.243 eða 6.5x55

Mr.Winchester1300

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælt veri fólkið, mig langaði að forvitnast smá og fá álit ykkar sem betur þekkið.
Þannig er að ég ætla að versla mér riffil og er að vandræðast með hvort ég á að hafa hann í cal .243 eða 6.5x55.
Hef hugsað mér að nota hann í varg, stöku gæs og jú vonandi hreindýr.
Hvort caliberið er hagkvæmara í kúlukaupum og seinna endurhleðslu.?

Kv. Haukur..

Tags:
Skrifað þann 3 May 2013 kl 17:10
Sýnir 1 til 20 (Af 21)
20 Svör

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Þessi Caliber eru bæði góð,en ég persónulega mundi fá mér 6,5x55 frekar.

Skrifað þann 3 May 2013 kl 17:48

tobad

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Sammála síðasta ræðumanni, bæði góð en tæki frekar 6,5x55. Það er almennt talið hafa minna vindrek og svo ekkert vandamál að finna skot sem eru lögleg á hreindýr og henta rifflinum vel. Sumir .243 tæpir varðandi nákvæmni (fyrir skotprófið) með 100gr kúlum (fer reyndar eftir twisti).

Skrifað þann 3 May 2013 kl 20:47

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

taktu 6.5x55, það hefur engin séð eftir því

Skrifað þann 3 May 2013 kl 21:22

Mr.Winchester1300

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Já var farinn að hallast frekar að því. Þakka svörin og ætla að kíkja í búðina á morgun. smiling

Kv. Haukur..

Skrifað þann 3 May 2013 kl 21:28

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Ágæti Win!


Sælt veri fólkið, mig langaði að forvitnast smá og fá álit ykkar sem betur þekkið.
Þannig er að ég ætla að versla mér riffil og er að vandræðast með hvort ég á að hafa hann í cal .243 eða 6.5x55.
Hef hugsað mér að nota hann í varg, stöku gæs og jú vonandi hreindýr.
Hvort caliberið er hagkvæmara í kúlukaupum og seinna endurhleðslu.?

Kv. Haukur..

Ágæti Win!

.243 er það sem ég myndi mæla með.
Ef þú ætlar að skjóta varg og gæs þá er .243 kalíberið fyrir þig.
Þú talar um eftilvill heidýr ....243 ræður við það líka.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 3 May 2013 kl 22:18

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

243 ekki spurning ferð bara einnusinni á hreindýr á ári ef þú ert heppin.
enn mun oftar á varg og gæs.

Skrifað þann 4 May 2013 kl 9:54

Ronni72

Svör samtals: 56
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

6,5x55 er málið,ég hef notað það á Hreindýr og Gæs með góðum árangri svo er til fullt af kúlum í þetta cal. shades

Skrifað þann 4 May 2013 kl 11:07

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

6.5x55 ekki spurning

Skrifað þann 4 May 2013 kl 12:24

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: .243 eða 6.5x55

Gaman væri ef einhver rökstuðningur mynda fylgja svörunum. Gæfi þeim meiri dýpt

Skrifað þann 4 May 2013 kl 12:46

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Ég á 6,5x55 í twist 8 og er yfir mig hrifin af breiddini í kúluvali fyrir hann frá 85 grainum upp í 156 grain en ég nota mest 100 og 120 Nosler BT en er að færa mig í 123 A MAX og hef átt 2 riffla í 243 annan í 9,25 twisti og þoldi hann ekki léttu kúlurnar eða allavega fann ég enganvegin góða hleðslu þar nema 75 graina V MAX en það hentar ekki í gæs smiling en hann fór ágætlega með 100 graina kúluna fyrir Hreindýr en hinn var 10 tvist og þar var dæmið öfugt hann fílaði léttar kúlur vel en 100 graina kúlan var tæp en ekkert endilega ónákvæm en fann svakalega fyrir falli og vindáhrifum.
En allavega ætla ég að halda mig við 6,5x55 og þegar næsta kaupæði grípur mig verður það að vera cal sem er samþykkt á villisvín smiling
Vonandi kom ég þessu vel til skila en eins og alltaf þá er það endanlega skyttan sem lærir á verkfærið sitt og þá fara hlutirnir vel fyrir skyttuna.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 4 May 2013 kl 13:05

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: .243 eða 6.5x55

Takk Gismi

Skrifað þann 4 May 2013 kl 14:04

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Á endanum snýst þetta um kúluval og kannski að einhverju leiti hlaupendingu.
6.5x55 er einfaldlega fjölhæfara kaliber án þess að taka neitt frá 243.
Ef ég væri að versla mér riffil eingöngu í fugl eða ref þá væri 243 augljós kostur
í verksmiðju riffli,en þar sem opnað er á möguleika á hreindýri þá fellur ansi margt
með 6.5mm.

kv.
Guðmann

Skrifað þann 4 May 2013 kl 17:21

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Ágætu félagar hér á vefnum!!

Þetta er skemmtileg umræða um ágæti tveggja góðra kalibera!
Einhvern vegin svona finnst mérað við ættum að tala saman.
Svo maður snúi sér að viðfangsefnin.....243 versus 6.5 x 55..
Eins og ég skrifaði hér að framan myndi ég velja .243 Win..hvers vegna?
Hér tala menn um að kúlur í 6.5 séu frá 85 uppí 154 grain...sem er rétt .
Eins er hægt að segja að kúlur fyrir .243 séu frá 50 til 105 grain..sem er líka rétt.
En hvoru tveggja ofangreindra fullyrðingana er bull í samhengi hlutana .
Engin riffill er að skjóta 85 grains kúlum jafn vel og 154 grains kúlum!!
Og engin riffill er að skjóta 50 grains kúlum jafnvel og 105 grains kúlum!
Ef þú, ágæti spyrjandi, ert að leita að riffli til að skjóta gæsir og ref...og
eftilvill hreindýr þá myndi ég ráðleggja þér .243 Win.
.243 Win = 100 grain kúla á 3000 f = 1517 FT - LB
6.5x55 = 140 grain kúla á 2500 f = 1701 FT - LB
30 - 06 = 150 grain kúla á 3000 f = 2588 FT - LB

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 4 May 2013 kl 20:01

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Sæll Magnús hraðatölurnar fyrir 243 með 100 kúluni ertu þá að miða út frá 10 twisti og x löngu hlaupi eða ertu með krappara twist eins og 9,25 og x langt hlaup og seinasta talan með LP fyrir aftan hvað þýðir hún ?
Þetta lítur annfærandi út á blaðinu en ég er til dæmis að skjóta 0.9mm upp í 13mm grúbbun = 5 skotum með 100 graina noslerBT með 6,5x55 með 8 twisti og fræðin segja samt að þetta sé alltof létt kúla fyrir hann ég eigi að nota 140 graina sem ég hef reyndar aldrei prófað en aftur á móti þá er í mínum tilfellum að þeim mun hægar sem ég sendi kúluna því náknæmari verður hún.
Svo loka spurningin er þessi er allt fengið með hraðanum ?
Og það er gaman að spjalla svona án hroka eða hleypidóma enda er ég ekkert að mótmæla þínum ábendingum þær hafa örugglega mikið til sýns máls þó mín reynsla sé önnur í raunveruleikanum enda get ég bara talað fyrir henni er ekki mikið að liggja yfir tölfræðini
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 4 May 2013 kl 21:14

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Magnús er að tala um td. þessi tilbúnu skot sem koma ágætlega út í 1/10 twisti í .243win
http://www.federalpremium.com/products/details/rifle.aspx?id=212...
Ég mæli með þessum versmiðjuskotum í .243win

Skrifað þann 5 May 2013 kl 0:23

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Besta mál en hvað þýðir LP og mig vantar samt einhverja nákvæmni í spilið og það skiptir öllu í gæs á 200 metrum það getum við allir verið sammála um ekki satt?
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 5 May 2013 kl 0:37

Mr.Winchester1300

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Ég þakka góð svör og nú kemur hausverkurinn, ætla að leggjast í að hugsa þetta aðeins.

Kv. Haukur..

Skrifað þann 5 May 2013 kl 1:10

harry123

Svör samtals: 147
Virk(ur) síðan: 30 September 2012

Re: .243 eða 6.5x55

En hvað með .308 caliber versus 6.5x55?

Skrifað þann 5 May 2013 kl 1:15

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .243 eða 6.5x55

Ef ég svara heiðarlega þá hef ég ekki prófað 308 en félagi minn á einn svoleiðis og fallið með báða núllaða á 100 var ótrúlega líkt hjá okkur en ég notaði 120 kúlu n hann eitthvað þyngra man ekki hvað það var en á 300 metrum var hann cm neðar en 5cm meira til hliðar vegna vindreks.
En 308 er feiki náknæmt eins og 6,5 enda bæði gömul og góð en þú ferð ekki niður í 100 graina kúlur í 308 bestu kveðjur
Og Mr.Winchester1300 hvort valið sem verður þá skal ég glaður hjálpa ef ég get
Bestu kveðjur
ÞH

Skrifað þann 5 May 2013 kl 1:37
« Previous12Next »