.308

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Jæja, best að tendra bálið. smiling

.308 er einhverra hluta það kaliber sem sumir elska og aðrir elska að hata. Ég veit ekki um neitt annað cal sem menn geta orðið eins heitir útí og .308, jafnvel menn sem aldrei hafa komist nær því en að lesa um það á netinu!
Hvað er þá með þetta kaliber.
1) Endalust hægt að fá kúlur, púður og hylki. Allavega þægilegra aðgengi en í mörgum öðrum kailiberum
2) Býsna nákvæmt
3) Flýgur hægt, fer því vel með hlaup
4) Miðlungs stór kúla, segjum 150grs rífur ekki öxlina af venjulegum manni í bakslaginu.
5) Kaliberið er eitt hið þekktasta í vestrænum heimi og nánast allt vitað um þetta cal.

Gallinn er helst sá að mörgum finnst ferillinn of bogadreginn, sérstaklega þegar færin lengjast, nákvæmnin hverfur þó ekki endilega og þvi ætti að vera hægt að læra ferilinn á þessu caliberi eins og öðrum. Þeir sem ekki nenna því geta plastað inn blað með feriltöflu ásamt klikkum og ávallt verið með sjónaukann rétt stilltan.
Þeir sem hvorugu nenna eru kannski í röngu sporti?
2a Ef .308 er einhverntímnann takmarkandi þá væri það helst á bjarndýraveiðum, hvað mig varðar þá á ég reyndar ekki von á að fella mörg slík dýr um ævina smiling Samt er ég nú þeirrar skoðunar að kúla sem opnast vel og sprengir allt í tætlur getur með sendingu úr 308 skemmt annars góðan dag hjá bjössa bangsa

Að vísu eru til mörg önnu mjög góð kaliber, sum vinsæl og þekkt en önnnur óþekktari en örugglega einnig mjög fín. Það skyldi þó ekki vera gamla sagan, sá sem æfir sig mest, hittir best og drepur hraðast?

Bara hugleiðing hjá manni sem er með alltof langan matartíma smiling

Tags:
Skrifað þann 6 October 2014 kl 12:47
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .308

Sko, þetta er bara talað frá mínu hjart, nema kannski liður 2) of vægt lýsingarorð.
Fái menn ekki 308 til að skjóta þá skal kenna einhverju öðru um en caliberinu shades
Hvort einhverjum LANGI frekar að nota eithvað annað er bara allt annað mál.

Sjálfum leyðist mér Pésinn en þarf nú reglulega að lúta í gras fyrir honum sad með mitt 30 í
skor keppnum), en mig LANGAR bara að nota eithvað annað SMILE
kveðja siggi

Skrifað þann 6 October 2014 kl 13:56

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: .308

Sæll vertu C47

Þetta telst varla bomba hjá þér... menn skjóta með .308 og 223 alveg út á 1000 yards í Palma mótum með sigtum.

Caliberið sem slíkt er alveg afburðar gott og myndi nýtast öllum á hér á fróni í nánazt hvaða tilgangi sem er. Þeir sem eru sífelt að hrauna yfir .308 kunna yfirleitt ekkert með það að fara og líklega ekki riffla svona alment heldur. Ég skil ekkert í tilganginum með því að amast við þessu cal!

Skrifað þann 8 October 2014 kl 1:04