Héraveiði í Færeyjum

Þetta er gamla spjallborðið. Þú getur einungis lesið og gert leit í gömlum umræðum, en ekki er hægt að breyta eða svara þeim. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti valdið. Þú getur nálgast nýja spjallborðið hér
Notandi Umræða Dagsetning
Jökull Það kemur mörgum á óvart að héraveiðar eru stundaðar í Færeyjum. Við bjóðum þér að koma með okkur í spennadi héraveiði á Eysturoy og Vagey frá mánudegi til föstudags.
Brottfarardagar: Alla mánudaga í Nóvember.
Lágmarksfjöldi í hóp er 10 manns
Farið er á mánudegi til föstdags kostar ferðin með
veiðileyfi, mat, akstri á milli eyjanna: 96.200 - ef farið er á
miðvikudegi kostar ferðin 115.200 það bætist bara við ein nótt þess vegna
er þetta dýrara! Ætlunin er að hafa héraveislu eitt kvöldunum meðan dvalið
er úti, menn þurfa ekki að vera með skotleyfi í Færeyjum, þeir mega taka
með eigin byssur frá Íslandi enn þurfa að vera skráðar á viðkomandi svo
þeir komist með gripinn aftur heim, um er að ræða 3 skotdaga lagt af stað
í birtingu með morgni kl 09 og komið heim kl ca 17 þetta eru 3 svæði
(fjallendi), Selatrað, Elduvík og Vaagey og munum vera skotið á sex
veiðilendum allt eftir vindátt og veðri, ekki fleiri enn 5 til 6 skotmenn
í hverri veiðilendu og alltaf fylgir færeyskur leiðsögumaður með, hámarks
fjöldi í hóp 12 til 15 manns, búið er á farfugla- og gistiheimilum 2 saman
í herbergi (nema annað sé um beðið), uppábúin rúm, morgunmatur, nesti og
kvöldmatur. Flogið er með þotu Atlantic Airways og tekur flugið ekki nema 1 klukkutíma.

Upplýsingar veitir Davíð Samúelson í síma 8613426
2006-08-31 16:06:57
mummi Fá menn ekki kaup fyrir að skjóta kanínur í Vestmaneyjum? 2006-08-31 17:22:06
Jói Ás Jú sjálfsagt Mummi, það er bara ekki nógu mikið snobb þó svo að kjötið af þessum skepnum sé í mínum huga nákvæmlega það sama. Þarna úti í færeyjum færð þú að borga fyrir þetta og það hlítur þá að vera mun áhugaverðara eða þannig sko.

Kv: Jóhannes.
2007-10-13 23:19:49