digital-læsingu...

Allt sem notar batterí eyðir þeim misjafnlega hratt en eyðir þeim...Svo hvar er vandamálið félagar...þið keyptuð skápinn svo bara grenjið eða hendið Digitalinu af eða vælið bara áfram hér á hlaðvefnum...

Veit reyndar að annan skápinn keypti ég það var ekki annað til þá...en henti digitalinu strax af...og já það var dýrara...En menn skoða fyrst hvað þeir eru að kaupa áður en þeir gera það...

kvej


2012-07-22 03:59:07
JGK ég kannast ekki við að skápurinn minn sé að eyða batteríinu, ég er búinn að eiga minn í 3-4 ár og hef bara skipt um batteríin sem komu með honum, enda entust þau bara nokkrar vikur, nýju batteríin hafa dugað hingað til

2012-07-22 17:34:28
hrafnkelloli ég keipti svona skáp um daginn og það virkaði ekki að læsa honum með rafræna né lykill ég skilaði honum utaf því og þeir testuðu hann ekki einu sinni í vesturröst og gáfu mér nýjann, held að þetta sé bara mjög algengt að þetta kina rusl sé að bila ég keiptan bara því þetta var sá ódýrasti sem ég fann :), 2012-07-22 20:15:48
aflabrestur Sælir.
Eftir þessar umræður hafði ég mig í að fjarlægja digital draslið af skápnum mínum, setti plötu í staðinn til að þetta væri snyrtilegt og fínt.
Aftengdi bara draslið og hnoðaði plötuna í gömlu götinn ekkert mál að henda þessu á aftur.
Læt nokrar myndir fylgja.
kv.
Jón Kristjánss

Drasl
2012-07-22 20:16:41
aflabrestur innan 2012-07-22 20:17:31
aflabrestur utan 2012-07-22 20:17:52
aflabrestur lokið 2012-07-22 20:18:16
aflabrestur Skápar 2012-07-22 20:18:34
Flecktarn Vel gert Aflabrestur! Það er ágætt að vita hvernig á að bera sig að þegar, og ef, þar að kemur. :)

kv. Valdimar
2012-07-22 22:46:38