Minkagildrur

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Deutschinn Sælir spjallverjar.

Mig langar til að smíða þessar snilldar minkasíur sem menn hafa verið að nota með góðum árangri. Er einhver sem gæti gefið mér upp málin á gildrunni þannig að ég gæti komið henni saman. Eins með hvaða efni menn hafa verið að nota í gildruna?

Með von um skjót og góð svör!!!!
2006-06-25 23:19:05
mummi Efnin eru steinrör og járnteinar,
Ætli þetta sé ekki 20 tommu steinrör og svo eru pungtaðir saman teinar og myndað járnet fyrir annann endann og trekt úr sömu teinum mynduð inn í hinn endann.
2006-06-29 16:13:42
Skari varmint hér er mynd sem sýnir
annan endan á síuni og hönnuðinn Reyni frá Gufudal
2006-07-02 20:56:11
Skari varmint 2006-07-02 20:58:16
Piranha Ég er nú svoldið forvitinn að vita hvernig þessi gildra virkar, efað einhver væri svo vænn að útskýra hana þá væri það vel þegið 2006-07-03 13:07:46
mummi Ýmyndaðu þér álagildru úr járni, virkar nákvæmlega eins og álagildra. 2006-07-03 21:54:45
Skari varmint margir halda kanski að þessar gildrur séu lagðar á þurru það er rangt þær eru lagðar á kaf í td læk, á, eða vatn ekkert æti er set í þær og svo virðist sem minkurinn fari í þær af forvitni einni saman, allavega þegar hann er kominn inn um trektina ratar hann ekki rétta leið til baka og þarf þá ekki að spirja að lekslokum.

kv. Skari
2006-07-05 13:22:44
mummi Inn í þessar gildrur leita bæði síli og seiði, þar sem þau eru óhult fyrir stærri fiskum, fuglum og minknum.
Þannig að yfirleitt er alltaf nóg af fersku æti í gildrunni.

kv Mummi
2006-07-05 14:09:53
Skari varmint einmitt það sem ég ætlaði að segja : ) seiðin og hornsílin leita þangað inn. 2006-07-05 17:51:22
heiddi sælir,
Vitið þið hvort þessar trektir eru í báða enda á rörinu?
Og eins ef þetta er bara í annan endann er trektin þá látin standa upp í strauminn (ef einhver straumur er) eða niðrí?

heiddi
2006-07-06 15:20:35
Skari varmint trekt endinn er lagður undan staumi 2006-07-07 15:50:12