.222 í gæs

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir.
Hvaða kúlur og hleðslur hafa menn verið að nota í .222 á gæs
kv.
Jón Kristjánss

Tags:
Skrifað þann 1 August 2012 kl 20:28
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .222 í gæs

Ágæti Jón Kristjánss.

Fyrir mannsaldri eða svo þegar ég var gæsaveiðimaður notaði ég 50 grain
Full Metal Jacket frá SAKO. Þessi kúla er líklega ekki til í dag en kannski
er sambærileg kúla til frá því frábæra firma Lapua?
Púðrið sem ég notaði er líklega ekki heldur tiltækt í dag en það var IMR 4198.
Magnið er ekki gefið upp...það á aldrei að gefa upp hleðslur á vefnum.
Riffillinn var SAKO VIXEN Heavy Barrel....1-14 twist að mér var sagt.
IMR 4198 og VV -130 eru á líku róli hvað brunahraða varðar og það ágæta
púður er til í versluninni HLAÐ.

Gangi þér vel.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s Ef þú ert í vandræðum .....
þá hafðu samband : magnuss183@gmail.com

Skrifað þann 1 August 2012 kl 21:38

willys

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .222 í gæs

Sæll Jón.

50 grain Norma softpoint kúlur og Norma 200 púður.
Ég hleð fyrir minn riffil 22 grain sem er aðeins yfir hámarki.

Softpoint kúlur hafa komið best út hjá mér, sérstaklega Sako kúlurnar en þær eru ekki fáanlegar lengur.

Kveðja,
Jón.

Skrifað þann 2 August 2012 kl 17:58

Molinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .222 í gæs

Það er til fullt af Sako kúlum í Ellingsen.....gat ekki betur séð enn að það væri líka til í .222 smiling

Skrifað þann 2 August 2012 kl 19:49

willys

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .222 í gæs

Takk fyrir það Moli, ég á reyndar góðann lager af Normakúlum sem ég keypti í Hlað á mjög góðu verði. Ellingssen er einn af tveim síðustu kostum hjá mér en rétt að kíkja á þetta.

Skrifað þann 2 August 2012 kl 20:40

ErmesBlack

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 30 July 2012

Re: .222 í gæs

Ég hef mikið notað Sierra 52gr MatcKing, bæði í Gæs og Tófu.
Mér finnst N-133 koma betur út en Norma 200, þá hefur hleðslan verið í kringum 22 grs

Skrifað þann 2 August 2012 kl 22:52