16 gr Vopnalög.

338lapua

Svör samtals: 53
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir, hvernig skilja menn þetta? verður manni bannað að fara út á skotsvæði og skjóta úr þeim byssum sem maður á og flokkast ekki inn í viðurkenndar keppnisgreinar?
MBK, Jakob

Meðferð.
16. gr.

Enginn má eignast, hafa í vörslum sínum eða fara með skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi hjá lögreglustjóra. Lögreglustjóra er heimilt að setja sérstök skilyrði fyrir leyfi, telji hann þess þörf. Ef umsækjandi er ríkisborgari eða lögaðili annars ríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu skal umsókn um leyfi beint til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Hið sama gildir um ríkisborgara Færeyja og lögaðila þar í landi.
Enginn má eiga eða fara með þá hluti sem tilgreindir eru í 6. gr. Þó getur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, að fenginni umsögn ríkislögreglustjóra, heimilað meðferð vopna sem getið er í 6. gr. ef þau hafa ótvírætt söfnunargildi vegna aldurs og tengsla við sögu landsins. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu getur, að fenginni umsögn ríkislögreglustjóra, enn fremur heimilað meðferð hálfsjálfvirkra skammbyssna og hálfsjálfvirkra riffla fyrir randkveikt skot, enda séu slík vopn sérhönnuð að gerð og þyngd og sannanlega ætluð til íþróttaiðkunar, svo sem nánar verður kveðið á um í reglugerð.
Skotvopnaleyfi skal gefa út til tíu ára í senn. Þó má, ef sérstaklega stendur á, gefa það út til skemmri tíma eftir því sem lögreglustjóri ákveður. Við endurnýjun skotvopnaleyfis er lögreglustjóra heimilt að kanna hæfi leyfishafa ef sérstök ástæða þykir til.
Lögreglustjóri skal gefa út skírteini til þess sem fær skotvopnaleyfi. Í því skal tilgreina réttindi leyfishafa, nafn hans, kennitölu og heimilisfang. Þar skal vera nýleg ljósmynd af leyfishafa. Þá skal þar geta skotvopna sem eru í eigu leyfishafa eða honum hafa verið lánuð í samræmi við 3. mgr. 23. gr.



Um 16. gr.

Greinin samsvarar efnislega 12. gr. gildandi laga að því undanskildu að höfð er hliðsjón af reglum vegna þjónustuviðskipta á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. Skv. 1. mgr. má enginn eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi. Með útgefnu skotvopnaleyfi er leyfishafi eingöngu að afla sér heimildar til að nota skotvopn en ekki er skilyrði að hann eigi skotvopn. Í athugasemdum með frumvarpi er varð að gildandi vopnalögum kemur fram að þetta fyrirkomulag ætti að draga úr skotvopnaeign einstaklinga og líklega stuðla að því að einstaklingar fái lánuð eða leigð skotvopn í þau fáu skipti sem vopn eru notuð. Reyndin hefur verið sú að ekki hefur dregið úr skotvopnaeign einstaklinga hér á landi. Þó getur ákvæði sem þetta komið til móts við einstaklinga sem hafa áhuga á skotvopnum en hafa hvort aðstöðu né fjármagn til að eiga skotvopn. Til samræmis við undanþáguákvæði 1. mgr. 10. gr. og 1. mgr. 14. gr. getur lögreglustjóri heimilað meðferð þeirra vopna sem flutt hafa verið inn samkvæmt undanþágureglu 1. mgr. 10. gr. og seld samkvæmt undanþágureglu 1. mgr. 14. gr. Það liggur í hlutarins eðli að sá sem kaupir skotvopn á undanþágu hefur sjálfkrafa leyfi til að nota það. Hins vegar eru takmarkanir á notkun þessara vopna. Þannig takmarkast notkun safnvopna við 3. mgr. 19. gr. og ákvæði reglugerða og notkun skotvopna sem fengin eru með undanþágu til iðkunar skotíþrótta takmarkast við þá iðkun. Þannig verður að telja það ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir leyfi fyrir skotvopni sem fæst samkvæmt undanþágu til íþróttaiðkunar að leyfishafi sé virkur í skotfimi. Sé viðkomandi ekki virkur í skotfimi eru nauðsynleg skilyrði fyrir leyfinu ekki fyrir hendi. Að öðru leyti þarfnast greinin ekki skýringa.

Tags:
Skrifað þann 6 October 2012 kl 11:19
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 16 gr Vopnalög.

ef þú átt byssu sem ekki er til keppnisgrein fyrir þá býrðu einfaldlega til þínar eigin reglur og heldur keppni.. það er hvergi skilgreint að keppnin þurfi að vera innan STÍ eða annarra samtaka, það er nóg að það sé innanfélags keppni.

og þú mátt skjóta úr öllum þínum byssum á skotsvæðum... nema safngripum því samkvæmt nýju lögunum þá máttu eiga safngripi en ekki nota þá nema með sérstöku leyfi.

Skrifað þann 6 October 2012 kl 12:02

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: 16 gr Vopnalög.

Nú er það svo að í 6. greininni er bara verið að telja upp þau vopn sem bönnuð eru hér á landi. Það liggur því í hlutarins eðli að notkun þeirra skv. 16. greininni er líka bönnuð. Um það snýst þetta mál og ekkert annað. Öll þau vopn sem á annað borð er leyfi fyrir má nota þar sem leyft er að nota vopn.
Hálfsjálfvirk og sjálfvirk vopn, önnur en haglabyssur hálfsjálfvirkar verður semsagt bannað að eiga og þar með nota. Þó er veittur ádráttur um að séu þetta safngripir með skírskotun til Íslandssögunnar má lögreglustjóri leyfa eign þeirra. Og séu þetta smágripir með randkveikt skot megi nota þau til íþróttaiðkunar.
Og það verður greinilega ekki nógsamlega oft fram tekið að opinberar leyfisveitingar tekur hver sem er ekki í eigin hendur.

Skrifað þann 6 October 2012 kl 15:27